Legó styrkir UNICEF um níu milljarða til að dreifa bóluefni Heimsljós 29. september 2021 10:19 UNICEF Með styrknum verður LEGO Foundation stærsti styrktaraðili UNICEF í þessum verkefnum úr hópi einkaaðila. LEGO Foundation hefur tilkynnt um 70 milljóna dala styrk til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vegna verkefna stofnunarinnar innan COVAX-samstarfsins og ACT-A. Með styrknum, sem jafngildir ríflega 9 milljörðum króna, verður LEGO Foundation stærsti styrktaraðili UNICEF í þessum verkefnum úr hópi einkaaðila. Framlagið er hluti af loforði sjóðsins um að leggja 150 milljónir dala til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra vegna heimsfaraldurs COVID-19 um allan heim. Í frétt frá UNICEF segir að framlagið muni flýta mjög fyrir bólusetningu á framlínustarfsmönnum á borð við heilbrigðisstarfsmönnum, kennurum og forráðamönnum barna. „Síðustu átján mánuði hefur líf milljóna barna um allan heim verið sett á bið vegna heimsfaraldursins,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Börn, líkt og við hin, vilja endurheimta venjulegt líf sitt. UNICEF trúir því að með jafnt aðgengi allra að bóluefni við COVID-19 sé öruggasta leiðin fyrir allar þjóðir út úr þessum heimsfaraldri. Við erum afar þakklát Lego Foundation fyrir að deila þeirri bjargföstu trú okkar og vonum að rausnarlegur stuðningur þeirra verði öðrum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum innblástur.“ Eins og staðan er í dag hafa 5,8 milljarðar bóluefnaskammta verið gefnir um allan heim. Aðeins tvö prósent þeirra hafa farið til Afríku. Fjármagnið frá Lego Foundation mun nýtast til að styðja við dreifingu UNICEF á bóluefnum og aðstoð við framkvæmd fullbólusetningar 14 milljóna einstaklinga við eðlilegar aðstæður, og rúmlega 10 milljónir einstaklinga sem búa við mannúðarkrísu. „Framlag okkar byggir á kjarnagildum Lego Foundation um að finna skapandi lausnir á erfiðum áskorunum, huga að börnum og samfélögum þeirra og í krafti samstarfs að taka á vandamálum og tækifærum sem stafa af heimsfaraldri COVID-19,“ segir Anne-Birgitte Albrectsen, forstjóri Lego Foundation, í tilkynningunni. UNICEF og Lego Foundation hafa starfað saman frá árinu 2015 með áherslu á velferð og valdeflingu barna í gegnum skapandi leik og lærdóm. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent
LEGO Foundation hefur tilkynnt um 70 milljóna dala styrk til UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, vegna verkefna stofnunarinnar innan COVAX-samstarfsins og ACT-A. Með styrknum, sem jafngildir ríflega 9 milljörðum króna, verður LEGO Foundation stærsti styrktaraðili UNICEF í þessum verkefnum úr hópi einkaaðila. Framlagið er hluti af loforði sjóðsins um að leggja 150 milljónir dala til að styðja við börn og fjölskyldur þeirra vegna heimsfaraldurs COVID-19 um allan heim. Í frétt frá UNICEF segir að framlagið muni flýta mjög fyrir bólusetningu á framlínustarfsmönnum á borð við heilbrigðisstarfsmönnum, kennurum og forráðamönnum barna. „Síðustu átján mánuði hefur líf milljóna barna um allan heim verið sett á bið vegna heimsfaraldursins,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Börn, líkt og við hin, vilja endurheimta venjulegt líf sitt. UNICEF trúir því að með jafnt aðgengi allra að bóluefni við COVID-19 sé öruggasta leiðin fyrir allar þjóðir út úr þessum heimsfaraldri. Við erum afar þakklát Lego Foundation fyrir að deila þeirri bjargföstu trú okkar og vonum að rausnarlegur stuðningur þeirra verði öðrum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum innblástur.“ Eins og staðan er í dag hafa 5,8 milljarðar bóluefnaskammta verið gefnir um allan heim. Aðeins tvö prósent þeirra hafa farið til Afríku. Fjármagnið frá Lego Foundation mun nýtast til að styðja við dreifingu UNICEF á bóluefnum og aðstoð við framkvæmd fullbólusetningar 14 milljóna einstaklinga við eðlilegar aðstæður, og rúmlega 10 milljónir einstaklinga sem búa við mannúðarkrísu. „Framlag okkar byggir á kjarnagildum Lego Foundation um að finna skapandi lausnir á erfiðum áskorunum, huga að börnum og samfélögum þeirra og í krafti samstarfs að taka á vandamálum og tækifærum sem stafa af heimsfaraldri COVID-19,“ segir Anne-Birgitte Albrectsen, forstjóri Lego Foundation, í tilkynningunni. UNICEF og Lego Foundation hafa starfað saman frá árinu 2015 með áherslu á velferð og valdeflingu barna í gegnum skapandi leik og lærdóm. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent