Fjölgun farandfólks að tíunda hluta tengt vatnsskorti Heimsljós 26. ágúst 2021 11:52 Alþjóðabankinn Miðausturlönd og norðurhluti Afríku eru þeir heimshlutar þar sem hlutfallslega flestir yfirgefa heimili sín. Líklegt er að breytileiki í úrkomu vegna loftslagsbreytinga verði í vaxandi mæli skýring á því að fólk leggur á flótta frá heimkynnum sínum í leit að betri aðstæðum, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, þeirri fyrstu á alþjóðavísu sem sérstaklega tekur fyrir áhrif vatns eða vatnsskorts á fólksflutninga. Af fjölgun farandfólks eru tíu prósent sögð tengjast vatnsskorti. Rúmlega einn milljarður manna telst í dag til farandfólks. Skýrslan – Ebb and Flow – byggir á greiningu á stærsta gagnasafni sem tekið hefur verið saman um fólksflutninga og nær til tæplega hálfs milljarðs manna. Byggt er á 189 manntölum frá 64 þjóðríkjum. Miðausturlönd og norðurhluti Afríku eru þeir heimshlutar þar sem hlutfallslega flestir yfirgefa heimili sín og þar búa sex af hverjum tíu við vatnsskort. Að mati Alþjóðabankans er traustur vatnsbúskapur lykillinn að langtímavexti í þessum heimshlutum. Skýrsluhöfundar óttast að í fjölmörgum stórborgum heims fjölgi þeim dögum þar sem engan dropa verði að fá úr vatnskrönum. Þær borgir hýsa nú 55% mannkyns. Meðal þeirra má nefna Höfðaborg í Suður-Afríku, Chennai á Indlandi, São Paolo í Brasilíu og Basra í Írak. "Loftslagsbreytingar knýja fram vatnsáskoranir um allan heim og þær bitna harðast á íbúum þróunarríkja," segir Mari Pangestu, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum. Í sautján þjóðríkjum er nú þegar alvarlegur vatnsskortur en í þeim ríkjum býr fjórðungur mannkyns. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent
Líklegt er að breytileiki í úrkomu vegna loftslagsbreytinga verði í vaxandi mæli skýring á því að fólk leggur á flótta frá heimkynnum sínum í leit að betri aðstæðum, segir í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, þeirri fyrstu á alþjóðavísu sem sérstaklega tekur fyrir áhrif vatns eða vatnsskorts á fólksflutninga. Af fjölgun farandfólks eru tíu prósent sögð tengjast vatnsskorti. Rúmlega einn milljarður manna telst í dag til farandfólks. Skýrslan – Ebb and Flow – byggir á greiningu á stærsta gagnasafni sem tekið hefur verið saman um fólksflutninga og nær til tæplega hálfs milljarðs manna. Byggt er á 189 manntölum frá 64 þjóðríkjum. Miðausturlönd og norðurhluti Afríku eru þeir heimshlutar þar sem hlutfallslega flestir yfirgefa heimili sín og þar búa sex af hverjum tíu við vatnsskort. Að mati Alþjóðabankans er traustur vatnsbúskapur lykillinn að langtímavexti í þessum heimshlutum. Skýrsluhöfundar óttast að í fjölmörgum stórborgum heims fjölgi þeim dögum þar sem engan dropa verði að fá úr vatnskrönum. Þær borgir hýsa nú 55% mannkyns. Meðal þeirra má nefna Höfðaborg í Suður-Afríku, Chennai á Indlandi, São Paolo í Brasilíu og Basra í Írak. "Loftslagsbreytingar knýja fram vatnsáskoranir um allan heim og þær bitna harðast á íbúum þróunarríkja," segir Mari Pangestu, framkvæmdastjóri hjá Alþjóðabankanum. Í sautján þjóðríkjum er nú þegar alvarlegur vatnsskortur en í þeim ríkjum býr fjórðungur mannkyns. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent