Ytri Rangá komin á toppinn Karl Lúðvíksson skrifar 27. ágúst 2021 08:23 Ytri-Rangá er aflahæst ánna á landinu eftir síðustu viku Mynd / Garðar Veiðin í Ytri Rangá hefur tekið ágætan kipp eftir miðjan ágúst og staðan er þannig að núna er hún komin fram úr systur sinni Eystri Rangá. Vikan skilaði 322 löxum á land í Ytri Rangá sem er þá með heildarveiði upp á 2.121 lax á móti 2.052 löxum í Eystri Rangá. Það eru aðeins fimm laxveiðiár sem eru komnar yfir 1.000 laxa og það endurspeglar ágætlega þetta frekar dapra veiðitímabil. Eina svæðið sem heldur sínu og gerir alltaf er Urriðafoss en þar hafa veiðst 823 laxar á aðeins fjórar stangir. Norðurá er að eiga eitt skársta tímabil í nokkur ár með heildarveiði upp á 1.243 laxa sem setur hana í þriðja sætið. Miðfjarðará er með 1.217 laxa og svo Þverá og Kjarrá með 1.084 laxa. Það verður að teljast ólíklegt en samt ekki ómögulegt að nokkrar ár fari yfir 1.000 laxa í sumar en Haffjarðará gæti alveg farið langt með það en veiðin þar núna er 740 laxar. Rólegra er í næstu á, Langá á Mýrum, en þar hafa veiðst 617 laxar. Hún er að vísu þekkt fyrir að fara oft vel í gang í lok ágúst og gæti því átt nokkuð inni. Hrapið er einna verst í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð en þeim er haldið uppi með sleppingum. Affallið er með 210 laxa en var með 1.729 laxa í fyrra og Þverá í Fljótshlíð er ekki með nema 74 laxa en var með 616 í fyrra og það sorglega er að það er ekki vart við neinar göngur í þær sem gæfu von upp á endasprett. Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Vikan skilaði 322 löxum á land í Ytri Rangá sem er þá með heildarveiði upp á 2.121 lax á móti 2.052 löxum í Eystri Rangá. Það eru aðeins fimm laxveiðiár sem eru komnar yfir 1.000 laxa og það endurspeglar ágætlega þetta frekar dapra veiðitímabil. Eina svæðið sem heldur sínu og gerir alltaf er Urriðafoss en þar hafa veiðst 823 laxar á aðeins fjórar stangir. Norðurá er að eiga eitt skársta tímabil í nokkur ár með heildarveiði upp á 1.243 laxa sem setur hana í þriðja sætið. Miðfjarðará er með 1.217 laxa og svo Þverá og Kjarrá með 1.084 laxa. Það verður að teljast ólíklegt en samt ekki ómögulegt að nokkrar ár fari yfir 1.000 laxa í sumar en Haffjarðará gæti alveg farið langt með það en veiðin þar núna er 740 laxar. Rólegra er í næstu á, Langá á Mýrum, en þar hafa veiðst 617 laxar. Hún er að vísu þekkt fyrir að fara oft vel í gang í lok ágúst og gæti því átt nokkuð inni. Hrapið er einna verst í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð en þeim er haldið uppi með sleppingum. Affallið er með 210 laxa en var með 1.729 laxa í fyrra og Þverá í Fljótshlíð er ekki með nema 74 laxa en var með 616 í fyrra og það sorglega er að það er ekki vart við neinar göngur í þær sem gæfu von upp á endasprett.
Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði