Seldist upp á 90 mínútum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:31 SIGN OG X977 standa fyrir tónleikum í Iðnó. Aðsent Hljómsveitin Sign fagnar tuttugu ára afmæli fyrstu plötu sveitarinnar, Vindar og Breytingar, í Iðnó þann 27. nóvember í samstarfi við X977. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi plata kom út en sveitin gaf út fimm plötur allt í allt og urðu að einu af stærri nöfnum íslenskrar rokktónlistar. Ragnar Sólberg söngvari sveitarinnar átti svo seinna eftir að ganga til liðs við sænsku hljómsveitina Pain Of Salvation og gerði þar gott mót. Sign for á sinni tíð á tónleikaferðir með hljómsveitum eins og Skid Row, Wednesday 13 og The Answer ásamt því að spila á hátíðum um allan heim, og þar má nefna Download hátíðina árið 2008. Það er vert að nefna aldur hljómsveitarmeðlima þegar platan kemur út en Ragnar sjálfur var fimmtán ára þegar að Vindar og Breytingar kemur út. Það er með miklum auðveldum hægt að segja að Sign hafi verið fyrsta íslenska „emo“ bandið sem að sprakk en þessi kynslóð fólks þekkir Sign eins og gamlan vin og því er mjög auðvelt að búast við mikið af vatnsheldum maskara sem og eyeliner í Iðnó þann 27. nóvember. „Okkur finnst alveg æðislegt að halda uppá fyrstu plötuna okkar og mér þykir mjög vænt um að sjá hvað hún á stað í mörgum hjörtum,“ segir Ragnar Sólberg, söngvari sveitarinnar. „Settir voru 270 miðar í sölu þann fyrsta nóvember á slaginu 12:00 en 90 mínútum síðar voru þeir allir seldir og því má segja að þessir miðar hafi selst töluvert betur en heitar lummur.“ Þegar hann var spurður um miðasöluna og þann örstutta tíma sem hún stóð svaraði hann; „Við vorum búnir að ákveða fyrir fram að hafa bara eina tónleika og setja allt okkar púður í þá, það var svo mjög skemmtilegt hvað það seldist upp á stuttum tíma og erum við alveg ótrúlega þakklátir fyrir það. Við þurfum kannski stærri stað fyrir næsta afmæli.“ Tónlist X977 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þessi plata kom út en sveitin gaf út fimm plötur allt í allt og urðu að einu af stærri nöfnum íslenskrar rokktónlistar. Ragnar Sólberg söngvari sveitarinnar átti svo seinna eftir að ganga til liðs við sænsku hljómsveitina Pain Of Salvation og gerði þar gott mót. Sign for á sinni tíð á tónleikaferðir með hljómsveitum eins og Skid Row, Wednesday 13 og The Answer ásamt því að spila á hátíðum um allan heim, og þar má nefna Download hátíðina árið 2008. Það er vert að nefna aldur hljómsveitarmeðlima þegar platan kemur út en Ragnar sjálfur var fimmtán ára þegar að Vindar og Breytingar kemur út. Það er með miklum auðveldum hægt að segja að Sign hafi verið fyrsta íslenska „emo“ bandið sem að sprakk en þessi kynslóð fólks þekkir Sign eins og gamlan vin og því er mjög auðvelt að búast við mikið af vatnsheldum maskara sem og eyeliner í Iðnó þann 27. nóvember. „Okkur finnst alveg æðislegt að halda uppá fyrstu plötuna okkar og mér þykir mjög vænt um að sjá hvað hún á stað í mörgum hjörtum,“ segir Ragnar Sólberg, söngvari sveitarinnar. „Settir voru 270 miðar í sölu þann fyrsta nóvember á slaginu 12:00 en 90 mínútum síðar voru þeir allir seldir og því má segja að þessir miðar hafi selst töluvert betur en heitar lummur.“ Þegar hann var spurður um miðasöluna og þann örstutta tíma sem hún stóð svaraði hann; „Við vorum búnir að ákveða fyrir fram að hafa bara eina tónleika og setja allt okkar púður í þá, það var svo mjög skemmtilegt hvað það seldist upp á stuttum tíma og erum við alveg ótrúlega þakklátir fyrir það. Við þurfum kannski stærri stað fyrir næsta afmæli.“
Tónlist X977 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira