Samdi lagið í kjölfar me too frásagnanna Ritstjórn Albúmm.is skrifar 6. október 2021 18:31 Tónlistarkonan MIMRA gaf út lagið Sister nú á dögunum. Lagið er fyrsta smáskífan af væntanlegri stuttskífu sem lítur dagsins ljós snemma á næsta ári. Platan er unnin með og af Stefáni Erni Gunnlaugssyni og koma nokkrir frábærir tónlistarmenn þar við sögu líka. „Á plötunni má finna lög sem ég samdi á árunum 2017-18, þá nýflutt heim til Íslands eftir sex ára dvöl í námi erlendis. Rótleysi og ég svolítið að reyna að finna minn stað fær svolítið að skína í gegn í lögunum. En platan mun einmitt bera heitið Finding Place.“ „Sister er lag sem ég samdi beint í kjölfar me too frásagnanna árið 2017 sem flæddu um netheima og snertu mig djúpt. Sister er þannig samstöðulag.“ Eins og áður fer MIMRA ekki troðnar slóðir í tónsköpun. „Það kemur bara það sem kemur hverju sinni, í þetta sinn er tónlistin dekkri og meira í átt að cinematic poppi undir jazzáhrifum. Byrjar með mjúku felt píanói en fer út í næstum orchestral kafla og flæðir svo áfram.“ Um production og flestan hljóðfæraleik sá Stefán Örn Gunnlaugsson, oft kallaður Stebbi Íkorni. MIMRA er tónlistarsjálf Maríu Magnúsdóttur sem söng og spilaði á píanó ásamt því að vera höfundur lags og texta. Magnús Trygvason Elíassen sá um trommuleik og Sylvía Hlynsdóttir spilaði á trompet. Einnig var María nýlega gestur í hlaðvarpsþáttunum Snæbjörn talar við fólk. Hér má hlýða á það viðtal fyrir áhugasama, hlustaðu HÉR Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið
Platan er unnin með og af Stefáni Erni Gunnlaugssyni og koma nokkrir frábærir tónlistarmenn þar við sögu líka. „Á plötunni má finna lög sem ég samdi á árunum 2017-18, þá nýflutt heim til Íslands eftir sex ára dvöl í námi erlendis. Rótleysi og ég svolítið að reyna að finna minn stað fær svolítið að skína í gegn í lögunum. En platan mun einmitt bera heitið Finding Place.“ „Sister er lag sem ég samdi beint í kjölfar me too frásagnanna árið 2017 sem flæddu um netheima og snertu mig djúpt. Sister er þannig samstöðulag.“ Eins og áður fer MIMRA ekki troðnar slóðir í tónsköpun. „Það kemur bara það sem kemur hverju sinni, í þetta sinn er tónlistin dekkri og meira í átt að cinematic poppi undir jazzáhrifum. Byrjar með mjúku felt píanói en fer út í næstum orchestral kafla og flæðir svo áfram.“ Um production og flestan hljóðfæraleik sá Stefán Örn Gunnlaugsson, oft kallaður Stebbi Íkorni. MIMRA er tónlistarsjálf Maríu Magnúsdóttur sem söng og spilaði á píanó ásamt því að vera höfundur lags og texta. Magnús Trygvason Elíassen sá um trommuleik og Sylvía Hlynsdóttir spilaði á trompet. Einnig var María nýlega gestur í hlaðvarpsþáttunum Snæbjörn talar við fólk. Hér má hlýða á það viðtal fyrir áhugasama, hlustaðu HÉR Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið