„Þetta er um kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem barn“ Ritstjórn Albúmm.is skrifar 25. október 2021 23:15 Síðastliðið ár hefur tónlistar- og listakonan Sjana Rut unnið hörðum höndum að plötu sem er væntanleg á komandi mánuðum. Plötunni verður skipt í tvennt og kemur fyrri hlutinn út á þessu ári og síðari hlutinn eftir áramót. „Platan er um kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem barn, á fyrri hluta plötunar fer ég nánar út í ofbeldið og það ferli sem brotaþolar ganga í gegnum m.a sjálfshatrið og þá höfnun sem brotaþolar upplifa þegar þeim er ekki trúað eða sýndur stuðningur. Ég kafa djúpt í hugsanir, flóknar tilfinningar og erfiðar aðstæður og fer yfir allt það ferli sem ég er búin að ganga í gegnum. Ég geri upp fortíðina og læri að fyrirgefa sjálfri mér. En þrátt fyrir þungt efni er stór hluti plötunnar mjög aðgengilegt, en fyrst og fremst er þessi plata að endurspegla sannleikann og heiðarleika, þetta er ferlið frá byrjun til dagsins í dag. Það er ákveðin von og glettni í plötunni en ég vil samt ekki segja of mikið svo fólk tapi ekki upplifuninni þegar það hlustar á hana. Á seinni hluta plötunnar (sem kemur út á næstu ári) nálgast ég hlutina með dass af húmor og eftirvæntingu við nýjum tímum” segir Sjana Rut Þann 17.september síðastliðinn gaf Sjana út lagið Cold, en það má finna á fyrri hluta komandi plötu. Lagið Cold fjallar um það hversu kaldur gerandinn var gagnvart Sjönu en textinn segir sig svolítið sjálfur. Þetta verður önnur breiðskífan sem Sjana gefur út en sú fyrsta heitir Gull & Grjót og kom hún út í febrúar árið 2020. Þessi plata verður hins vegar á ensku. „Þetta er margbrotin og umfangsmikil plata. Þetta er líklega eitt mikilvægasta verkefni sem ég mun gefa frá mér. Með þessari plötu er ég að segja skilið við þennan kafla í lífi mínu og halda áfram. Ég er búin að leggja allt mitt í plötuna og er það mjög mikilvægt fyrir mig, og ekki síst málefnisins vegna, að platan komist langt og að sem flestir fá að heyra lögin, þá sérstaklega þolendur kynferðisofbeldis. Til þess að þetta verkefni nái til sem flestra að þá mála ég málverk við hvert einasta lag á plötunni. Ég byrjaði að mála fyrir plötuna snemma árs 2020 en var byrjuð að skipuleggja plötuna sjálfa snemma árs 2019“ - Sjana Rut. Sjana Rut samdi öll lögin ásamt textunum og vann megnið af lögunum sjálf alveg frá grunni, en upptökur voru teknar í Stúdíó Paradís og vann Sjana einnig lög þar ásamt Pálma Sigurhjartarsyni og Ásmundi Jóhannssyni. „Ég var löngu byrjuð á að pródúsera og vinna megnið af lögunum í heimastúdíóinu mínu og ætlaði mér að vinna alla plötuna ein. En ég hafði hugsað mér að fá Pálma Sigurhjartarson með mér í lið á píanóið í örfáum lögum og sem betur fer lét ég verða að því. Við tókum upp í Stúdíó Paradís þar sem Ásmundur Jóhannsson var hljóðmaður. En það gekk svo vel að vinna með þeim að ég ákvað að vinna fleiri lög í stúdíóinu með dyggum stuðningi þeirra og þá spiluðu þeir báðir á hljóðfæri á plötunni. Það varð ákveðinn léttir að komast út úr húsi í staðinn fyrir að vera einangruð heima fyrir að vinna að svona þungu verkefni. Þetta ferli varð mikið léttara á andlegu hliðina í kjölfar þess að vinna með þeim“ segir Sjana Rut að lokum. Sjana Rut á Facebook og Instagram Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið
„Platan er um kynferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem barn, á fyrri hluta plötunar fer ég nánar út í ofbeldið og það ferli sem brotaþolar ganga í gegnum m.a sjálfshatrið og þá höfnun sem brotaþolar upplifa þegar þeim er ekki trúað eða sýndur stuðningur. Ég kafa djúpt í hugsanir, flóknar tilfinningar og erfiðar aðstæður og fer yfir allt það ferli sem ég er búin að ganga í gegnum. Ég geri upp fortíðina og læri að fyrirgefa sjálfri mér. En þrátt fyrir þungt efni er stór hluti plötunnar mjög aðgengilegt, en fyrst og fremst er þessi plata að endurspegla sannleikann og heiðarleika, þetta er ferlið frá byrjun til dagsins í dag. Það er ákveðin von og glettni í plötunni en ég vil samt ekki segja of mikið svo fólk tapi ekki upplifuninni þegar það hlustar á hana. Á seinni hluta plötunnar (sem kemur út á næstu ári) nálgast ég hlutina með dass af húmor og eftirvæntingu við nýjum tímum” segir Sjana Rut Þann 17.september síðastliðinn gaf Sjana út lagið Cold, en það má finna á fyrri hluta komandi plötu. Lagið Cold fjallar um það hversu kaldur gerandinn var gagnvart Sjönu en textinn segir sig svolítið sjálfur. Þetta verður önnur breiðskífan sem Sjana gefur út en sú fyrsta heitir Gull & Grjót og kom hún út í febrúar árið 2020. Þessi plata verður hins vegar á ensku. „Þetta er margbrotin og umfangsmikil plata. Þetta er líklega eitt mikilvægasta verkefni sem ég mun gefa frá mér. Með þessari plötu er ég að segja skilið við þennan kafla í lífi mínu og halda áfram. Ég er búin að leggja allt mitt í plötuna og er það mjög mikilvægt fyrir mig, og ekki síst málefnisins vegna, að platan komist langt og að sem flestir fá að heyra lögin, þá sérstaklega þolendur kynferðisofbeldis. Til þess að þetta verkefni nái til sem flestra að þá mála ég málverk við hvert einasta lag á plötunni. Ég byrjaði að mála fyrir plötuna snemma árs 2020 en var byrjuð að skipuleggja plötuna sjálfa snemma árs 2019“ - Sjana Rut. Sjana Rut samdi öll lögin ásamt textunum og vann megnið af lögunum sjálf alveg frá grunni, en upptökur voru teknar í Stúdíó Paradís og vann Sjana einnig lög þar ásamt Pálma Sigurhjartarsyni og Ásmundi Jóhannssyni. „Ég var löngu byrjuð á að pródúsera og vinna megnið af lögunum í heimastúdíóinu mínu og ætlaði mér að vinna alla plötuna ein. En ég hafði hugsað mér að fá Pálma Sigurhjartarson með mér í lið á píanóið í örfáum lögum og sem betur fer lét ég verða að því. Við tókum upp í Stúdíó Paradís þar sem Ásmundur Jóhannsson var hljóðmaður. En það gekk svo vel að vinna með þeim að ég ákvað að vinna fleiri lög í stúdíóinu með dyggum stuðningi þeirra og þá spiluðu þeir báðir á hljóðfæri á plötunni. Það varð ákveðinn léttir að komast út úr húsi í staðinn fyrir að vera einangruð heima fyrir að vinna að svona þungu verkefni. Þetta ferli varð mikið léttara á andlegu hliðina í kjölfar þess að vinna með þeim“ segir Sjana Rut að lokum. Sjana Rut á Facebook og Instagram Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið