„Hefði ekki trúað því ef einhver hefði sagt við mig að ég myndi spila fyrir United“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. september 2021 09:01 María Þórisdóttir fagnar sínu fyrsta marki fyrir Manchester United sem kom í 1-3 sigri á Leicester City 12. september. getty/Matthew Ashton Norska landsliðskonan María Þórisdóttir kann afar vel við sig hjá Manchester United. Hún gekk í raðir liðsins frá Chelsea í byrjun þessa árs. María er sem alþekkt er dóttir Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. Móðir hennar, Kirsten Gaard, er norsk, hún bjó í Noregi þar til hún fór til Englands 2017 og leikur með norska landsliðinu. En Íslandstengingin er sterk. María lék með Chelsea frá haustinu 2017 og fram í janúar á þessu ári þegar hún samdi við United. Á síðasta tímabili endaði liðið í 4. sæti ensku deildarinnar. Að því loknu hætti þjálfarinn Casey Stoney og sterkir leikmenn fóru. Má þar meðal annars nefna bandarísku landsliðskonurnar Tobin Heath og Christen Press og enska ungstirnið Lauren James. Þjálfaraleit United gekk hægt en á endanum tók Marc Skinner við liðinu. Hann þjálfaði áður lið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, Orlando Pride. „Undirbúningstímabilið var gott. Við misstum nokkra góða leikmenn en fengum 3-4 nýja sem eru mjög góðar. Við byrjuðum undirbúningstímabilið án þjálfara en þegar hann kom inn tók hann strax til óspilltra málanna sem var flott. Þetta undirbúningstímabil var mjög gott,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María í leik með Chelsea gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu. Við hlið hennar er Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV.getty/Gualter Fatia Chelsea er enskur meistari, komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og hefur lengi verið í fremstu röð í kvennaboltanum. Aftur á móti eru aðeins þrjú ár síðan United setti kvennalið á laggirnar. María segir að því sé enn talsverður munur á félögunum. „Chelsea hefur verið í þessu í tíu ár á meðan United byrjaði bara fyrir þremur árum. Það er munur en United er samt gert mjög vel. Stærsti munurinn er á aðstæðunum. United á enn töluvert í land miðað við Chelsea en er á réttri leið. United er gott og verður mjög gott,“ sagði María. Þjálfari Chelsea er Emma Hayes en hún þykir afar fær í sínu fagi. „Hún er þjálfari sem hefur náð góðum árangri og gert vel hjá Chelsea,“ sagði María. Sem fyrr sagði lenti United í 4. sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið var aðeins einu stigi frá 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þangað ætlar United í vetur. „Við viljum vinna hvern einasta leik. Við viljum komast í Meistaradeildina. Það er stærsta markmiðið. Við vorum mjög nálægt því og vorum vonsviknar að ná því ekki. En við reynum aftur í ár,“ sagði María. Klippa: Viðtal við Maríu Þórisdóttur Þótt kvennalið United sé ekki gamalt segir María það mikla upplifun að spila fyrir félagið. „Það er mjög stórt. Ef einhver hefði sagt við mig þegar ég var stelpa að ég myndi spila fyrir United hefði ég ekki trúað því. United er svo stórt félag. Þegar ég skrifaði undir samning hérna var mikill áhugi alls staðar frá,“ sagði María. Hún er á sínu fimmta tímabili á Englandi og segir að deildin þar í landi sé alltaf að verða betri og áhuginn að aukast. Uppgangur kvennaliðs United hefur verið mjög hraður en það var ekki sett á laggirnar fyrr en 2018. Undanfarin tvö tímabil hefur United endað í 4. sæti ensku deildarinnar.getty/Matthew Ashton „Það er mikill munur. Núna eru þetta allt atvinnumannalið. Þau voru það ekki þegar ég kom 2017. Leikurinn er betri og hraðari og áhuginn meiri. Fyrir covid vorum við með fjögur til fimm þúsund manns á hverjum leik. Áhuginn er mikill og verður eflaust enn meiri þegar faraldrinum slotar,“ sagði María. United spilar heimaleiki sína á Leigh Sports Village en lék einn leik á Old Trafford, heimavelli karlaliðsins, í mars á þessu ári. Það var þó leikið fyrir luktum dyrum. „Við spiluðum einn leik í fyrra og það var rosalega flott. Vonandi getum við gert það aftur með stuðningsmönnum,“ sagði María að lokum. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
María er sem alþekkt er dóttir Selfyssingsins Þóris Hergeirssonar, þjálfara norska kvennalandsliðsins í handbolta. Móðir hennar, Kirsten Gaard, er norsk, hún bjó í Noregi þar til hún fór til Englands 2017 og leikur með norska landsliðinu. En Íslandstengingin er sterk. María lék með Chelsea frá haustinu 2017 og fram í janúar á þessu ári þegar hún samdi við United. Á síðasta tímabili endaði liðið í 4. sæti ensku deildarinnar. Að því loknu hætti þjálfarinn Casey Stoney og sterkir leikmenn fóru. Má þar meðal annars nefna bandarísku landsliðskonurnar Tobin Heath og Christen Press og enska ungstirnið Lauren James. Þjálfaraleit United gekk hægt en á endanum tók Marc Skinner við liðinu. Hann þjálfaði áður lið Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur, Orlando Pride. „Undirbúningstímabilið var gott. Við misstum nokkra góða leikmenn en fengum 3-4 nýja sem eru mjög góðar. Við byrjuðum undirbúningstímabilið án þjálfara en þegar hann kom inn tók hann strax til óspilltra málanna sem var flott. Þetta undirbúningstímabil var mjög gott,“ sagði María í samtali við íþróttadeild. María í leik með Chelsea gegn Benfica í Meistaradeild Evrópu. Við hlið hennar er Cloé Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV.getty/Gualter Fatia Chelsea er enskur meistari, komst í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili og hefur lengi verið í fremstu röð í kvennaboltanum. Aftur á móti eru aðeins þrjú ár síðan United setti kvennalið á laggirnar. María segir að því sé enn talsverður munur á félögunum. „Chelsea hefur verið í þessu í tíu ár á meðan United byrjaði bara fyrir þremur árum. Það er munur en United er samt gert mjög vel. Stærsti munurinn er á aðstæðunum. United á enn töluvert í land miðað við Chelsea en er á réttri leið. United er gott og verður mjög gott,“ sagði María. Þjálfari Chelsea er Emma Hayes en hún þykir afar fær í sínu fagi. „Hún er þjálfari sem hefur náð góðum árangri og gert vel hjá Chelsea,“ sagði María. Sem fyrr sagði lenti United í 4. sæti ensku deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið var aðeins einu stigi frá 3. sætinu sem gefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þangað ætlar United í vetur. „Við viljum vinna hvern einasta leik. Við viljum komast í Meistaradeildina. Það er stærsta markmiðið. Við vorum mjög nálægt því og vorum vonsviknar að ná því ekki. En við reynum aftur í ár,“ sagði María. Klippa: Viðtal við Maríu Þórisdóttur Þótt kvennalið United sé ekki gamalt segir María það mikla upplifun að spila fyrir félagið. „Það er mjög stórt. Ef einhver hefði sagt við mig þegar ég var stelpa að ég myndi spila fyrir United hefði ég ekki trúað því. United er svo stórt félag. Þegar ég skrifaði undir samning hérna var mikill áhugi alls staðar frá,“ sagði María. Hún er á sínu fimmta tímabili á Englandi og segir að deildin þar í landi sé alltaf að verða betri og áhuginn að aukast. Uppgangur kvennaliðs United hefur verið mjög hraður en það var ekki sett á laggirnar fyrr en 2018. Undanfarin tvö tímabil hefur United endað í 4. sæti ensku deildarinnar.getty/Matthew Ashton „Það er mikill munur. Núna eru þetta allt atvinnumannalið. Þau voru það ekki þegar ég kom 2017. Leikurinn er betri og hraðari og áhuginn meiri. Fyrir covid vorum við með fjögur til fimm þúsund manns á hverjum leik. Áhuginn er mikill og verður eflaust enn meiri þegar faraldrinum slotar,“ sagði María. United spilar heimaleiki sína á Leigh Sports Village en lék einn leik á Old Trafford, heimavelli karlaliðsins, í mars á þessu ári. Það var þó leikið fyrir luktum dyrum. „Við spiluðum einn leik í fyrra og það var rosalega flott. Vonandi getum við gert það aftur með stuðningsmönnum,“ sagði María að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Fleiri fréttir Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira