Mercedes-AMG One er loksins staðfestur á næsta ári Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. október 2021 07:00 Mercedes-AMG One og Formúlu 1 bíll Mercedes liðsins. Loksins hefur Mercedes-AMG staðfest að One, bíllinn er væntanlegur á næsta ári. Komu bílsins hefur ítrekað verið frestað en nú er hann stað. One er innblásinn af Formúlu 1 bíl Mercedes AMG liðsins, sem er eitt það sigursælasta í sögu Formúlu 1. Mercedes hafði þegar sagt opinberlega að bíllinn kæmi á þessu ári. Tafir hafa orðið á afhendingu og framleiðslu bílsins. Mercedes hefur enn ekki staðfest hvar bíllinn verður framleiddur. Væntanlega verða vélarnar smíðaðar í Brixworth þar sem Mercedes smíðar Formúlu 1 vélar sínar. Mercedes-AMG One Vélin í One verður 1,6 lítra V6 með forþjöppu og fjórum rafmóturum. Einn þeirra snýr forþjöppunni til að hún sé ávallt til taks. Annar þeirra situr á milli vélarinnar og sveifarhússins og hinir tveir sjá um sitthvort framhjólið. Bíllinn er rúm 1000 hestöfl, hann er með hámarkshraða upp á 350 km/klst. og hann er innan við sex sekúndur í 200 km/klst. úr kyrrstöðu. Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent
Mercedes hafði þegar sagt opinberlega að bíllinn kæmi á þessu ári. Tafir hafa orðið á afhendingu og framleiðslu bílsins. Mercedes hefur enn ekki staðfest hvar bíllinn verður framleiddur. Væntanlega verða vélarnar smíðaðar í Brixworth þar sem Mercedes smíðar Formúlu 1 vélar sínar. Mercedes-AMG One Vélin í One verður 1,6 lítra V6 með forþjöppu og fjórum rafmóturum. Einn þeirra snýr forþjöppunni til að hún sé ávallt til taks. Annar þeirra situr á milli vélarinnar og sveifarhússins og hinir tveir sjá um sitthvort framhjólið. Bíllinn er rúm 1000 hestöfl, hann er með hámarkshraða upp á 350 km/klst. og hann er innan við sex sekúndur í 200 km/klst. úr kyrrstöðu.
Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent