Rjúpnaveiðin hefst 1. nóvember Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2021 14:09 Rjúpa Það er mikill fjöldi skotveiðimanna og kvenna sem bíður með mikilli tilhlökkun eftir því að rjúpnaveiðar hefjist. Rjúpnaveiðar er líklega vinsælasta skotveiðin á landinu og það styttist hratt í að fyrsti veiðidagurinn renni upp. Árið 2021 er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili en þessari breytingu var vel tekið þegar hún var sett á og hefur þegar sannað gildi sitt. Skyttur fara síður út í hvaða veðri sem er og að sama skapi hafa kannanir sýnt að rjúpnaskyttur veiða í hófi og hætta veiðum þegar jólamatnum er náð, með einhverjum undantekningum þó. Þegar breytingar á veiðidögum voru settar dreifðist veiðálag á vinsælum svæðum betur sem og að fleiri voru tilbúnir til að fara út fyrir þægindarammann og prófa ný svæði. Stór hluti af þeirri upplifun sem rjúpnaveiðar eru er að njóta náttúrunnar og ganga á fjöll og heiðar. Undirritaður bíður eins og fleiri spenntur eftir fyrsta degi rjúpnaveiða. Skotveiði Mest lesið Hítará fer í útboð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn Veiði
Rjúpnaveiðar er líklega vinsælasta skotveiðin á landinu og það styttist hratt í að fyrsti veiðidagurinn renni upp. Árið 2021 er heimilt að veiða rjúpu frá og með 1. nóvember til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili en þessari breytingu var vel tekið þegar hún var sett á og hefur þegar sannað gildi sitt. Skyttur fara síður út í hvaða veðri sem er og að sama skapi hafa kannanir sýnt að rjúpnaskyttur veiða í hófi og hætta veiðum þegar jólamatnum er náð, með einhverjum undantekningum þó. Þegar breytingar á veiðidögum voru settar dreifðist veiðálag á vinsælum svæðum betur sem og að fleiri voru tilbúnir til að fara út fyrir þægindarammann og prófa ný svæði. Stór hluti af þeirri upplifun sem rjúpnaveiðar eru er að njóta náttúrunnar og ganga á fjöll og heiðar. Undirritaður bíður eins og fleiri spenntur eftir fyrsta degi rjúpnaveiða.
Skotveiði Mest lesið Hítará fer í útboð Veiði Mikið vatn en góður sprettur í Laxá í Leirársveit Veiði Líklega besta stórlaxasvæði landsins Veiði Voru við veiðar í Tungulæk þegar gosið hófst Veiði Fyrstu laxarnir sjást í Langá Veiði Ofurdýravinur smyglar sér inn í hóp skotveiðimanna á Facebook Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði Kvikmyndahátíð veiðimanna RISE á laugardaginn Veiði