Sérfræðingar SB ósammála um hvort Berglind átti að fá rauða spjaldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 14:01 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir meiddi sig illa við fallið í gólfið og var born af velli. Skjámynd/S2 Sport Seinni bylgjan ræddi rauða spjaldið sem Haukakonan Berglind Benediktsdóttir fékk þegar Haukarnir heimsóttu HK í Kórinn í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta. Berglind Benediktsdóttir reyndi að útskýra sitt mál og að hún hafi bara verið í venjulegri varnarstöðu.Skjámynd/S2 Sport Berglind fékk beint rautt spjald fyrir brot á HK-ingnum Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur í fyrri hálfleiknum. Valgerður varð búin að skora fjögur af fyrstu tíu mörk HK í leiknum en var borin meidd af velli í kjölfar brotsins. „Berglind fær beint rautt spjald fyrir þetta brot á Völu. Stelpur hvað finnst ykkur um þetta? Hún fær bláa spjaldið og allt saman og strákarnir hikuðu ekki,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta vera rautt út af afleiðingunni. Hún dettur það illa. Þetta er ekki eitthvað brútalt brot. Vala hoppar þarna upp og er að fara að senda hann. Hún lendir illa,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Mér finnst þetta rautt, þetta er bara afleiðingin. Þetta er hættulegt að lenda og ógeðslega vont. Mér fannst samt ekki mikill ásetningur í þessu,“ sagði Sunneva. „Hún er borin út af á börum. Það fyrsta sem við hugsuðum, held ég allar, var grindin,“ sagði Svava Kristín og Anna Úrsúla var sammála. Valgerði Ýr er nýkomin til baka eftir að hafa eignast barn. Sunneva var reyndar ekki á því að hafa hugsað um það eins og hinar. Sérfræðingarnir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir. Anna Úrsúla sýnir hér tökin og hvað Berglind átti að gera betur.Skjámynd/S2 Sport Anna Úrsúla var heldur ekki sammála Sunnevu um að Berglind hafi átt að fá rauða spjaldið frá dómurum leiksins. „Ég er leiðinlega týpan en mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. Mér fannst þetta reynsluleysi hjá henni að hjálpa henni ekki aðeins með að taka undir hana,“ sagði Anna Úrsúla og sýndi tökin sem hún hefði notað. „Hún er ekki að ýta henni til að meiða hana. Hún er í venjulegri stöðu. Jú, Vala dettur illa og hún hefði kannski getað gripið hana. Beint rautt og svo beint blátt, það fannst mér svolítið dýrt,“ sagði Anna Úrsúla. Það má sjá brotið og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Berglind að fá rautt spjald eða ekki? Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar HK Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira
Berglind Benediktsdóttir reyndi að útskýra sitt mál og að hún hafi bara verið í venjulegri varnarstöðu.Skjámynd/S2 Sport Berglind fékk beint rautt spjald fyrir brot á HK-ingnum Valgerði Ýr Þorsteinsdóttur í fyrri hálfleiknum. Valgerður varð búin að skora fjögur af fyrstu tíu mörk HK í leiknum en var borin meidd af velli í kjölfar brotsins. „Berglind fær beint rautt spjald fyrir þetta brot á Völu. Stelpur hvað finnst ykkur um þetta? Hún fær bláa spjaldið og allt saman og strákarnir hikuðu ekki,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. „Mér finnst þetta vera rautt út af afleiðingunni. Hún dettur það illa. Þetta er ekki eitthvað brútalt brot. Vala hoppar þarna upp og er að fara að senda hann. Hún lendir illa,“ sagði Sunneva Einarsdóttir, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Mér finnst þetta rautt, þetta er bara afleiðingin. Þetta er hættulegt að lenda og ógeðslega vont. Mér fannst samt ekki mikill ásetningur í þessu,“ sagði Sunneva. „Hún er borin út af á börum. Það fyrsta sem við hugsuðum, held ég allar, var grindin,“ sagði Svava Kristín og Anna Úrsúla var sammála. Valgerði Ýr er nýkomin til baka eftir að hafa eignast barn. Sunneva var reyndar ekki á því að hafa hugsað um það eins og hinar. Sérfræðingarnir Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Sunneva Einarsdóttir. Anna Úrsúla sýnir hér tökin og hvað Berglind átti að gera betur.Skjámynd/S2 Sport Anna Úrsúla var heldur ekki sammála Sunnevu um að Berglind hafi átt að fá rauða spjaldið frá dómurum leiksins. „Ég er leiðinlega týpan en mér fannst þetta ekki vera rautt spjald. Mér fannst þetta reynsluleysi hjá henni að hjálpa henni ekki aðeins með að taka undir hana,“ sagði Anna Úrsúla og sýndi tökin sem hún hefði notað. „Hún er ekki að ýta henni til að meiða hana. Hún er í venjulegri stöðu. Jú, Vala dettur illa og hún hefði kannski getað gripið hana. Beint rautt og svo beint blátt, það fannst mér svolítið dýrt,“ sagði Anna Úrsúla. Það má sjá brotið og umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Átti Berglind að fá rautt spjald eða ekki?
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Haukar HK Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Sjá meira