Stjóri ensks úrvalsdeildarliðs svaf í tjaldi yfir nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2021 10:00 Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion, á hliðarlínunni í leik á móti Liverpool á Anfield. Getty/Shaun Botterill Graham Potter og þjálfarateymi hans hjá Brighton & Hove Albion fóru á dögunum sérstaka leið til að vekja athygli á stöðu heimilislausra í Brighton & Hove sem er á suðurströnd Englands. Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira
Knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins ákvað nefnilega að kynnast því á eigin skinni hvernig væri að vera heimilislaus á þessum tíma ársins. Potter, aðstoðarmaður hans Billy Reid og Bruno þjálfari aðalliðsins sváfu því úti um helgina í miðbæ Brighton & Hove. Þeir voru saman í tjaldi og markmiðið var að vekja meiri athygli á slæmri stöðu heimilislausra sem og að safna peningi fyrir málefnið. Our boss — Brighton & Hove Albion (@OfficialBHAFC) November 14, 2021 Þeir fundu sér stað fyrir utan St Peter's kirkjuna og sváfu þar aðfaranótt laugardagsins. Það var enginn leikur hjá Brighton & Hove Albion um helgina því það var landsleikjahlé. „Við fengum auðveldu útgáfuna af því að sofa við erfiðar aðstæður en það gaf okkur samt innsýn í þær áskoranir sem heimilislausir glíma við dag og nótt,“ sagði Graham Potter í viðtali við heimasíðu Brighton & Hove Albion. „Eftir að hafa fengið að þola eina svona nótt á götunni þá get ég ekki ímyndað mér hvernig væri að lifa við slíkt án þess að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér eða hvaðan næsti matartími kæmi,“ sagði Potter. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) ' „Það er fáránleg skömm síðan tengt þessu. Þetta eru margar af viðkvæmustu manneskjunum í okkar samfélagi og þau þurfa hjálp okkar og stuðning. Margir eru að glíma við sjúkdóma, slæma heilsu og það er harmþrungið að árið 2021 sé fólk enn á götunni,“ sagði Potter. Graham Potter er 46 ára gamall og hefur verið knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion frá árinu 2019. Liðið varð í fimmtánda sæti á fyrsta tímabili sínu og í sextánda sæti á síðasta tímabili. Í ár hefur liðið gert enn betur og er eins og er í sjöunda sæti með jafnmörg stig og stórstjörnulið Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Fleiri fréttir Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Sjá meira