Tuttugu og tvær fjölskyldur sameinaðar það sem af er ári Heimsljós 31. ágúst 2021 13:01 Rauði krossinn Í dag er alþjóðadagur þeirra horfnu. Mestur fjöldi týndra einstaklinga er frá Afganistan, Írak, Sómalíu, Sýrlandi og Eritreu. Það sem af er þessu ári hefur tekist að sameina 22 fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á flótta á leið sinni til Evrópu. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks, fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg. Í dag er alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared). Rauði krossinn á Íslandi vekur athygli á því að þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 hafi 22 fjölskyldur verið sameinaðar á fyrri helmingi ársins 2021 og þær þurfi því ekki lengur að glíma við kvíða og aðra vanlíðan sem fylgir því að vita ekki um afdrif ástvina sinna. Árið 2013 tóku ýmis landsfélög Rauða krossins í Evrópu og alþjóðaráð Rauða krossins höndum saman og komu á fót verkefninu Trace the Face með það að markmiði að aðstoða fólk við að finna ástvini sína að nýju. Rauði krossinn Frá árinu 2013 hafa 245 fjölskyldur verið sameinaðar fyrir tilstuðlan Trace the Face sem er vefsíða þar sem einstaklingar geta birt myndir af sér og þannig látið vita af leit sinni að ættingjum sem týnst hafa á leið sinni til Evrópu. „Verkefnið hefur frá árinu 2013 vaxið út fyrir Evrópu, einkum til Afríku og Asíu, og þannig aðstoðað enn fleiri í leit sinni að ástvinum. Í dag hafa vel yfir 6.000 einstaklingar birt mynd á vefnum en yfir 24.500 aðilar af 129 þjóðernum eru skráðir týndir. Mestur fjöldi týndra einstaklinga er frá Afganistan, Írak, Sómalíu, Sýrlandi og Eritreu,“ segir í frétt Rauða krossins. „Fjölskyldusameiningar skipta miklu í mannúðarstarfi Rauða krossins og því hvetjum við – á degi horfinna einstaklinga – til dreifingar á vefsíðunni http://www.tracetheface.org/ í einlægri von um að geta aðstoðað enn fleiri við að finna ættingja sína og ástvini að nýju,“ segir Rauði krossinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Írak Sómalía Sýrland Eritrea Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent
Það sem af er þessu ári hefur tekist að sameina 22 fjölskyldur sem hafa orðið viðskila á flótta á leið sinni til Evrópu. Á hverju ári týnast þúsundir farandfólks, fjölskyldur tvístrast og enda í mismunandi heimshornum án þess að vita hvar ættingjar þeirra eru niðurkomnir og hvort þau eru örugg. Í dag er alþjóðadagur þeirra horfnu (International Day of the Disappeared). Rauði krossinn á Íslandi vekur athygli á því að þrátt fyrir heimsfaraldur COVID-19 hafi 22 fjölskyldur verið sameinaðar á fyrri helmingi ársins 2021 og þær þurfi því ekki lengur að glíma við kvíða og aðra vanlíðan sem fylgir því að vita ekki um afdrif ástvina sinna. Árið 2013 tóku ýmis landsfélög Rauða krossins í Evrópu og alþjóðaráð Rauða krossins höndum saman og komu á fót verkefninu Trace the Face með það að markmiði að aðstoða fólk við að finna ástvini sína að nýju. Rauði krossinn Frá árinu 2013 hafa 245 fjölskyldur verið sameinaðar fyrir tilstuðlan Trace the Face sem er vefsíða þar sem einstaklingar geta birt myndir af sér og þannig látið vita af leit sinni að ættingjum sem týnst hafa á leið sinni til Evrópu. „Verkefnið hefur frá árinu 2013 vaxið út fyrir Evrópu, einkum til Afríku og Asíu, og þannig aðstoðað enn fleiri í leit sinni að ástvinum. Í dag hafa vel yfir 6.000 einstaklingar birt mynd á vefnum en yfir 24.500 aðilar af 129 þjóðernum eru skráðir týndir. Mestur fjöldi týndra einstaklinga er frá Afganistan, Írak, Sómalíu, Sýrlandi og Eritreu,“ segir í frétt Rauða krossins. „Fjölskyldusameiningar skipta miklu í mannúðarstarfi Rauða krossins og því hvetjum við – á degi horfinna einstaklinga – til dreifingar á vefsíðunni http://www.tracetheface.org/ í einlægri von um að geta aðstoðað enn fleiri við að finna ættingja sína og ástvini að nýju,“ segir Rauði krossinn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Írak Sómalía Sýrland Eritrea Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Erlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent