Veður

Víða rigning en úr­komu­lítið suð­vestan­til

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu eitt til sjö stig.
Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu eitt til sjö stig. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan spáir norðaustan tíu til átján metrum á sekúndu í dag, en hægari vindi og úrkomulitlu veðri sunnan heiða.

Á vef Veðurstofunnar segir að áfram verði norðaustanátt á fimmtudag og föstudag, átta til þrettán metrar á sekúndu, en þrettán til átján norðvestantil.

Víða verður rigning, en úrkomulítið um suðvestanvert landið. Hiti á landinu verður yfirleitt á bilinu eitt til sjö stig.

Spákortið fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag: Norðaustan 10-18 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Víða rigning, einkum austanlands og norðvestantil, en úrkomulítið suðvestantil. Hiti 1 til 7 stig.

Á laugardag: Norðaustlæg átt 5-13 m/s. Rigning með köflum, einkum fyrir austan, en birtir til suðvestanlands. Hiti 0 til 6 stig yfir daginn.

Á sunnudag: Norðaustlægátt og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið sunnan- og vestanlands. Heldur kólnandi veður.

Á mánudag: Norðlæg átt og dálítlir skúrir eða él, en bjart sunnan heiða. Hiti um frostmark, en hiti 1 til 5 stig fyrir sunnan.

Á þriðjudag: Útlit fyrir norðlæga átt og stöku él norðan- og austantil, en bjart að mestu um sunnanvert landið. Víða vægt frost yfir daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×