Ísland kjörið í framkvæmdastjórn UNESCO Heimsljós 18. nóvember 2021 09:54 Íslenska sendinefndin á aðalráðstefnunni: Guðrún Þorsteinsdóttir, Ragnar Þorvarðarson, Unnur Orradóttir Ramette, Elín Flygenring og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Utanríkisráðuneytið Ísland hlaut flest atkvæði í kosningunni, eða 168 en 178 ríki greiddu atkvæði. Ísland var kosið í framkvæmdastjórn Mennta-, vísinda og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í gær með yfirgnæfandi stuðningi á aðalráðstefnu stofnunarinnar sem nú stendur yfir í París. Innan Vesturlandahópsins voru Austurríki og Tyrkland einnig í framboði. Ísland hlaut flest atkvæði í kosningunni, eða 168 en 178 ríki greiddu atkvæði. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um framboðið árið 2018 og hefur fastanefnd Íslands hjá UNESCO, utanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið sem og íslenska UNESCO-landsnefndin unnið síðustu ár að því að efla störf Íslands innan stofnunarinnar. Í framkvæmdastjórn sitja 58 ríki og er almennt mikil samkeppni meðal hinna 193 aðildarríkja UNESCO um sæti í framkvæmdastjórn. Stjórnin starfar með umboð frá aðalráðstefnu stofnunarinnar og ber m.a. ábyrgð á eftirfylgni ákvarðana, greinir starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar sem framkvæmdastjóri leggur fyrir, leiðbeinir um verkefni og sinnir eftirlitshlutverki með þeim. UNESCO er sérstofnun SÞ sem hefur það að markmiði að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu í málaflokkum stofnunarinnar. UNESCO ber m.a. höfuðábyrgð innan SÞ-kerfisins á innleiðingu heimsmarkmiðs fjögur um menntun og er sú stofnun SÞ sem hefur sérstakt umboð til að efla tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Þá sinnir stofnunin margvíslegum verkefnum með áherslu á vísindi, menningu og menningararf og heldur m.a. úti hinni þekktu Heimsminjaskrá. Framkvæmd heimsmarkmiða SÞ, jafnrétti, mannréttindamiðuð nálgun, virk þátttaka ungmenna og aðgengi allra (e. inclusion) verða rauður þráður í áherslum Íslands á meðan setu í framkvæmdastjórn stendur. Ísland mun vinna að því að UNESCO sé og haldi áfram að vera áhrifarík og skilvirk stofnun á sínu sviði og vinni eftir samræmdri stefnu, skilvirkum stjórnunarháttum og í góðu samstarfi við aðrar undirstofnanir SÞ. Ísland mun einnig styðja áframhaldandi endurbótastarf og þróun UNESCO með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp traust starf í þeim mikilvægu málaflokkum sem stofnunin sinnir. Utanríkisráðuneytið gerði rammasamning við UNESCO árið 2019 sem fjallar um margvíslegan stuðning Íslands og samvinnu við UNESCO á sviði þróunarsamvinnu. Studd eru verkefni á sviði menntunar, tjáningarfrelsis og öryggis fjölmiðlafólks. Eitt af stærstu verkefnum Íslands í þróunarsamvinnu hefur nýlega færst frá Háskólum SÞ yfir á vettvang UNESCO og starfa nú fjórir skólar undir merkjum stofnunarinnar sem GRÓ, Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. Þá eru fulltrúar Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar á vettvangi UNESCO, í fjölþjóðlegum stýrihópi um áratug frumbyggjatungumála (e. International Decade of Indigenous Languages). Framboð Íslands naut stuðnings Norðurlanda sem skipst hafa á um setu í stjórninni frá upphafi. Á stjórnartímabilinu eru fulltrúar Íslands ábyrgir fyrir samhæfingu og upplýsingamiðlun á meðal norrænna ráðuneyta og fastanefnda vegna málefnastarfs innan UNESCO. Nánari upplýsingar á íslensku um starf UNESCO má finna á unesco.is Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent
Ísland var kosið í framkvæmdastjórn Mennta-, vísinda og menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) í gær með yfirgnæfandi stuðningi á aðalráðstefnu stofnunarinnar sem nú stendur yfir í París. Innan Vesturlandahópsins voru Austurríki og Tyrkland einnig í framboði. Ísland hlaut flest atkvæði í kosningunni, eða 168 en 178 ríki greiddu atkvæði. Ríkisstjórnin tók ákvörðun um framboðið árið 2018 og hefur fastanefnd Íslands hjá UNESCO, utanríkisráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið sem og íslenska UNESCO-landsnefndin unnið síðustu ár að því að efla störf Íslands innan stofnunarinnar. Í framkvæmdastjórn sitja 58 ríki og er almennt mikil samkeppni meðal hinna 193 aðildarríkja UNESCO um sæti í framkvæmdastjórn. Stjórnin starfar með umboð frá aðalráðstefnu stofnunarinnar og ber m.a. ábyrgð á eftirfylgni ákvarðana, greinir starfs- og fjárhagsáætlun stofnunarinnar sem framkvæmdastjóri leggur fyrir, leiðbeinir um verkefni og sinnir eftirlitshlutverki með þeim. UNESCO er sérstofnun SÞ sem hefur það að markmiði að stuðla að friði og öryggi í heiminum með því að efla alþjóðlega samvinnu í málaflokkum stofnunarinnar. UNESCO ber m.a. höfuðábyrgð innan SÞ-kerfisins á innleiðingu heimsmarkmiðs fjögur um menntun og er sú stofnun SÞ sem hefur sérstakt umboð til að efla tjáningar- og fjölmiðlafrelsi. Þá sinnir stofnunin margvíslegum verkefnum með áherslu á vísindi, menningu og menningararf og heldur m.a. úti hinni þekktu Heimsminjaskrá. Framkvæmd heimsmarkmiða SÞ, jafnrétti, mannréttindamiðuð nálgun, virk þátttaka ungmenna og aðgengi allra (e. inclusion) verða rauður þráður í áherslum Íslands á meðan setu í framkvæmdastjórn stendur. Ísland mun vinna að því að UNESCO sé og haldi áfram að vera áhrifarík og skilvirk stofnun á sínu sviði og vinni eftir samræmdri stefnu, skilvirkum stjórnunarháttum og í góðu samstarfi við aðrar undirstofnanir SÞ. Ísland mun einnig styðja áframhaldandi endurbótastarf og þróun UNESCO með það að leiðarljósi að byggja enn frekar upp traust starf í þeim mikilvægu málaflokkum sem stofnunin sinnir. Utanríkisráðuneytið gerði rammasamning við UNESCO árið 2019 sem fjallar um margvíslegan stuðning Íslands og samvinnu við UNESCO á sviði þróunarsamvinnu. Studd eru verkefni á sviði menntunar, tjáningarfrelsis og öryggis fjölmiðlafólks. Eitt af stærstu verkefnum Íslands í þróunarsamvinnu hefur nýlega færst frá Háskólum SÞ yfir á vettvang UNESCO og starfa nú fjórir skólar undir merkjum stofnunarinnar sem GRÓ, Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu. Þá eru fulltrúar Vigdísarstofnunar, alþjóðlegrar miðstöðvar tungumála og menningar á vettvangi UNESCO, í fjölþjóðlegum stýrihópi um áratug frumbyggjatungumála (e. International Decade of Indigenous Languages). Framboð Íslands naut stuðnings Norðurlanda sem skipst hafa á um setu í stjórninni frá upphafi. Á stjórnartímabilinu eru fulltrúar Íslands ábyrgir fyrir samhæfingu og upplýsingamiðlun á meðal norrænna ráðuneyta og fastanefnda vegna málefnastarfs innan UNESCO. Nánari upplýsingar á íslensku um starf UNESCO má finna á unesco.is Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent