Ný stikla fyrir Spencer: Kristen Stewart orðuð við Óskarsverðlaun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2021 17:31 Kirsten Stewart í hlutverki Díönu prinsessu Skjáskot/Youtube Í dag frumsýndi Neon stikluna fyrir kvikmyndina Spencer sem væntanleg er í nóvember. Leikkonan Kristen Stewart fer þar með hlutverk lafði Díönnu Spencer og þykir hún einstaklega góð í túlkun sinni. Síðasta sumar var tilkynnt að leikkonan Kristen Stewart myndi fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. Þessi ákvörðun vakti blendin viðbrögð. Twilight leikkonan sagði frá því síðar að hún hefði sagt já við verkefninu án þess að hafa lesið handritið. Stewart virðist þó hafa náð að þagga niður í gagnrýnisröddum og fær hún mikið lof fyrir það sem sést í sýnishorninu nýja. Gagnrýnendur sem hafa séð myndina gefa henni stórkostlega dóma. Ganga sumir svo langt að spá henni jafnvel Óskarsverðlaunum fyrir hlutverkið. Jack Farthing fer með hlutverk Karls Bretaprins í Spencer en það er Steven Knight, höfundur Peaky Blinders, skrifaði handrit myndarinnar. Myndin fjallar um jólaboð konungsfjölskyldunnar í Sandringham kastalanum í Norfolk í Englandi, boðið þar sem talið er að Díana hafi ákveðið að skilja við Karl. Myndin verður frumsýnd þann 5. nóvember næstkomandi í Bretlandi og verður líklega komin í kvikmyndahús hér á landi um miðjan nóvembermánuð. Bíó og sjónvarp Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON. 26. ágúst 2021 18:49 Kristen Stewart leikur Díönu prinsessu Leikkonan Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. 17. júní 2020 19:41 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Síðasta sumar var tilkynnt að leikkonan Kristen Stewart myndi fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. Þessi ákvörðun vakti blendin viðbrögð. Twilight leikkonan sagði frá því síðar að hún hefði sagt já við verkefninu án þess að hafa lesið handritið. Stewart virðist þó hafa náð að þagga niður í gagnrýnisröddum og fær hún mikið lof fyrir það sem sést í sýnishorninu nýja. Gagnrýnendur sem hafa séð myndina gefa henni stórkostlega dóma. Ganga sumir svo langt að spá henni jafnvel Óskarsverðlaunum fyrir hlutverkið. Jack Farthing fer með hlutverk Karls Bretaprins í Spencer en það er Steven Knight, höfundur Peaky Blinders, skrifaði handrit myndarinnar. Myndin fjallar um jólaboð konungsfjölskyldunnar í Sandringham kastalanum í Norfolk í Englandi, boðið þar sem talið er að Díana hafi ákveðið að skilja við Karl. Myndin verður frumsýnd þann 5. nóvember næstkomandi í Bretlandi og verður líklega komin í kvikmyndahús hér á landi um miðjan nóvembermánuð.
Bíó og sjónvarp Kóngafólk Bretland Tengdar fréttir Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON. 26. ágúst 2021 18:49 Kristen Stewart leikur Díönu prinsessu Leikkonan Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. 17. júní 2020 19:41 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Stikla úr mynd um Díönu lítur dagsins ljós Fyrsta stiklan fyrir bíómyndina Spencer, kvikmynd sem byggð er á lífi Díönu prinsessu, kom út í dag. Stiklan hefur vakið heilmikla athygli og hafa rúmlega þrjár milljónir manna horft á stikluna á YouTube rás NEON. 26. ágúst 2021 18:49
Kristen Stewart leikur Díönu prinsessu Leikkonan Kristen Stewart mun fara með hlutverk Díönu prinsessu í kvikmynd um skilnað hennar við Karl Bretaprins. 17. júní 2020 19:41
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein