Efla tæknilega innviði og hjálparstarf í Afríku Heimsljós 22. október 2021 13:10 Anton heldur sýnikennslu í vefumsjón fyrir starfsfólk Rauða krossins í Síerra Leóne. Verkefnið nýtur fjárstuðnings íslenskra stjórnvalda en fyrirtækin Íslandsbanki, Reiknistofa bankanna og ST2 styðja það einnig. Upplýsingatæknifyrirtækið Origo er nýr samstarfsaðili Rauða krossins í verkefninu „Brúun hins stafræna bils“ sem miðar að því að efla getu afrískra landsfélaga Rauða kross hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Fjárfesting í slíkri uppbyggingu stóreykur getu landsfélaga til að framkvæma hjálparstarf með meiri skilvirkni og hagkvæmni að því er segir í frétt Rauða krossins. Verkefnið nýtur fjárstuðnings íslenskra stjórnvalda en fyrirtækin Íslandsbanki, Reiknistofa bankanna og ST2 styðja það einnig og veita því tæknilegan stuðning með þátttöku starfsfólks sem býr yfir sérþekkingu á fjölbreyttum sviðum í upplýsinga- og samskiptatækni. Guðný Nielsen, verkfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segir mörg landsfélög Rauða krossins í Afríku búa við mjög bágan kost og reiði sig á gamla og jafnvel úrelta tækni, „Þannig að tækifærin til að stórefla árangur og gera landsfélögin betur í stakk búin fyrir miklar framtíðaráskoranir eru í raun óteljandi. Það er mjög spennandi að taka þátt í slíkri uppbyggingu. Bæði fyrir okkur en ekki síst íslensk fyrirtæki sem búa yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði og hafa hér tækifæri til þess að virkja þessa þekkingu utan landssteinanna, í sumum af fátækustu ríkjum heims,“ segir Guðný á vef Rauða krossins. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að hraði sjálfbærrar þróunar sé of hægur og hvatt einkageirann til að vera drifkraftur í þeirri vegferð. Það gera sömuleiðis íslensk stjórnvöld sem fyrir nokkrum árum settu á fót sérstakan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem nú ber heitið Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og heilsu-og vellíðan fólks Guðrún Svava Kristinssdóttir sér um samræmingu samfélagslegrar ábyrgðar hjá Origo og segir fyrirtækið leita leiða til þess að styðja við góð málefni hvar sem þau finnast, hvort sem það er í þágu viðskiptavina eða góðgerðarstarf. „Origo vinnur að þróun lausna sem leitast við að bæta samfélagið. Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og heilsu-og vellíðan fólks. Má sem dæmi nefna heilbrigðislausnir Origo sem beita sér að því að bæta upplifun og þjónustu innan heilbrigðiskefisins, einnig Timian innkaupakerfið sem sýnir kolefnisspor vara í innkaupum og Justly Pay – hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að komast í gegnum jafnlaunavottun með stafrænum hætti. Við trúum á opna þekkingu, frjálsa dreifingu hugmynda og hugvits og að með því að deila sem mestri þekkingu milli fólks leiði hún til samlegðaráhrifa í uppbyggingu betra samfélags fyrir alla“, segir Guðrún Svava við Rauða krossinn. Origo tekur meðal annars mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og styður sérstaklega við fjögur heimsmarkmið; 5, jafnrétti kynjanna, 9, nýsköpun og uppbygging, 12, ábyrg neysla og 13, aðgerðir í loftslagsmálum. „Þetta samstarfsverkefni við Rauða krossinn vinnur einmitt meðal annars að heimsmarkmiðum 5 og 9 svo það passar einstaklega vel við okkar markmið.“ Lítil verk gleðja Anton Stefánsson, vefforritari hjá Origo, hefur verið í hvað mestu samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og hefur í störfum sínum aðstoðað landsfélagið við að halda úti og uppfæra vefsíðu sína. Starfsfólk Origo „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði í þessu frábæra samstarfi var hvað ég gat í raun hjálpað rosalega mikið með því einfaldlega að deila minni þekkingu,“ segir Anton. „Undanfarna mánuði hef ég verið að funda með starfsfólki Rauða krossins í Sierra Leone á Teams og hjálpaði þeim við að uppfæra vefsíðuna þeirra og eitt af mínum fyrstu verkum var sýna þeim hvernig þau gátu uppfært hlekk í fæti á vefsíðunni sem hafði vísað inná ranga Facebook síðu í dágóðan tíma. Þetta litla verk gerði þau strax svo glöð og ég fann fyrir svo miklu þakklæti,“ segir Anton. Brúun hins stafræna bils er langtímaverkefni Rauða krossins sem hófst árið 2013 og mun halda áfram næstu árin, með stuðningi stjórnvalda og fyrirtækja, segir í frétt Rauða krossins. Fréttina í heild sinni má lesa á vef Rauða krossins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent
Upplýsingatæknifyrirtækið Origo er nýr samstarfsaðili Rauða krossins í verkefninu „Brúun hins stafræna bils“ sem miðar að því að efla getu afrískra landsfélaga Rauða kross hreyfingarinnar í upplýsinga- og samskiptatækni. Fjárfesting í slíkri uppbyggingu stóreykur getu landsfélaga til að framkvæma hjálparstarf með meiri skilvirkni og hagkvæmni að því er segir í frétt Rauða krossins. Verkefnið nýtur fjárstuðnings íslenskra stjórnvalda en fyrirtækin Íslandsbanki, Reiknistofa bankanna og ST2 styðja það einnig og veita því tæknilegan stuðning með þátttöku starfsfólks sem býr yfir sérþekkingu á fjölbreyttum sviðum í upplýsinga- og samskiptatækni. Guðný Nielsen, verkfræðingur og verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, segir mörg landsfélög Rauða krossins í Afríku búa við mjög bágan kost og reiði sig á gamla og jafnvel úrelta tækni, „Þannig að tækifærin til að stórefla árangur og gera landsfélögin betur í stakk búin fyrir miklar framtíðaráskoranir eru í raun óteljandi. Það er mjög spennandi að taka þátt í slíkri uppbyggingu. Bæði fyrir okkur en ekki síst íslensk fyrirtæki sem búa yfir mikilli sérþekkingu á þessu sviði og hafa hér tækifæri til þess að virkja þessa þekkingu utan landssteinanna, í sumum af fátækustu ríkjum heims,“ segir Guðný á vef Rauða krossins. António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur varað við því að hraði sjálfbærrar þróunar sé of hægur og hvatt einkageirann til að vera drifkraftur í þeirri vegferð. Það gera sömuleiðis íslensk stjórnvöld sem fyrir nokkrum árum settu á fót sérstakan samstarfssjóð við atvinnulífið um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem nú ber heitið Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu með það að markmiði að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims. Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og heilsu-og vellíðan fólks Guðrún Svava Kristinssdóttir sér um samræmingu samfélagslegrar ábyrgðar hjá Origo og segir fyrirtækið leita leiða til þess að styðja við góð málefni hvar sem þau finnast, hvort sem það er í þágu viðskiptavina eða góðgerðarstarf. „Origo vinnur að þróun lausna sem leitast við að bæta samfélagið. Upplýsingatækni mun gegna stóru hlutverki þegar kemur að jafnrétti kynjanna, umhverfismálum og heilsu-og vellíðan fólks. Má sem dæmi nefna heilbrigðislausnir Origo sem beita sér að því að bæta upplifun og þjónustu innan heilbrigðiskefisins, einnig Timian innkaupakerfið sem sýnir kolefnisspor vara í innkaupum og Justly Pay – hugbúnaður sem hjálpar fyrirtækjum að komast í gegnum jafnlaunavottun með stafrænum hætti. Við trúum á opna þekkingu, frjálsa dreifingu hugmynda og hugvits og að með því að deila sem mestri þekkingu milli fólks leiði hún til samlegðaráhrifa í uppbyggingu betra samfélags fyrir alla“, segir Guðrún Svava við Rauða krossinn. Origo tekur meðal annars mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum og styður sérstaklega við fjögur heimsmarkmið; 5, jafnrétti kynjanna, 9, nýsköpun og uppbygging, 12, ábyrg neysla og 13, aðgerðir í loftslagsmálum. „Þetta samstarfsverkefni við Rauða krossinn vinnur einmitt meðal annars að heimsmarkmiðum 5 og 9 svo það passar einstaklega vel við okkar markmið.“ Lítil verk gleðja Anton Stefánsson, vefforritari hjá Origo, hefur verið í hvað mestu samstarfi við Rauða krossinn í Sierra Leone og hefur í störfum sínum aðstoðað landsfélagið við að halda úti og uppfæra vefsíðu sína. Starfsfólk Origo „Það sem kom mér mest á óvart þegar ég byrjaði í þessu frábæra samstarfi var hvað ég gat í raun hjálpað rosalega mikið með því einfaldlega að deila minni þekkingu,“ segir Anton. „Undanfarna mánuði hef ég verið að funda með starfsfólki Rauða krossins í Sierra Leone á Teams og hjálpaði þeim við að uppfæra vefsíðuna þeirra og eitt af mínum fyrstu verkum var sýna þeim hvernig þau gátu uppfært hlekk í fæti á vefsíðunni sem hafði vísað inná ranga Facebook síðu í dágóðan tíma. Þetta litla verk gerði þau strax svo glöð og ég fann fyrir svo miklu þakklæti,“ segir Anton. Brúun hins stafræna bils er langtímaverkefni Rauða krossins sem hófst árið 2013 og mun halda áfram næstu árin, með stuðningi stjórnvalda og fyrirtækja, segir í frétt Rauða krossins. Fréttina í heild sinni má lesa á vef Rauða krossins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent