Bugatti Bolide er 1825 hestafla brautarskrímsli Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. ágúst 2021 07:00 Bugatti Bolide. Bugatti hefur staðfest að það muni framleiða hinn ægilega Bolide, það er næstum ár síðan stafræn útgáfa af hugmyndabílnum var kynnt. Einungis 40 eintök verða framleidd næstu þrjú árin og verður verðmiðinn 4 milljónir evra, eða um 594 milljónir króna. Mikill áhugi og mikil spenna var fyrir bílnum þegar hann var kynntur, samkvæmt Bugatti. Bílnum hefur verið lýst af Bugatti sem „öfgafyllsta, hraðskreiðasta og léttasta farartæki nútímans þar sem engar málamiðlanir hafa verið gerðar.“ Bíllinn er um 1450 kg. og mun notast við 8 lítra W16 vél með fjórum túrbínum. Sú vél á að skila 1825 hestöflum ef notað er 110 oktana keppnis bensín. „Við erum fyrst núa að sýna hvað W16 vélin getur í raun og veru,“ sagði Stefan Winkelmann, yfirmaður Bugatti. Þetta afl fæst með nýjum túrbínum og nýju olíuverki auk þess sem möppun vélarinnar er bætt. Loftinntak á þaki bílsins er virkt sem þátttakandi í loftflæðishönnun bílsins. Yfirborð inntaksins er slétt á lágum hraða en verður hrjúft af loftbólum þegar hraðinn verður meiri til að minnka loftmótstöðu. Bugatti Bolide. „Á mínum 16 árum hjá Bugatti, hef ég aldrei unnið að eins öfgafullu verkefni,“ sagði yfirhönnuður Bugatti, Achim Anscheidt. Hann viðurkenndi líka að tæknin hefði fengið að ráða meiru um hönnun bílsins en fagurfræðin. Bolide er samkvæmt Bugatti búin nauðsynlegum öryggisbúnaði til þátttöku í FIA keppnum, sem gefur vonir um að Bugatti stefni á þátttöku í Le Mans þolakstrinum. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent
Einungis 40 eintök verða framleidd næstu þrjú árin og verður verðmiðinn 4 milljónir evra, eða um 594 milljónir króna. Mikill áhugi og mikil spenna var fyrir bílnum þegar hann var kynntur, samkvæmt Bugatti. Bílnum hefur verið lýst af Bugatti sem „öfgafyllsta, hraðskreiðasta og léttasta farartæki nútímans þar sem engar málamiðlanir hafa verið gerðar.“ Bíllinn er um 1450 kg. og mun notast við 8 lítra W16 vél með fjórum túrbínum. Sú vél á að skila 1825 hestöflum ef notað er 110 oktana keppnis bensín. „Við erum fyrst núa að sýna hvað W16 vélin getur í raun og veru,“ sagði Stefan Winkelmann, yfirmaður Bugatti. Þetta afl fæst með nýjum túrbínum og nýju olíuverki auk þess sem möppun vélarinnar er bætt. Loftinntak á þaki bílsins er virkt sem þátttakandi í loftflæðishönnun bílsins. Yfirborð inntaksins er slétt á lágum hraða en verður hrjúft af loftbólum þegar hraðinn verður meiri til að minnka loftmótstöðu. Bugatti Bolide. „Á mínum 16 árum hjá Bugatti, hef ég aldrei unnið að eins öfgafullu verkefni,“ sagði yfirhönnuður Bugatti, Achim Anscheidt. Hann viðurkenndi líka að tæknin hefði fengið að ráða meiru um hönnun bílsins en fagurfræðin. Bolide er samkvæmt Bugatti búin nauðsynlegum öryggisbúnaði til þátttöku í FIA keppnum, sem gefur vonir um að Bugatti stefni á þátttöku í Le Mans þolakstrinum.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent