Leynilögga á leið á stærstu kvikmyndahátíð Englands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. september 2021 14:17 Leynilögga verður frumsýnd hér á landi síðar á árinu. Leynilögga/Lilja Jónsdottir Í dag var tilkynnt að Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga hafi verið valin til sýningar á stærstu kvikmyndahátíð Englands, BFI London Film Festival. „Kvikmyndin verður ekki í vondum félagsskap en búist er við að stjörnur á borð við Denzel Washington, Tilda Swinton, Bill Murry, Kristen Stewart, Judi Dench, Idris Elba og fleiri verði viðstaddar hátíðina en kvikmyndir þeirra verða sýndar á hátíðinni ásamt hinni íslensku Leynilöggu,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus. Lilja Jónsdottir Leynilögga var frumsýnd á Locarno kvikmyndahátíðinni í síðasta mánuði og hlaut mjög góðar viðtökur. BFI London Film Festival er með eldri kvikmyndahátíðum í heiminum. Nokkrar íslenskar kvikmyndir hafa verið sýndar á hátíðinni eins og Fúsi eftir Dag Kára, stuttmyndin Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur og Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen. Hátíðin sem fer fram í byrjun október er vel sótt bæði af blaðamönnum, söluaðilum og áhorfendum. „Mikil spenna hefur verið að opna almennilega fyrir áhorfendur eftir Covid árið í fyrra svo búast má við góðri aðsókn í ár.“ Hér fyrir neðan má sjá stutta kitlu úr kvikmyndinni. Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. 12. ágúst 2021 14:15 Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. 10. ágúst 2021 20:04 Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. 1. júlí 2021 10:14 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Kvikmyndin verður ekki í vondum félagsskap en búist er við að stjörnur á borð við Denzel Washington, Tilda Swinton, Bill Murry, Kristen Stewart, Judi Dench, Idris Elba og fleiri verði viðstaddar hátíðina en kvikmyndir þeirra verða sýndar á hátíðinni ásamt hinni íslensku Leynilöggu,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir framleiðandi hjá Pegasus. Lilja Jónsdottir Leynilögga var frumsýnd á Locarno kvikmyndahátíðinni í síðasta mánuði og hlaut mjög góðar viðtökur. BFI London Film Festival er með eldri kvikmyndahátíðum í heiminum. Nokkrar íslenskar kvikmyndir hafa verið sýndar á hátíðinni eins og Fúsi eftir Dag Kára, stuttmyndin Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur og Rökkur eftir Erling Óttar Thoroddsen. Hátíðin sem fer fram í byrjun október er vel sótt bæði af blaðamönnum, söluaðilum og áhorfendum. „Mikil spenna hefur verið að opna almennilega fyrir áhorfendur eftir Covid árið í fyrra svo búast má við góðri aðsókn í ár.“ Hér fyrir neðan má sjá stutta kitlu úr kvikmyndinni. Leikstjóri myndarinnar er Hannes Þór Halldórsson en hann er einnig handritshöfundur ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en sagan sjálf er eftir Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Á meðal þeirra sem fara með hlutverk í myndinni eru Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. 12. ágúst 2021 14:15 Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. 10. ágúst 2021 20:04 Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. 1. júlí 2021 10:14 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. 12. ágúst 2021 14:15
Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. 10. ágúst 2021 20:04
Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59
Kvikmyndin Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann Á blaðamannafundi í morgun tilkynnti listrænn stjórnandi Locarno að kvikmyndin Leynilögga hafi verið valin á hátíðina. Kvikmyndin keppir þar í aðalkeppni hátíðarinnar sem nefnist Concorso internacionale þar sem keppt er um Gyllta hlébarðann eða Pardo d‘Oro, ein virtustu kvikmyndaverðlaun sem veitt eru ár hvert. 1. júlí 2021 10:14