Bíó og sjónvarp

Pallborðið: Er James Bond orðinn of mjúkur?

Birgir Olgeirsson skrifar
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Þórarinn Þórarinsson og Tómas Valgeirsson eru gestir Pallborðsins að þessu sinni.
Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, Þórarinn Þórarinsson og Tómas Valgeirsson eru gestir Pallborðsins að þessu sinni. vísir/ragnar

Nýjasta James Bond-myndin hefur verið í sýningum í kvikmyndahúsum landsins í tæpa viku.

 Sitt sýnist hverjum um ágæti hennar og virðist fólk skiptast í tvær fylkingar um þennan dáða njósnara sem hefur verið eitt þekktasta vörumerki heimsins í tæp 60 ár.

Í Pallborði dagsins verður nýjasta myndin tekin fyrir og munu álitsgjafar segja frá því hvað þeim finnst um myndina og fara yfir þær breytingar sem hafa orðið á karakternum í gegnum árin, eru þær góðar eða slæmar?

Tekið skal fram að þeir sem eiga eftir að sjá myndina ættu að varast að horfa á þennan Pallborðs-þátt því söguþráður nýjustu myndarinnar, No Time Do Die, verður til umræðu sem gæti skemmt upplifun þeirra sem vilja sjá myndina án þess vita nokkuð um framvindu sögunnar.

Þeir sem skipa Pallborðið þetta skiptið eru Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, prestur, fornleifafræðingur og leiðsögumaður, sem var dómari í Gettu betur áður fyrr en umfram allt er Ragnheiður Erla einn helsti James Bond-aðdáandi Íslands og með sterkar skoðanir um þessa sögupersónu.

Með henni verða Þórarinn Þórarinsson menningarblaðamaður á Fréttablaðinu og Tómas Valgeirsson kvikmyndarýnir og blaðamaður hjá 24.is. Þátturinn er sýndur á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi og er hægt að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. 

Uppfært: Hér að neðan má sjá Pallborðið í heild sinni.

Klippa: Pallborðið - James Bond





Fleiri fréttir

Sjá meira


×