400 Tesla bifreiðar nýskráðar í september Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2021 07:01 Tesla Model Y. Tesla var með langflestar nýskráningar í september, 400 talsins og skiptust þannig að Model Y var með 284 nýskráningar og Model 3 með 116. Næsti framleiðandi var Kia með 146 nýskráningar. Þar á eftir kemur Hyundai með 142 nýskráningar samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Kia Niro var þriðja mest nýskráða undirtegundin með 52 eintök nýskráð. Hyundai i20 var í fjórða sæti með 51 eintak nýskráð. Model Y er nú orðinn níunda mest selda undirtegund ársins, með 306 eintök nýskráð. Afhendingar á bílnum hófust ekki fyrr en í ágúst, sem gerir árangurinn eftirtektarverðan. Spurning hvort Model Y takist að verða vinsælasti bíll ársins. Nýskráningar eftir tegund.Skjáskot Orkugjafar Rafmagn er lang vinsælasti orkugjafinn þegar kom að nýskráðum ökutækjum í september. Hreinir rafbílar voru 653 á móti 202 bensínbílum og 202 tengiltvinnbílum sem ganga fyrir bensíni á móti rafmagni. Hreinir dísel bílar voru svo í fjórða sæti með 163 nýskráningar. Vistvænir bílar voru því 961 á móti 365 hreinum sprengihreyfilsbílum. Vistvænir hafa því talsverða yfirburði þennan mánuðinn. Vélarlausir eru 71. Nýskráningar eftir undirtegund.Skjáskot Heildar nýskráningar Alls voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september. Það er aukning um 294 eintök á milli mánaða eða 26,7%. Alls voru nýskráð 1443 ökutæki í september í fyrra, munurinn á milli ára er því ekki mikill, fækkun um 46 eintök á milli ára. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent
Kia Niro var þriðja mest nýskráða undirtegundin með 52 eintök nýskráð. Hyundai i20 var í fjórða sæti með 51 eintak nýskráð. Model Y er nú orðinn níunda mest selda undirtegund ársins, með 306 eintök nýskráð. Afhendingar á bílnum hófust ekki fyrr en í ágúst, sem gerir árangurinn eftirtektarverðan. Spurning hvort Model Y takist að verða vinsælasti bíll ársins. Nýskráningar eftir tegund.Skjáskot Orkugjafar Rafmagn er lang vinsælasti orkugjafinn þegar kom að nýskráðum ökutækjum í september. Hreinir rafbílar voru 653 á móti 202 bensínbílum og 202 tengiltvinnbílum sem ganga fyrir bensíni á móti rafmagni. Hreinir dísel bílar voru svo í fjórða sæti með 163 nýskráningar. Vistvænir bílar voru því 961 á móti 365 hreinum sprengihreyfilsbílum. Vistvænir hafa því talsverða yfirburði þennan mánuðinn. Vélarlausir eru 71. Nýskráningar eftir undirtegund.Skjáskot Heildar nýskráningar Alls voru nýskráð 1397 ný ökutæki í september. Það er aukning um 294 eintök á milli mánaða eða 26,7%. Alls voru nýskráð 1443 ökutæki í september í fyrra, munurinn á milli ára er því ekki mikill, fækkun um 46 eintök á milli ára.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent