Bóluefni frá Íslandi komið til Afríku Heimsljós 27. september 2021 12:11 GAVI Alls fóru 35.700 skammtar frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar. Fyrstu skammtarnir sem Ísland gefur af AstraZeneca bóluefninu gegn COVID-19 hafa borist Fílabeinsströndinni í Afríku. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem gefin var út af hálfu bólusetningarbandalagsins Gavi í síðustu viku. Alls fóru 35.700 skammtar frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar, en Ísland hefur gefið alla 125.726 umframskammta af bóluefninu AstraZeneca í bóluefnasamstarfið COVAX í gegnum samstarf við Svíþjóð. Fleiri skammtar verða sendir til annarra viðtökuríkja á næstunni en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru einungis 3,6 prósent íbúa í Afríku nú fullbólusett. Utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið hafa unnið saman að því að koma þeim AstraZeneca bóluefnaskömmtum sem ekki verða nýttir hér á landi til annarra ríkja þar sem þörfin er mest í gegnum bóluefnasamstarfið COVAX. Íslensk stjórnvöld hafa til viðbótar við gjafir á umframskömmtum veitt rúmlega einum milljarði íslenskra króna til COVAX. GAVI „Tryggt aðgengi allra jarðarbúa að bóluefni gegn kórónuveirunni er mikið réttætismál og þar lætur Ísland ekki sitt eftir liggja. En það eru einnig sameiginlegir hagsmunir okkar allra að sjúkdómurinn verði kveðinn niður á heimsvísu sem fyrst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. COVAX er bóluefnastoð alþjóðlegs samstarfs til þess að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn COVID-19. Stærstur hluti framlags Íslands hefur runnið til COVAX-AMC sem snýr að kaupum og dreifingu COVID-19 bóluefnaskammta fyrir þróunarlönd. Bólusetningarbandalagið Gavi hefur umsjón með þessum þætti samstarfsins, en UNICEF sér um flutning á bóluefnum á áfangastað. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fílabeinsströndin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent
Fyrstu skammtarnir sem Ísland gefur af AstraZeneca bóluefninu gegn COVID-19 hafa borist Fílabeinsströndinni í Afríku. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem gefin var út af hálfu bólusetningarbandalagsins Gavi í síðustu viku. Alls fóru 35.700 skammtar frá Íslandi til Fílabeinsstrandarinnar, en Ísland hefur gefið alla 125.726 umframskammta af bóluefninu AstraZeneca í bóluefnasamstarfið COVAX í gegnum samstarf við Svíþjóð. Fleiri skammtar verða sendir til annarra viðtökuríkja á næstunni en samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni eru einungis 3,6 prósent íbúa í Afríku nú fullbólusett. Utanríkisráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið hafa unnið saman að því að koma þeim AstraZeneca bóluefnaskömmtum sem ekki verða nýttir hér á landi til annarra ríkja þar sem þörfin er mest í gegnum bóluefnasamstarfið COVAX. Íslensk stjórnvöld hafa til viðbótar við gjafir á umframskömmtum veitt rúmlega einum milljarði íslenskra króna til COVAX. GAVI „Tryggt aðgengi allra jarðarbúa að bóluefni gegn kórónuveirunni er mikið réttætismál og þar lætur Ísland ekki sitt eftir liggja. En það eru einnig sameiginlegir hagsmunir okkar allra að sjúkdómurinn verði kveðinn niður á heimsvísu sem fyrst,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. COVAX er bóluefnastoð alþjóðlegs samstarfs til þess að flýta þróun, framleiðslu og jöfnum aðgangi að skimunarbúnaði, meðferðum og bóluefni gegn COVID-19. Stærstur hluti framlags Íslands hefur runnið til COVAX-AMC sem snýr að kaupum og dreifingu COVID-19 bóluefnaskammta fyrir þróunarlönd. Bólusetningarbandalagið Gavi hefur umsjón með þessum þætti samstarfsins, en UNICEF sér um flutning á bóluefnum á áfangastað. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Fílabeinsströndin Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Innlent