Skemmtilegar hugmyndir að Hrekkjavökubúningum fyrir pör eða vini Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 07:25 Olsen-systurnar, Pamela Anderson og Tommy Lee Jones og Sonny og Cher eiga öll margvísleg lúkk til að apa eftir með dúóbúning. Hrekkjavakan ógurlega er um helgina og eru eflaust einhverjir enn að klóra sér í hausnum yfir því hvaða búning skal velja. Er þetta ekki bara vesen? Það þarf nefnilega alls ekki að vera það. Á Hrekkjavökunni klæðist fólk ekki bara einhverjum hræðilegum búningum, þó svo að það sé kannski oft stemmningin. Það er allt leyfilegt og oft þarf ekki hafa mikið fyrir því að gera alveg hreint frábæran búning. Í henni Hollywood hafa pör og vinir mikið verið að klæða sig upp sem einhver þekkt dúó úr sögunni. Hvort sem það er alvöru fólk eða karakterar úr myndum. Hér fyrir neðan koma nokkrar hugmyndir fyrir þá sem vilja fara þessa leið. Hugmyndir fyrir allskonar tvennur. Hvort sem það eru bestu vinir, hjón eða elskhugar. 1. Sonny og Cher Eitt frægasta poppdúó sögunnar. Sonny og Cher skinu skært á stjörnuhimninum á sjötta áratugnum og voru þekkt fyrir að klæða sig í stíl. Síða svarta hárið var eitt stærsta einkenni Cher og bítlaklipping Sonny. HUGMYNDIR: Það ætti að vera auðvelt að klæða sig upp sem Sonny og Cher og gengur nánast hvaða hippaklæðnaður upp með smá dass af diskó. Mestu máli skiptir að fötin séu í stíl og að komast yfir réttu hárkollurnar. 2. Olsen systurnar Tvíburasysturnar, tískugyðjurnar og leikkonurnar Ashley Olsen og Mary Kate Olsen, oftast nefndar Olsen systurnar. Meðvitað, eða ekki, þá sjást þær systur oft í stíl. Þær eru með einkennandi bohem- hippastíl sem skemmtilegt er að leika eftir. HUGMYNDIR: Stór hringlaga sólgleraugu. Stórir pelsar, hárbönd, ljóst liðað hár skipt í miðju og hárbönd. Blómakjólar eða síð víð pils. Förðunin er einnig svolítið einkennismerki og eru varirnar yfirleitt lítið málaðar, næstum meikaðar en augun dökkmáluð. Húðin glansandi og náttúruleg. 3. Díana prinsessa og Charles Bretaprins Eitt frægasta ástarsamband sögunnar sem vakti jú hvað mestu athyglina fyrir ástleysið. Díana prinsessa og Charles Bretaprins. Hér er af nógu að taka. Hugmyndir: Hárið er lykilatriði, en bæði hárgreiðsla Díönu og Charles er mjög einkennandi. Það væri hægt að taka sveitarómantíkina þegar kemur að fatnaði eða reyna að við eitt af frægari dressum parsins. Bláa pilsdragtin eða svarti axlakjólinn eða eitthvað hversdagslegri klæðnaði hennar. Það ætti að vera einfalt að finna klæðnað fyrir Charles en þar er lykilatriði að skipta í veglega hliðarskiptingu. Skotapilsið, háir sokkar og V-hálsmálspeysan kæmi sterkt inn. 4. Sid Vicious og Nancy Bassaleikari Sex Pistols Sid Vicous og kærasta hans Nancy Spungen eru vafalaust eitt þekktasta punk-rokk par sögunnar. Þau voru villt, umdeild og það mætti kannski segja að sagan þeirra passi vel við Hrekkjavökuna. Hugmyndir: Nancy var oftast mikið máluð og yfirleitt með rauðan glansandi gloss, rauðan kinnalit og svartmáluð augu. Hárið ljóst og krullað með topp. Blettatígursmynstraðar flíkur og netasokkabuxur passa vel. Sid var oftar en ekki ber að ofan og í þröngum sjúskuðum leðurjakka. Það væri líka hægt að rífa hlýraboli og setja saman með öryggisnælum. Því sjúskaðra því betra. Svört stígvél, þröngar gallabuxur vel rifnar. Hárið þarf svo að vera vel gelað upp í loftið. 5. Bonnie og Clyde Bang Bang! Alvöru bófapar, hversu heppilegt á Hrekkjavökunni? Ameríska glæpaparið sem rændi banka eins og enginn væri morgundagurinn. Þau Bonnie og Clyde. Hugmyndir: Það er ágætis hugmynd að horfa á bíómyndina um þau Bonnie og Clyde til að fá smá innblástur. Fyrir Clyde væru Tweed jakkaföt, ullarvesti, hvít skyrta og hattur í raun eina sem þyrfti en svo skipta smáatriðin líka máli. Fyrir glæpakvenndið Bonnie þá eru það kvenleg snið. Ullarpils og blazerjakki í stíl eða rúllukragabolur við mittishátt þröngt pils. Alpahúfan setur svo punktinn yfir i-ið. Til að fullkomna búning Bonnie og Clyde væri hægt að vera með byssubelti, leikfangabyssur og auðvitað strigapoka fullan af peningum. 6. Edie Sedgwick og Andy Warhol Þau voru bestu vinir um tíma. Svo góðir að enginn komst þar nærri. En svo varð það búið. Saga þeirra Andy Warhol og Edie Sedwick var að mörgu leiti sorgleg. En þau voru mjög áberandi í tísku- og listaheiminum á sjöunda áratugnum og ein af stjörnum Stúdíó 54. Hugmyndir: Stutt og ljóst hár hár Edie var hennar einkennismerki, drengjakollurinn. Stíllinn var í anda Stúdíó 54 og því mikið um glamúr, glimmer, pallíettur og fjaðrir. Edie var máluð með þykkum svörtum eyeliner og ekki má gleyma fæðingarblettinum á kinn hennar. Andy var einnig með áberandi hár og oftar en ekki með gleraugu. Svört sólgleraugu eða venjuleg. Hann var yfirleitt svartklæddur, í svörtum rúllukragabol og jakka yfir. Hann hafði einnig dálæti á svokölluðum sailor-bol. Þverröndóttum hvítum og bláum. 7. Vivian og Richard úr Pretty Woman Furðulega rómantíska myndin Pretty woman náði á mjög svo óvæntan hátt að verða klassíker. Sagan af viðskiptajöfrinum Richard sem verður ástfangin af vændiskonunni Vivian. Hugmyndir: Það er auðvelt að stela stílnum hans Richards. Jakkaföt í víðari kantinum, vesti, bindi og grátt í vöngum. Þegar kemur svo að Vivian er hægt að fara nokkrar leiðir. Miðað við tískuna í dag ætti að vera auðvelt að nálgast föt til að vera djarfa Vivian sem klæddi sig í upphá leðurstígvél, þröngan stuttan hlýrakjól, opinn í magann. Toppa það með ljósri hárkollu og svartum „baker boy“ hatt. Svo væri hægt að fara í rauðan blazerjakka yfir. Dannaðri útgáfan af Vivian er kannski ekki eins einkennandi en gæti verið skemmtilegt. En þá er það sítt krullað, rautt hár, víð buxnadragt, eða jafnvel rauður galakjóll. Aftur þá væri góð hugmynd að horfa á myndina og finna sitt uppáhalds. 8. Pamela Anderson og Tommy Lee Pamelu Anderson æðið var alvöru á sínum tíma, svo mikið er víst. Annað hvort dýrkaði fólk þessa ungu og íturvöxnu Baywatch stjörnu eða elskaði að hata hana. Hvort heldur þá varð hún fljótt einhverskonar icon. Samband hennar og rokkarans Tommy Lee var eldfimt en hjónin vöktu mikla athygli hvert sem þau fóru og kunnu því ágætlega. Hugmyndir: Tommy oft á tíðum í hvítum hlýrabol þar sem húðflúrin fengu að njóta sín. Keðjur um hálsinn, göt í eyrum og ýmiskonar höfuðföt. Rokkara stemmningin sem auðvelt er að leika eftir. Fyrir Pamelu er auðvitað lykilatriði að sulla vel af brúnkremi á líkamann, ljósa síða liðaða hárið og svo því þrengri flíkur, því betri. Það sama á við lengdina á pilsum eða kjólum. Því styttra því betra. Til að toppa þetta gæti verið hugmynd að labba um með kampavínsflösku í annarri og kyssast svo reglulega blautum kossi, svona ef við á. 9. Miami Vice löggurnar Ein af þekktari lögguþáttaröðum áttunda áratugarins, Miami Vice. Löggurnar Sonny Crockett og Ricardo Tubbs böðuðu sig í pastel ljóma áttunda áratugarins á meðan þeir komu vondu köllunum inn fyrir lás og lás. Hugmyndir: Hér dugar ekkert minna en hvít eða glansandi fljólulituð jakkaföt, pastel pólobolir eða satínskyrtur og bindi. Sonny gerði axlapúðunum góð skil og auðvitað var hárið alltaf upp á tíu. 10. Fleiri skemmtileg dúó Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að því að finna skemmtileg pör fyrir búningapartý og er um að gera að láta hugmyndaflugið leika lausum hala. Hrekkjavaka Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Það þarf nefnilega alls ekki að vera það. Á Hrekkjavökunni klæðist fólk ekki bara einhverjum hræðilegum búningum, þó svo að það sé kannski oft stemmningin. Það er allt leyfilegt og oft þarf ekki hafa mikið fyrir því að gera alveg hreint frábæran búning. Í henni Hollywood hafa pör og vinir mikið verið að klæða sig upp sem einhver þekkt dúó úr sögunni. Hvort sem það er alvöru fólk eða karakterar úr myndum. Hér fyrir neðan koma nokkrar hugmyndir fyrir þá sem vilja fara þessa leið. Hugmyndir fyrir allskonar tvennur. Hvort sem það eru bestu vinir, hjón eða elskhugar. 1. Sonny og Cher Eitt frægasta poppdúó sögunnar. Sonny og Cher skinu skært á stjörnuhimninum á sjötta áratugnum og voru þekkt fyrir að klæða sig í stíl. Síða svarta hárið var eitt stærsta einkenni Cher og bítlaklipping Sonny. HUGMYNDIR: Það ætti að vera auðvelt að klæða sig upp sem Sonny og Cher og gengur nánast hvaða hippaklæðnaður upp með smá dass af diskó. Mestu máli skiptir að fötin séu í stíl og að komast yfir réttu hárkollurnar. 2. Olsen systurnar Tvíburasysturnar, tískugyðjurnar og leikkonurnar Ashley Olsen og Mary Kate Olsen, oftast nefndar Olsen systurnar. Meðvitað, eða ekki, þá sjást þær systur oft í stíl. Þær eru með einkennandi bohem- hippastíl sem skemmtilegt er að leika eftir. HUGMYNDIR: Stór hringlaga sólgleraugu. Stórir pelsar, hárbönd, ljóst liðað hár skipt í miðju og hárbönd. Blómakjólar eða síð víð pils. Förðunin er einnig svolítið einkennismerki og eru varirnar yfirleitt lítið málaðar, næstum meikaðar en augun dökkmáluð. Húðin glansandi og náttúruleg. 3. Díana prinsessa og Charles Bretaprins Eitt frægasta ástarsamband sögunnar sem vakti jú hvað mestu athyglina fyrir ástleysið. Díana prinsessa og Charles Bretaprins. Hér er af nógu að taka. Hugmyndir: Hárið er lykilatriði, en bæði hárgreiðsla Díönu og Charles er mjög einkennandi. Það væri hægt að taka sveitarómantíkina þegar kemur að fatnaði eða reyna að við eitt af frægari dressum parsins. Bláa pilsdragtin eða svarti axlakjólinn eða eitthvað hversdagslegri klæðnaði hennar. Það ætti að vera einfalt að finna klæðnað fyrir Charles en þar er lykilatriði að skipta í veglega hliðarskiptingu. Skotapilsið, háir sokkar og V-hálsmálspeysan kæmi sterkt inn. 4. Sid Vicious og Nancy Bassaleikari Sex Pistols Sid Vicous og kærasta hans Nancy Spungen eru vafalaust eitt þekktasta punk-rokk par sögunnar. Þau voru villt, umdeild og það mætti kannski segja að sagan þeirra passi vel við Hrekkjavökuna. Hugmyndir: Nancy var oftast mikið máluð og yfirleitt með rauðan glansandi gloss, rauðan kinnalit og svartmáluð augu. Hárið ljóst og krullað með topp. Blettatígursmynstraðar flíkur og netasokkabuxur passa vel. Sid var oftar en ekki ber að ofan og í þröngum sjúskuðum leðurjakka. Það væri líka hægt að rífa hlýraboli og setja saman með öryggisnælum. Því sjúskaðra því betra. Svört stígvél, þröngar gallabuxur vel rifnar. Hárið þarf svo að vera vel gelað upp í loftið. 5. Bonnie og Clyde Bang Bang! Alvöru bófapar, hversu heppilegt á Hrekkjavökunni? Ameríska glæpaparið sem rændi banka eins og enginn væri morgundagurinn. Þau Bonnie og Clyde. Hugmyndir: Það er ágætis hugmynd að horfa á bíómyndina um þau Bonnie og Clyde til að fá smá innblástur. Fyrir Clyde væru Tweed jakkaföt, ullarvesti, hvít skyrta og hattur í raun eina sem þyrfti en svo skipta smáatriðin líka máli. Fyrir glæpakvenndið Bonnie þá eru það kvenleg snið. Ullarpils og blazerjakki í stíl eða rúllukragabolur við mittishátt þröngt pils. Alpahúfan setur svo punktinn yfir i-ið. Til að fullkomna búning Bonnie og Clyde væri hægt að vera með byssubelti, leikfangabyssur og auðvitað strigapoka fullan af peningum. 6. Edie Sedgwick og Andy Warhol Þau voru bestu vinir um tíma. Svo góðir að enginn komst þar nærri. En svo varð það búið. Saga þeirra Andy Warhol og Edie Sedwick var að mörgu leiti sorgleg. En þau voru mjög áberandi í tísku- og listaheiminum á sjöunda áratugnum og ein af stjörnum Stúdíó 54. Hugmyndir: Stutt og ljóst hár hár Edie var hennar einkennismerki, drengjakollurinn. Stíllinn var í anda Stúdíó 54 og því mikið um glamúr, glimmer, pallíettur og fjaðrir. Edie var máluð með þykkum svörtum eyeliner og ekki má gleyma fæðingarblettinum á kinn hennar. Andy var einnig með áberandi hár og oftar en ekki með gleraugu. Svört sólgleraugu eða venjuleg. Hann var yfirleitt svartklæddur, í svörtum rúllukragabol og jakka yfir. Hann hafði einnig dálæti á svokölluðum sailor-bol. Þverröndóttum hvítum og bláum. 7. Vivian og Richard úr Pretty Woman Furðulega rómantíska myndin Pretty woman náði á mjög svo óvæntan hátt að verða klassíker. Sagan af viðskiptajöfrinum Richard sem verður ástfangin af vændiskonunni Vivian. Hugmyndir: Það er auðvelt að stela stílnum hans Richards. Jakkaföt í víðari kantinum, vesti, bindi og grátt í vöngum. Þegar kemur svo að Vivian er hægt að fara nokkrar leiðir. Miðað við tískuna í dag ætti að vera auðvelt að nálgast föt til að vera djarfa Vivian sem klæddi sig í upphá leðurstígvél, þröngan stuttan hlýrakjól, opinn í magann. Toppa það með ljósri hárkollu og svartum „baker boy“ hatt. Svo væri hægt að fara í rauðan blazerjakka yfir. Dannaðri útgáfan af Vivian er kannski ekki eins einkennandi en gæti verið skemmtilegt. En þá er það sítt krullað, rautt hár, víð buxnadragt, eða jafnvel rauður galakjóll. Aftur þá væri góð hugmynd að horfa á myndina og finna sitt uppáhalds. 8. Pamela Anderson og Tommy Lee Pamelu Anderson æðið var alvöru á sínum tíma, svo mikið er víst. Annað hvort dýrkaði fólk þessa ungu og íturvöxnu Baywatch stjörnu eða elskaði að hata hana. Hvort heldur þá varð hún fljótt einhverskonar icon. Samband hennar og rokkarans Tommy Lee var eldfimt en hjónin vöktu mikla athygli hvert sem þau fóru og kunnu því ágætlega. Hugmyndir: Tommy oft á tíðum í hvítum hlýrabol þar sem húðflúrin fengu að njóta sín. Keðjur um hálsinn, göt í eyrum og ýmiskonar höfuðföt. Rokkara stemmningin sem auðvelt er að leika eftir. Fyrir Pamelu er auðvitað lykilatriði að sulla vel af brúnkremi á líkamann, ljósa síða liðaða hárið og svo því þrengri flíkur, því betri. Það sama á við lengdina á pilsum eða kjólum. Því styttra því betra. Til að toppa þetta gæti verið hugmynd að labba um með kampavínsflösku í annarri og kyssast svo reglulega blautum kossi, svona ef við á. 9. Miami Vice löggurnar Ein af þekktari lögguþáttaröðum áttunda áratugarins, Miami Vice. Löggurnar Sonny Crockett og Ricardo Tubbs böðuðu sig í pastel ljóma áttunda áratugarins á meðan þeir komu vondu köllunum inn fyrir lás og lás. Hugmyndir: Hér dugar ekkert minna en hvít eða glansandi fljólulituð jakkaföt, pastel pólobolir eða satínskyrtur og bindi. Sonny gerði axlapúðunum góð skil og auðvitað var hárið alltaf upp á tíu. 10. Fleiri skemmtileg dúó Það eru endalausir möguleikar þegar kemur að því að finna skemmtileg pör fyrir búningapartý og er um að gera að láta hugmyndaflugið leika lausum hala.
Hrekkjavaka Mest lesið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Hjón um makaskipti: „Swingið gerði gott hjónaband ennþá betra“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Þvílík gredda í loftinu og skilnaðarhrina framundan Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Íslensk kona segir frá swing-senunni og fjölástum í Reykjavík Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira