Í tilkynningu á vef félagsins er farið fögrum orðum um Solskjær, sem er í miklum metum meðal stuðningsmanna félagsins eftir tíma sinn sem leikmaður hjá félaginu, og sagt að ákvörðunin hafi verið erfið.
Manchester United can confirm that Ole Gunnar Solskjaer has left his role as Manager.
— Manchester United (@ManUtd) November 21, 2021
Thank you for everything, Ole ❤️#MUFC
Solskjær hefur stýrt liðinu frá því í desember 2018. Síðasti leikur félagsins undir hans stjórn var 4-1 tap á útivelli gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær.
„Þó að undanfarnar vikur hafi verið vonbrigði ættu þær ekki að skyggja á alla vinnu síðustu þriggja ára,“ segir í tilkynningunni.
„Ole kveður með okkar innilegustu þakkir fyrir störf sín sem knattspyrnustjóri og okkar bestu óskir í framhaldinu. Staða hans í sögu félagsins verður ávallt trygg, ekki bara vegna sögu hans sem leikmanns, heldur frábærs manns og knattspyrnustjóra sem gaf okkur mörg frábær augnablik. Hann verður ávallt velkominn á Old Trafford sem hluti af Manchester United-fjölskyldunni.“
Michael Carrick, sem var hluti af þjálfarateymi Solskjær, mun taka við stjórn liðsins í næstu leikjum. Samkvæmt tilkynningunni leitar félagið nú að bráðabirgðastjóra út tímabilið.