Samstarfstækifæri fyrir íslensk fyrirtæki í þróunarríkjum Heimsljós 8. september 2021 15:12 Hlutverk Samstarfssjóðs utanríkisráðuneytisins við atvinnulífið er að hvetja til þátttöku og framlags til þróunarsamvinnu. Utanríkisráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum um styrki í Samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarríkjum. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. „Áhrifaríkasta leiðin til að uppræta fátækt og bæta lífskjör í heiminum er að styðja við atvinnuuppbyggingu í þróunarríkjum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Aðkoma einkageirans er lykilforsenda þess enda hafa þróunarríkin sjálf kallað eftir henni. Heimstorg, samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu, miðlar upplýsingum til íslenskra fyrirtækja um möguleg atvinnuþróunarverkefni í þróunarríkjum og víðar. Samstarfssjóður atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er ætlaður íslenskum fyrirtækjum sem stuðla með starfsemi sinni að hagsæld í þróunarríkjum og hann skapar jafnframt ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50 prósent af heildarkostnaði verkefnis. Tryggja þarf fylgni við ríkisaðstoðarreglur EES-samningsins eftir því sem við á og hafi styrkþegi hlotið ríkisstyrk á sama tímabili, annars staðar frá, lækkar veittur styrkur sem því nemur. Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst 200.000 evra yfir þriggja ára tímabil. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður þremur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 15. október. Nánari upplýsingar um samstarfssjóðinn og umsóknarferlið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent
Utanríkisráðuneytið auglýsir þessa dagana eftir umsóknum um styrki í Samstarfssjóð við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna vegna samstarfsverkefna fyrirtækja í þróunarríkjum. Hlutverk sjóðsins er að hvetja til þátttöku og framlags atvinnulífsins til þróunarsamvinnu. Markmiðið er að draga úr fátækt og styðja við atvinnusköpun og sjálfbæran vöxt í fátækum ríkjum heims í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sérstök áhersla er lögð á atvinnusköpun kvenna og að verkefnin hafi jákvæð umhverfisáhrif. „Áhrifaríkasta leiðin til að uppræta fátækt og bæta lífskjör í heiminum er að styðja við atvinnuuppbyggingu í þróunarríkjum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. „Aðkoma einkageirans er lykilforsenda þess enda hafa þróunarríkin sjálf kallað eftir henni. Heimstorg, samstarfsverkefni utanríkisráðuneytisins og Íslandsstofu, miðlar upplýsingum til íslenskra fyrirtækja um möguleg atvinnuþróunarverkefni í þróunarríkjum og víðar. Samstarfssjóður atvinnulífs um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er ætlaður íslenskum fyrirtækjum sem stuðla með starfsemi sinni að hagsæld í þróunarríkjum og hann skapar jafnframt ný tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf,“ segir Guðlaugur Þór. Heimilt er að veita styrk til sama verkefnis til allt að þriggja ára, með fyrirvara um fjárheimildir fjárlaga hvers árs. Styrkfjárhæð getur numið allt að 50 prósent af heildarkostnaði verkefnis. Tryggja þarf fylgni við ríkisaðstoðarreglur EES-samningsins eftir því sem við á og hafi styrkþegi hlotið ríkisstyrk á sama tímabili, annars staðar frá, lækkar veittur styrkur sem því nemur. Hámarksfjárhæð til einstakra verkefna nemur hæst 200.000 evra yfir þriggja ára tímabil. Utanríkisráðherra úthlutar styrkjum að fengnu áliti þriggja manna matshóps sem er skipaður þremur óháðum sérfræðingum á sviði þróunarsamvinnu. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðnætti 15. október. Nánari upplýsingar um samstarfssjóðinn og umsóknarferlið á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent