„Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. september 2021 10:00 Ásgeir Jónsson. Vísir/Vilhelm Morgnarnir eru miklar gæðastundir hjá Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra, en bestu stundirnar eru úti í náttúrunni. Hápunktur sumarsins var fjögurra daga ganga með kærustunni og hundinum, sem þó endaði þannig að sá síðastnefndi fékk nánast allan matinn. Ásgeir viðurkennir að það að skipan seðlabankastjóra sé tímabundin ráðning, mótar mikið hvernig hann nálgast starfið. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt fyrir klukkan sjö. Ég hef það fyrir vana að hlaupa 5-10 km úti á hverjum degi, hvort sem er á morgnanna eða í hádeginu. Hundurinn hleypur með mér, við þurfum báðir á þessu að halda. Ég fæ margar mínar bestu hugmyndir á þessum hlaupum. Fyrir mér er hver morgunn eins og nýtt upphaf og ég vakna yfirleitt glaður og hlakka til dagsins.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri er annað hvort að hlaupa eða fá mér kaffi og athuga hvað er í fréttum. Morgnarnir eru fyrir mér eins konar gæðatími, þar sem ég fæ næði til þess að lesa, skrifa eða skipuleggja daginn. Ég skrifa að vísu aldrei neitt niður en ég reyni að setja niður fyrir mér hverju ég ætla að koma í verk næstu tólf tímana.“ Hver var hápunktur sumarsins 2021? „Hápunktur sumarsins var þegar ég gekk Snæfjallaströnd núna í júlí með kærustu minni Helgu og hundinum Balto. Þetta var fjögurra daga ganga með allt á bakinu, í blíðskaparveðri. Balto okkar er sleðahundur, blanda af malamút og husky. Malamút kynið er upprunnið í Alaska og var notað mikið til dráttar og burðar enda höfðu frumbyggjar N-Ameríku engin önnur húsdýr en hunda. Okkur fannst því góð hugmynd að Balto myndi sjálfur bera sinn eigin mat. En við höfðum ekki reiknað með því að hundurinn lagði á sig hvern krók í keldu, læk eða sjó til þess að sulla. Hann eyðilagði því hundamatinn strax á fyrsta degi. Var nú matnum skipt í tvennt; það sem hundurinn gat étið og það sem við fengum að borða. Enduðum við uppi með hnetur og núðlusúpu. Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn. Að öllu gamni slepptu þá eru mínar bestu stundir úti í íslenskri náttúru.“ Ásgeir og hundurinn Balto hlaupa saman 5-10 kílómetra á hverjum degi. Ásgeir segist fá margar af sínum bestu hugmyndum þegar hann er að hlaupa. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Svo má segja að við í Seðlabankanum séum nú að taka upp þráðinn eftir sumarið og leggja drög að vetrinum. Það eru ótal verkefni sem liggja nú fyrir. Ég hef aðeins tímabundna ráðningu og lít svo á að ég hafi takmarkaðan tíma. Það mótar mjög mína nálgun í starfi. Ég hefur sett niður aðgerðarplan og markmið hverju ég ætla að ná fram á þeim árum sem ég hef verið skipaður seðlabankastjóri. Mér vitaskuld finnst alltaf allt ganga miklu hægar en ég hefði gert ráð fyrir. Ég hef nú verið seðlabankastjóri í tvö ár og á þessum tíma hefur margt áunnist. En margt er eftir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að halda morgnunum fundarfríum svo ég hafi eitthvert næði til þess að vinna sjálfur. Síðan er síðdegið nýtt í fundi. Ég reyni annars að takmarka fundarhöld eins mikið og ég get, annars er dagurinn fljótur að brenna upp. Nálgun mín í stjórnun byggir mikið á persónulegu trausti; að treysta framkvæmdastjórum bankans. Ég treysti því að þau láti mig vita af því sem ég þarf að vita og hafa mig með í ráðum í þeim málum sem skipta máli. Ég reyni því að funda reglulega með hverjum og einstökum framkvæmdastjórum til þess að vera upplýstur um gang mála. Ég reyni einnig að koma með skýr markmið á þessum fundum, fyrir starfið á næstu árum eða mánuðum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni yfirleitt að fara að sofa upp úr 10 á kvöldin. Er reyna að venja mig af því að fara í farsímann uppi í rúmi. Ég er svo lánsamur að vera gefið mikið vinnuþrek, ég var alinn upp við erfiðisvinnu og langan vinnudag. Þegar ég var yngri gat ég vel komist af án þess að sofa í vinnuskorpum . Þá vann ég frameftir á kvöldin og var síðan vaknaður snemma að morgni. Með árunum hef ég hins vegar lært að setja sjálfum mér mörk. Þar með talið að fara snemma að sofa. Ég reyni þó enn að nýta kvöldin til ritstarfa og horfi aldrei á sjónvarp.“ Kaffispjallið Seðlabankinn Tengdar fréttir Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01 Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt fyrir klukkan sjö. Ég hef það fyrir vana að hlaupa 5-10 km úti á hverjum degi, hvort sem er á morgnanna eða í hádeginu. Hundurinn hleypur með mér, við þurfum báðir á þessu að halda. Ég fæ margar mínar bestu hugmyndir á þessum hlaupum. Fyrir mér er hver morgunn eins og nýtt upphaf og ég vakna yfirleitt glaður og hlakka til dagsins.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Fyrsta sem ég geri er annað hvort að hlaupa eða fá mér kaffi og athuga hvað er í fréttum. Morgnarnir eru fyrir mér eins konar gæðatími, þar sem ég fæ næði til þess að lesa, skrifa eða skipuleggja daginn. Ég skrifa að vísu aldrei neitt niður en ég reyni að setja niður fyrir mér hverju ég ætla að koma í verk næstu tólf tímana.“ Hver var hápunktur sumarsins 2021? „Hápunktur sumarsins var þegar ég gekk Snæfjallaströnd núna í júlí með kærustu minni Helgu og hundinum Balto. Þetta var fjögurra daga ganga með allt á bakinu, í blíðskaparveðri. Balto okkar er sleðahundur, blanda af malamút og husky. Malamút kynið er upprunnið í Alaska og var notað mikið til dráttar og burðar enda höfðu frumbyggjar N-Ameríku engin önnur húsdýr en hunda. Okkur fannst því góð hugmynd að Balto myndi sjálfur bera sinn eigin mat. En við höfðum ekki reiknað með því að hundurinn lagði á sig hvern krók í keldu, læk eða sjó til þess að sulla. Hann eyðilagði því hundamatinn strax á fyrsta degi. Var nú matnum skipt í tvennt; það sem hundurinn gat étið og það sem við fengum að borða. Enduðum við uppi með hnetur og núðlusúpu. Þótti Helgu betra að láta mig svelta en hundinn. Að öllu gamni slepptu þá eru mínar bestu stundir úti í íslenskri náttúru.“ Ásgeir og hundurinn Balto hlaupa saman 5-10 kílómetra á hverjum degi. Ásgeir segist fá margar af sínum bestu hugmyndum þegar hann er að hlaupa. Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Svo má segja að við í Seðlabankanum séum nú að taka upp þráðinn eftir sumarið og leggja drög að vetrinum. Það eru ótal verkefni sem liggja nú fyrir. Ég hef aðeins tímabundna ráðningu og lít svo á að ég hafi takmarkaðan tíma. Það mótar mjög mína nálgun í starfi. Ég hefur sett niður aðgerðarplan og markmið hverju ég ætla að ná fram á þeim árum sem ég hef verið skipaður seðlabankastjóri. Mér vitaskuld finnst alltaf allt ganga miklu hægar en ég hefði gert ráð fyrir. Ég hef nú verið seðlabankastjóri í tvö ár og á þessum tíma hefur margt áunnist. En margt er eftir.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég reyni að halda morgnunum fundarfríum svo ég hafi eitthvert næði til þess að vinna sjálfur. Síðan er síðdegið nýtt í fundi. Ég reyni annars að takmarka fundarhöld eins mikið og ég get, annars er dagurinn fljótur að brenna upp. Nálgun mín í stjórnun byggir mikið á persónulegu trausti; að treysta framkvæmdastjórum bankans. Ég treysti því að þau láti mig vita af því sem ég þarf að vita og hafa mig með í ráðum í þeim málum sem skipta máli. Ég reyni því að funda reglulega með hverjum og einstökum framkvæmdastjórum til þess að vera upplýstur um gang mála. Ég reyni einnig að koma með skýr markmið á þessum fundum, fyrir starfið á næstu árum eða mánuðum.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég reyni yfirleitt að fara að sofa upp úr 10 á kvöldin. Er reyna að venja mig af því að fara í farsímann uppi í rúmi. Ég er svo lánsamur að vera gefið mikið vinnuþrek, ég var alinn upp við erfiðisvinnu og langan vinnudag. Þegar ég var yngri gat ég vel komist af án þess að sofa í vinnuskorpum . Þá vann ég frameftir á kvöldin og var síðan vaknaður snemma að morgni. Með árunum hef ég hins vegar lært að setja sjálfum mér mörk. Þar með talið að fara snemma að sofa. Ég reyni þó enn að nýta kvöldin til ritstarfa og horfi aldrei á sjónvarp.“
Kaffispjallið Seðlabankinn Tengdar fréttir Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01 Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Vakin með knúsi en tjaldútilegurnar með eiginmanninum bestar Alma Dagbjört Möller landlæknir fær knús frá hundunum sínum þegar hún vaknar eldsnemma á morgnana og hlakkar alltaf til dagsins. Hún segir tjaldútilegu með eiginmanninum á hálendinu bestu leiðina til að aftengja sig frá daglegu amstri og í sumar fékk hún það nýja hlutverk að fara í morgungöngur með tvíburaömmustelpur í vagni. Í vinnunni gerir hún það sama og svo margir: Skrifar niður lista yfir helstu verkefni dagsins. 28. ágúst 2021 10:01
Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01
Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. 12. júní 2021 10:00
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01
Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01