Myndband: Ford F-150 Lightning undirvagninn til sýnis Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. ágúst 2021 07:00 Ford F-150 Lightning. Ford F-150 Lightning er hreinn raf-pallbíll frá Ford. Nú hefur Ford sýnt undirvagn og rafhlöður bílsins. F-150 Lightning er framlag Ford í kapphlaupið um fyrsta raf-pallbílinn. F-150 Lightning er hannaður til að vera yfirbygging á grind, á gamla mátann. Það er rökrétt að staðsetja rafhlöðurnar innan rammanns og vernda þær þar með auk þess sem það lækkar þyngdarpunkt bílsins og eykur akstursánægju ökumanna. Staðsetning rafhlaðanna gerir auðvelt fyrir ef þarf að skipta um hluta þeirra. Svo virðisr sem þær séu í röðum á tveimur hæðum og eru einangraðar, í þeim skilningi að þær eru einungis festar á grindina. RAM er að þróa raf-pallbíl sem er með svipaðri uppsetningu. Rivian R1T er líka svipaður nema að botninn í honum virðist vera flatari af myndum að dæma. Teikning af undirvangi í F-150 Lightning. Ford hefur ekki gefið upp afl rafhlaðanna í F-150 Lightning. Tvær útgáfur af drifrás verða í boði, annars vegar með drægni upp á um 370 km. og hins vegar með 483 km. Fyrir framan rafhlöðurnar eru mótorar og sama fyrir aftan rafhlöðurnar. Bíllinn er því fjórhjóladrifinn. F-150 Lightning verður fyrsti F-150 bíllinn með sjálfstæða afturfjöðrun. Sjálfstæð afturfjöðrun í samspili við lágan þyngdarpunkt ætti að skila afar skemmtilegum aksturseiginleikum. Vistvænir bílar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent
F-150 Lightning er hannaður til að vera yfirbygging á grind, á gamla mátann. Það er rökrétt að staðsetja rafhlöðurnar innan rammanns og vernda þær þar með auk þess sem það lækkar þyngdarpunkt bílsins og eykur akstursánægju ökumanna. Staðsetning rafhlaðanna gerir auðvelt fyrir ef þarf að skipta um hluta þeirra. Svo virðisr sem þær séu í röðum á tveimur hæðum og eru einangraðar, í þeim skilningi að þær eru einungis festar á grindina. RAM er að þróa raf-pallbíl sem er með svipaðri uppsetningu. Rivian R1T er líka svipaður nema að botninn í honum virðist vera flatari af myndum að dæma. Teikning af undirvangi í F-150 Lightning. Ford hefur ekki gefið upp afl rafhlaðanna í F-150 Lightning. Tvær útgáfur af drifrás verða í boði, annars vegar með drægni upp á um 370 km. og hins vegar með 483 km. Fyrir framan rafhlöðurnar eru mótorar og sama fyrir aftan rafhlöðurnar. Bíllinn er því fjórhjóladrifinn. F-150 Lightning verður fyrsti F-150 bíllinn með sjálfstæða afturfjöðrun. Sjálfstæð afturfjöðrun í samspili við lágan þyngdarpunkt ætti að skila afar skemmtilegum aksturseiginleikum.
Vistvænir bílar Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent