Heimsmeistararnir fóru örugglega í gegnum átta liða úrslitin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. október 2021 22:45 Ríkjandi heimsmeistarar í DWG KIA hafa ekki enn tapað leik. Lance Skundrich/Riot Games Inc. via Getty Images Ríkjandi heimsmeistarar DWG KIA tryggðu sig örugglega inn í undanúrslit Heimsmeistaramótsins í League of Legends með 3-0 sigri gegn evrópska liðinu MAD Lions í dag. Fyrsti leikur liðanna náði aldrei að verða spennandi. Eftir að liðin höfðu fylgst nokkuð vel að fyrstu tíu mínútur leiksins tóku liðsmenn DWG KIA öll völd og tæpum tuttugu mínútum síðar var staðan orðin 1-0, heimsmeisturunum í vil. PURE DOMINANCE:@DWGKIA win game 1! #Worlds2021 pic.twitter.com/ihXpi8fnV4— LoL Esports (@lolesports) October 24, 2021 Önnur viðureign liðanna bauð upp á mun meiri spennu en sú fyrsta og eftir aðeins fimm mínútna leik höfðu liðsmenn MAD Lions náð örlitlu forskoti. Þeir héldu áfram að byggja ofan á forystu sína og tíu mínútum síðar höfðu þeir náð að vinna upp nokkuð afgerandi forystu. MAD Lions var með yfirhöndina lengi vel, en ríkjandi heimsmeistarar sýndu mikla þolinmæði. Eftir hálftíma leik skilaði þessi þolinmæði sér loksins og á einu augnabliki snérist leikurinn algjörlega við. Fimm mínútum síðar þrömmuðu liðsmenn DWG KIA þvert yfir kortið og staðan var orðin 2-0. WHAT A COMEBACK:@DWGKIA move to match point! #Worlds2021 pic.twitter.com/JyZaNna0Ka— LoL Esports (@lolesports) October 24, 2021 Heimsmeistararnir mættu svo mun ákveðnari til leiks í þriðju viðureign dagsins og náðu afgerandi forystu snemma. Í rauninni virtist aldrei spurning um hvorum megin sigurinn myndi enda, þrátt fyrir heiðarlega tilraun DWG KIA til að kasta leiknum frá sér eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Þá var forysta þeirra þó orðin svo mikil að það kom ekki að sök, og liðið kláraði nokkuð öruggan sigur. DWG KIA er því á leið í undanúrslitin þar sem að gamla stórveldið T1 bíður þeirra. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa spilað ótrúlega vel á mótinu hingað til og hafa enn ekki tapað leik. 9-0 ✅ pic.twitter.com/Ll4Kbdz5vy— LoL Esports (@lolesports) October 24, 2021 Átta liða úrslitin klárast á morgun þegar Gen.G og Cloud9 eigast við og berjast um seinasta lausa sætið í undanúrslitum. Líkt og áður hefst bein útsending á Stöð 2 eSport klukkan 12:00. Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Edward Gaming í undanúrslit eftir oddaleik Edward Gaming og Royal Never Give Up áttust við í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag. Viðureignin fór alla leið í oddaleik þar sem Edward Gaming hafði betur. 23. október 2021 22:46 T1 tryggði sig örugglega inn í undanúrslitin Kóreska liðið T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. Gamla stórveldið mætti Hanwha Life og vann allar þrjár viðureignir dagsins nokkuð örugglega. 22. október 2021 23:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn
Fyrsti leikur liðanna náði aldrei að verða spennandi. Eftir að liðin höfðu fylgst nokkuð vel að fyrstu tíu mínútur leiksins tóku liðsmenn DWG KIA öll völd og tæpum tuttugu mínútum síðar var staðan orðin 1-0, heimsmeisturunum í vil. PURE DOMINANCE:@DWGKIA win game 1! #Worlds2021 pic.twitter.com/ihXpi8fnV4— LoL Esports (@lolesports) October 24, 2021 Önnur viðureign liðanna bauð upp á mun meiri spennu en sú fyrsta og eftir aðeins fimm mínútna leik höfðu liðsmenn MAD Lions náð örlitlu forskoti. Þeir héldu áfram að byggja ofan á forystu sína og tíu mínútum síðar höfðu þeir náð að vinna upp nokkuð afgerandi forystu. MAD Lions var með yfirhöndina lengi vel, en ríkjandi heimsmeistarar sýndu mikla þolinmæði. Eftir hálftíma leik skilaði þessi þolinmæði sér loksins og á einu augnabliki snérist leikurinn algjörlega við. Fimm mínútum síðar þrömmuðu liðsmenn DWG KIA þvert yfir kortið og staðan var orðin 2-0. WHAT A COMEBACK:@DWGKIA move to match point! #Worlds2021 pic.twitter.com/JyZaNna0Ka— LoL Esports (@lolesports) October 24, 2021 Heimsmeistararnir mættu svo mun ákveðnari til leiks í þriðju viðureign dagsins og náðu afgerandi forystu snemma. Í rauninni virtist aldrei spurning um hvorum megin sigurinn myndi enda, þrátt fyrir heiðarlega tilraun DWG KIA til að kasta leiknum frá sér eftir rúmlega tuttugu mínútna leik. Þá var forysta þeirra þó orðin svo mikil að það kom ekki að sök, og liðið kláraði nokkuð öruggan sigur. DWG KIA er því á leið í undanúrslitin þar sem að gamla stórveldið T1 bíður þeirra. Heimsmeistararnir í DWG KIA hafa spilað ótrúlega vel á mótinu hingað til og hafa enn ekki tapað leik. 9-0 ✅ pic.twitter.com/Ll4Kbdz5vy— LoL Esports (@lolesports) October 24, 2021 Átta liða úrslitin klárast á morgun þegar Gen.G og Cloud9 eigast við og berjast um seinasta lausa sætið í undanúrslitum. Líkt og áður hefst bein útsending á Stöð 2 eSport klukkan 12:00.
Rafíþróttir League of Legends Tengdar fréttir Edward Gaming í undanúrslit eftir oddaleik Edward Gaming og Royal Never Give Up áttust við í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag. Viðureignin fór alla leið í oddaleik þar sem Edward Gaming hafði betur. 23. október 2021 22:46 T1 tryggði sig örugglega inn í undanúrslitin Kóreska liðið T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. Gamla stórveldið mætti Hanwha Life og vann allar þrjár viðureignir dagsins nokkuð örugglega. 22. október 2021 23:01 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn
Edward Gaming í undanúrslit eftir oddaleik Edward Gaming og Royal Never Give Up áttust við í átta liða úrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends í dag. Viðureignin fór alla leið í oddaleik þar sem Edward Gaming hafði betur. 23. október 2021 22:46
T1 tryggði sig örugglega inn í undanúrslitin Kóreska liðið T1 varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Heimsmeistaramótsins í League of Legends sem haldið er í Laugardalshöll. Gamla stórveldið mætti Hanwha Life og vann allar þrjár viðureignir dagsins nokkuð örugglega. 22. október 2021 23:01