„Listin hefur hjálpað mér í gegnum súrt og sætt“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 22. nóvember 2021 10:01 Listamaðurinn KLAKI hefur notið mikilla vinsælda undanfarið en maðurinn á bakvið þetta framúrstefnulega nafn heitir Gísli Brynjarsson og segist lifa fyrir að skapa. „Listin hefur hjálpað mér í gegnum súrt og sætt allt mitt líf. Ég læt tilfinningarnar og hjartað ráða för í allri minni sköpun. Fyrst og fremst er ég þó að þessu til að njóta þess að skapa á meðan ég hef tök til.“ - KLAKI Gísli kláraði sitt BA nám í Music production and sound engineering í Berlín og segist hann þakklátur fyrir að hafa kynnst Techno tónlist þar sem það blómstrar hvað mest. „Ég hafði ekki kynnst almennilega techno fyrr en ég flutti til Berlínar þar sem ég bjó svo í þrjú ár. Eftir að hafa kynnst því hvað borgin hefði upp á að bjóða gat ég ekki annað en notið þess að dansa fram á morgun með góðum vinum á skemmtilegum klúbbum.“- KLAKI. Tónlistarnám Gísla hófst þó miklu fyrr en hann lærði á saxafón frá unga aldri og fór snemma að fikta við að semja tónlist sjálfur. „Fyrir mér er list eins og þýðingarvél, ég á oft mjög erfitt með að lýsa hlutum með orðum en ég trúi því að tónlistin mín geri það betur fyrir mig. Ég hef oft hugsað hvernig ég get útskýrt fyrir öðrum hvernig tónlistarstefnu ég aðhyllist en ég fylgi mun frekar flæði tilfinninga en því að halda mig innan einhvers ákveðins ramma. Í dag einbeiti ég mér mest að raftónlist með kvikmyndalegu ívafi og nota til þess hljóðfærið mitt – saxafóninn og söng. Ég elska ekkert meira en að skapa minn eigin hljóðheim og get hreinlega gleymt mér í þeirri vinnslu. Ef ég á að nefna einhverja áhrifavalda hvað varðar tónlistina og þann innblástur sem ég fæ þaðan verð ég að nefna David Bowie, Ólaf Arnalds, Agent Fresco, John Hopkins, Ratatat, Depeche Mode, Worakls, Chemical Brothers og GusGus.“- KLAKI Samhliða tónlistinni smíðar Gísli skartgripi úr kopar, hann segir þá vinnu hafa þróast heldur óvænt en lítið úrval af skarti fyrir karlmenn hafi verið kveikjuna að framleiðslunni. „Bróðir minn féll frá í miðju framleiðsluferlinu og í kjölfarið einsetti ég mér að setja alla mína orku í að skapa skartgripalínuna ÍSJAKI, tileinkað bróður mínum Palla. Allir mínir Skartgripir eru handsmíðaðir af mér.“ - KLAKI. Spurður hvernig tónlistarferillinn hafi þróast og myndast segist Gísli þó hafa brennt sig á ýmsum fyrirtækjum innan bransans. „Þó þetta hafi á köflum verið og er alltaf mikið hark get ég hreinlega ekki hætt. Ferillinn hefur verið bæði fyndinn og furðulegur og ótal loforð sem ekki hafa staðist. Á sama tíma er þetta líf mitt og ég hef tekið í sátt þá staðreynd að tónlist verður alltaf hluti af mínu lífi. Nú er bara að aðlagast nútímanum og njóta þess að hafa góð áhrif á þá sem eru í kringum mig. Hér áður fyrr var ég upptekinn af því að verða stórt nafn en í dag sé ég að það skiptir engu máli. Það gerist bara ef það gerist en á meðan nýt ég þess bara að tengja við þá sem nú þegar kunna að meta mína list og fleiri eru ávallt velkomnir að bætast með mér í hópinn.“ - KLAKI. KLAKI var með tónleika á stóra sviði streymisveiturnar Uppkasts nú 20. nóvember en hann er þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstur að stíga á sviðið sem hefur verið í byggingu undanfarna mánuði. Hann segir tildrög tónleikanna heldur einfalda. „Ég hafði einfaldlega samband við einn af stofnendum Uppkasts sem tók vel í að kynna tónlistina mína á efnisveitunni þeirra og þá var ekkert annað í stöðunni en að fara fulla ferð og gera flott show. Það að spila á tónleikum er það skemmtilegasta sem ég veit og ég er gríðarlega glaður að fá að stíga fyrstur á svið hjá Uppkasti og flytja þar mína list, vonandi sem flestum til gleði og yndisauka.“- KLAKI Hægt er að sjá tónleikana á Uppkast.is Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning
„Listin hefur hjálpað mér í gegnum súrt og sætt allt mitt líf. Ég læt tilfinningarnar og hjartað ráða för í allri minni sköpun. Fyrst og fremst er ég þó að þessu til að njóta þess að skapa á meðan ég hef tök til.“ - KLAKI Gísli kláraði sitt BA nám í Music production and sound engineering í Berlín og segist hann þakklátur fyrir að hafa kynnst Techno tónlist þar sem það blómstrar hvað mest. „Ég hafði ekki kynnst almennilega techno fyrr en ég flutti til Berlínar þar sem ég bjó svo í þrjú ár. Eftir að hafa kynnst því hvað borgin hefði upp á að bjóða gat ég ekki annað en notið þess að dansa fram á morgun með góðum vinum á skemmtilegum klúbbum.“- KLAKI. Tónlistarnám Gísla hófst þó miklu fyrr en hann lærði á saxafón frá unga aldri og fór snemma að fikta við að semja tónlist sjálfur. „Fyrir mér er list eins og þýðingarvél, ég á oft mjög erfitt með að lýsa hlutum með orðum en ég trúi því að tónlistin mín geri það betur fyrir mig. Ég hef oft hugsað hvernig ég get útskýrt fyrir öðrum hvernig tónlistarstefnu ég aðhyllist en ég fylgi mun frekar flæði tilfinninga en því að halda mig innan einhvers ákveðins ramma. Í dag einbeiti ég mér mest að raftónlist með kvikmyndalegu ívafi og nota til þess hljóðfærið mitt – saxafóninn og söng. Ég elska ekkert meira en að skapa minn eigin hljóðheim og get hreinlega gleymt mér í þeirri vinnslu. Ef ég á að nefna einhverja áhrifavalda hvað varðar tónlistina og þann innblástur sem ég fæ þaðan verð ég að nefna David Bowie, Ólaf Arnalds, Agent Fresco, John Hopkins, Ratatat, Depeche Mode, Worakls, Chemical Brothers og GusGus.“- KLAKI Samhliða tónlistinni smíðar Gísli skartgripi úr kopar, hann segir þá vinnu hafa þróast heldur óvænt en lítið úrval af skarti fyrir karlmenn hafi verið kveikjuna að framleiðslunni. „Bróðir minn féll frá í miðju framleiðsluferlinu og í kjölfarið einsetti ég mér að setja alla mína orku í að skapa skartgripalínuna ÍSJAKI, tileinkað bróður mínum Palla. Allir mínir Skartgripir eru handsmíðaðir af mér.“ - KLAKI. Spurður hvernig tónlistarferillinn hafi þróast og myndast segist Gísli þó hafa brennt sig á ýmsum fyrirtækjum innan bransans. „Þó þetta hafi á köflum verið og er alltaf mikið hark get ég hreinlega ekki hætt. Ferillinn hefur verið bæði fyndinn og furðulegur og ótal loforð sem ekki hafa staðist. Á sama tíma er þetta líf mitt og ég hef tekið í sátt þá staðreynd að tónlist verður alltaf hluti af mínu lífi. Nú er bara að aðlagast nútímanum og njóta þess að hafa góð áhrif á þá sem eru í kringum mig. Hér áður fyrr var ég upptekinn af því að verða stórt nafn en í dag sé ég að það skiptir engu máli. Það gerist bara ef það gerist en á meðan nýt ég þess bara að tengja við þá sem nú þegar kunna að meta mína list og fleiri eru ávallt velkomnir að bætast með mér í hópinn.“ - KLAKI. KLAKI var með tónleika á stóra sviði streymisveiturnar Uppkasts nú 20. nóvember en hann er þess heiðurs aðnjótandi að fá fyrstur að stíga á sviðið sem hefur verið í byggingu undanfarna mánuði. Hann segir tildrög tónleikanna heldur einfalda. „Ég hafði einfaldlega samband við einn af stofnendum Uppkasts sem tók vel í að kynna tónlistina mína á efnisveitunni þeirra og þá var ekkert annað í stöðunni en að fara fulla ferð og gera flott show. Það að spila á tónleikum er það skemmtilegasta sem ég veit og ég er gríðarlega glaður að fá að stíga fyrstur á svið hjá Uppkasti og flytja þar mína list, vonandi sem flestum til gleði og yndisauka.“- KLAKI Hægt er að sjá tónleikana á Uppkast.is Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning