Askja frumsýnir Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 19. nóvember 2021 07:01 Kia EV6 á ferð. Bernhard Kristinn Bílaumboðið Askja stendur fyrir sérstakri þriggja daga frumsýningu. Frumsýningin byrjaði með miðnæturopnun í gærkvöldi. Kynntir verða tveir spennandi 100% rafbílar sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu, Kia EV6 og EQS frá Mercedes-EQ. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Kia EV6 hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því fyrstu myndir birtust af bílnum. Hinn nýi EV6 er þróaður samkvæmt nýrri hönnunarheimspeki Kia sem einblínir á rafbíla framleiðandans. Hönnunin er djörf og framsækin í takt við þær spennandi nýjungar sem rafbílar kalla fram. Kia EV6 er aflmikill rafbíll sem dregur allt að 528 km samkvæmt WLTP staðli. Hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. EV6 er í boði bæði afturhjól- og fjórhjóladrifinn. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia. EV6 verður einnig fáanlegur í GT útfærslu sem er 580 hestöfl og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,5 sekúndum. GT bíllinn er væntanlegur 2023. Mercedes-EQS Tæknivæddur lúxusrafbíll EQS frá Mercedes-EQ er rafdrifið flaggskip í fólksbílaflota Mercedes-EQ og afar tæknivæddur bíll sem notar m.a. gervigreind. EQS verður bæði með framhjóla- og aldrifi. Tvær tegundir rafhlaða verða í boði, 108 kWh og 90 kWh og talsverður fjöldi uppstillinga á drifrásum. Stærri rafhlaðan skilar yfir 700km drægi samkvæmt WLTP og í ákveðinni útfærslu má ná allt að 770km skv. WLTP staðli. Minni rafhlaðan mun skila 640 km samkvæmt WLTP staðlinum. Öflugri gerðin verður 523 hestafla með hámarkstog alls 855 Nm. Minni rafhlaðan skilar 333 hestöflum og 568 Nm í hámarkstogi. Framdrifsútfærsla á EQS með stærri rafhlöðunni er 6,3 sekúndur 0-100 km hraða og í aldrifs útfærslunni aðeins 4,3 sekúndur 0-100 km hraða. EQS byggir á EVA undirvagninum sem Mercedes-EQ hyggst nota í mörgum öðrum tegundum rafbíla sinna á næstunni m.a. EQE sem er væntanlegur fljótlega. EQS er fyrsti EQ bíll þýska lúxusbílaframleiðandans sem byggir á þessum nýjum EVA undirvagni sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti. EQS mun einnig koma í AMG útfærslu á næstunni en sá bíll verður rúmlega 600 hestöfl og fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,5 sekúndum. Afturendi Kia EV6.Bernhard Kristinn „Við tókum ábyrga ákvörðun um að bregðast við þróun covid með því að efna til þriggja daga frumsýningar í sýningarsölum Kia og Mercedes-Benz, í stað hefðbundinnar frumsýningar eingöngu á laugardegi. Með þessu móti gefum við gestum okkar rúman tíma og betra tækifæri til að skoða þessa glæsilegu bíla. Jafnframt fylgjum við tilmælum sóttvarnalæknis og dreifum álaginu yfir lengri tíma. Sýningarsalir okkar eru rúmgóðir og það verður leikur einn að viðhalda fjarlægðarmörkum. Það verður opið hjá okkur til miðnættis í kvöld fimmtudag, á föstudag verður opið 9-17 og laugardag 12-16 og allir hjartanlega velkomnir,“ segir Kristinn R. Árnason, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála Öskju Vistvænir bílar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Kia EV6 hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu frá því fyrstu myndir birtust af bílnum. Hinn nýi EV6 er þróaður samkvæmt nýrri hönnunarheimspeki Kia sem einblínir á rafbíla framleiðandans. Hönnunin er djörf og framsækin í takt við þær spennandi nýjungar sem rafbílar kalla fram. Kia EV6 er aflmikill rafbíll sem dregur allt að 528 km samkvæmt WLTP staðli. Hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. EV6 er í boði bæði afturhjól- og fjórhjóladrifinn. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia. EV6 verður einnig fáanlegur í GT útfærslu sem er 580 hestöfl og kemst úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,5 sekúndum. GT bíllinn er væntanlegur 2023. Mercedes-EQS Tæknivæddur lúxusrafbíll EQS frá Mercedes-EQ er rafdrifið flaggskip í fólksbílaflota Mercedes-EQ og afar tæknivæddur bíll sem notar m.a. gervigreind. EQS verður bæði með framhjóla- og aldrifi. Tvær tegundir rafhlaða verða í boði, 108 kWh og 90 kWh og talsverður fjöldi uppstillinga á drifrásum. Stærri rafhlaðan skilar yfir 700km drægi samkvæmt WLTP og í ákveðinni útfærslu má ná allt að 770km skv. WLTP staðli. Minni rafhlaðan mun skila 640 km samkvæmt WLTP staðlinum. Öflugri gerðin verður 523 hestafla með hámarkstog alls 855 Nm. Minni rafhlaðan skilar 333 hestöflum og 568 Nm í hámarkstogi. Framdrifsútfærsla á EQS með stærri rafhlöðunni er 6,3 sekúndur 0-100 km hraða og í aldrifs útfærslunni aðeins 4,3 sekúndur 0-100 km hraða. EQS byggir á EVA undirvagninum sem Mercedes-EQ hyggst nota í mörgum öðrum tegundum rafbíla sinna á næstunni m.a. EQE sem er væntanlegur fljótlega. EQS er fyrsti EQ bíll þýska lúxusbílaframleiðandans sem byggir á þessum nýjum EVA undirvagni sem er stækkanlegur og liggur flatur undir bílnum líkt og hjólabretti. EQS mun einnig koma í AMG útfærslu á næstunni en sá bíll verður rúmlega 600 hestöfl og fer úr kyrrstöðu í hundraðið á aðeins 3,5 sekúndum. Afturendi Kia EV6.Bernhard Kristinn „Við tókum ábyrga ákvörðun um að bregðast við þróun covid með því að efna til þriggja daga frumsýningar í sýningarsölum Kia og Mercedes-Benz, í stað hefðbundinnar frumsýningar eingöngu á laugardegi. Með þessu móti gefum við gestum okkar rúman tíma og betra tækifæri til að skoða þessa glæsilegu bíla. Jafnframt fylgjum við tilmælum sóttvarnalæknis og dreifum álaginu yfir lengri tíma. Sýningarsalir okkar eru rúmgóðir og það verður leikur einn að viðhalda fjarlægðarmörkum. Það verður opið hjá okkur til miðnættis í kvöld fimmtudag, á föstudag verður opið 9-17 og laugardag 12-16 og allir hjartanlega velkomnir,“ segir Kristinn R. Árnason, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála Öskju
Vistvænir bílar Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent