Kia EV6 dregur 528 km Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. ágúst 2021 07:00 Kia EV6 Kia EV6 rafbíll mun hafa allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. Þetta er enn meiri drægni en búist var við en upphaflega átti rafbíllinn að draga 510 km á rafhlöðunni. Nú er ljóst að það bætist við drægnina sem eru sannarlega góðar fréttir fyrir væntanlega kaupendur sem búast má við að verði margir enda er mikil eftirvænting eftir bílnum sem er þegar kominn í forsölu hjá Bílaumboðinu Öskju. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. EV6 fékk á dögunum vottun frá Carbon Trust fyrir lágt kolefnisspor og er EV6 fyrsti bíllinn frá suður-kóreskum bílaframleiðanda til að fá slíka vottun. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia. Innra rými í Kia EV6. Kia EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Veghæð bílsins er 17 cm og farangursrými allt að 541 lítrar. Samkvæmt upplýsingum frá Öskju mun EV6 kosta frá 5.990.777 kr. Hann verður með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar. Bíllinn er væntanlegur til landsins í nóvember en hægt er að forpanta hann hjá Öskju. Vistvænir bílar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. EV6 fékk á dögunum vottun frá Carbon Trust fyrir lágt kolefnisspor og er EV6 fyrsti bíllinn frá suður-kóreskum bílaframleiðanda til að fá slíka vottun. Þetta er fyrsti bíll Kia sem byggður er á nýjum og háþróuðum E-GMP undirvagni sem er sérstaklega hannaður fyrir rafbíla. Þessi nýi undirvagn verður notaður í næstu kynslóðir rafbíla hjá Kia. Innra rými í Kia EV6. Kia EV6 er aflmikill rafbíll og hægt er að velja um 229 og 325 hestafla rafmótor. Hægt er að hlaða bílinn allt að 80% hleðslu á aðeins 18 mínútum og ná hleðslu sem dugar allt að 100 km á innan við fjórum og hálfri mínútu. EV6 er í boði bæði aftur- og fjórhjóladrifinn. Veghæð bílsins er 17 cm og farangursrými allt að 541 lítrar. Samkvæmt upplýsingum frá Öskju mun EV6 kosta frá 5.990.777 kr. Hann verður með 7 ára ábyrgð eins og allir nýir Kia bílar. Bíllinn er væntanlegur til landsins í nóvember en hægt er að forpanta hann hjá Öskju.
Vistvænir bílar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent