Sérhvert barn fái næringarríka máltíð fyrir árið 2030 Heimsljós 18. nóvember 2021 14:00 gunnisal Í yfirlýsingunni er bent á að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafa leitt af sér mikla truflun á skólahaldi og námi barna og unglinga. Fimm stofnanir Sameinuðu þjóðanna lýsa yfir stuðningi við bandalag rúmlega sextíu ríkja og samtaka sem kallast Skólamáltíðarbandalagið (School Meals Coalition). Yfirlýst markmið þess er að sérhverju barni í heiminum standi til boða næringarrík skólamáltíð fyrir árið 2030. Frumkvæðið er að hálfu Frakka og Finna. „Með áformum um stuðning við heilbrigði og næringu gefst áhrifamikil leið til þess að styðja við börn og unglinga í vexti og þroska,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu framkvæmdastjóra stofnananna fimm, Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO), Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunarinnar (UNESCO), Barnahjálparinnar (UNICEF), Matvælaáætlunarinnar (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í yfirlýsingunni er bent á að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafa leitt af sér mikla truflun á skólahaldi og námi barna og unglinga. Milljónir nemenda hafi ekki fengið skólamáltíðir eða notið góðs af bólusetningum eða sálfélegslegum stuðningi. Á heimsvísu séu enn rúmlega 150 milljónir barna utan skóla. Þar segir enn fremur að skólabörn séu ekki þau einu sem komi til með að njóta góðs af átakinu því áherslan verði á staðbundinn ræktaðan mat og það feli í sér fyrirheit um stuðning við smábændur og veitingafyrirtæki í viðkomandi héruðum. Átakið nái til sjö heimsmarkmiða. Ísland hefur um árabil verið í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um skólamáltíðir fyrir börn í Mangochi hérðai í Malaví. Í meðfylgjandi myndbandi frá árinu 2015 er fjallað um frumkvæði Íslands um skólamáltíðir og samstarfið við WFP. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent
Fimm stofnanir Sameinuðu þjóðanna lýsa yfir stuðningi við bandalag rúmlega sextíu ríkja og samtaka sem kallast Skólamáltíðarbandalagið (School Meals Coalition). Yfirlýst markmið þess er að sérhverju barni í heiminum standi til boða næringarrík skólamáltíð fyrir árið 2030. Frumkvæðið er að hálfu Frakka og Finna. „Með áformum um stuðning við heilbrigði og næringu gefst áhrifamikil leið til þess að styðja við börn og unglinga í vexti og þroska,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu framkvæmdastjóra stofnananna fimm, Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO), Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunarinnar (UNESCO), Barnahjálparinnar (UNICEF), Matvælaáætlunarinnar (WFP) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Í yfirlýsingunni er bent á að heimsfaraldur kórónuveirunnar hafa leitt af sér mikla truflun á skólahaldi og námi barna og unglinga. Milljónir nemenda hafi ekki fengið skólamáltíðir eða notið góðs af bólusetningum eða sálfélegslegum stuðningi. Á heimsvísu séu enn rúmlega 150 milljónir barna utan skóla. Þar segir enn fremur að skólabörn séu ekki þau einu sem komi til með að njóta góðs af átakinu því áherslan verði á staðbundinn ræktaðan mat og það feli í sér fyrirheit um stuðning við smábændur og veitingafyrirtæki í viðkomandi héruðum. Átakið nái til sjö heimsmarkmiða. Ísland hefur um árabil verið í samstarfi við Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP) um skólamáltíðir fyrir börn í Mangochi hérðai í Malaví. Í meðfylgjandi myndbandi frá árinu 2015 er fjallað um frumkvæði Íslands um skólamáltíðir og samstarfið við WFP. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent