Spáir því að Hannes muni leikstýra Dwayne „The Rock“ Johnson í Hollywood Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. ágúst 2021 14:15 Frá frumsýningu Leynilöggunnar á Locarno á þriðjudag. Lilja Ósk Snorradóttir Kvikmyndin Leynilögga vakti mikla lukku þegar hún var frumsýnd á Locarno hátíðinni í Sviss fyrr í vikunni. Fyrstu kvikmyndadómarnir eru farnir að birtast og eru aðstandendur myndarinnar í skýjunum með viðtökurnar. Íslenski hópurinn vakti mikla forvitni hvert sem hann fór á Locarno enda hefur sú staðreynd að hasar gamanmynd hafi verið boðið að taka þátt í aðalkeppni á hátíðinni vakið mikla fjölmiðla athygli. Hannes til Hollywood Mikil fagnaðarlæti brutust út á sýningunni en áhorfendur blístruðu og klöppuðu þegar Birgir Gíslason átti stórleik. Á blaðamannafundi fyrir sýninguna var hans frammistöðu hrósað hástert. „Ég verð að viðurkenna að maður fékk kökk í hálsinn af stolti. Reyndar á það sama við um allan hópinn. Það rúlluðu nokkur tár þarna hjá Íslendingunum þegar salurinn fagnaði,“ segir Auðunn Blöndal leikari myndarinnar sem er líka frændi Birgis. „Það hefur verið ótrúlega gaman að lesa dómana sem hafa verið birtir, við erum enn að átta okkur á þessu. Flestum ef ekki öllum fer saman um að hér sé á ferð mjög sterk fyrsta mynd leikstjóra, frábær skemmtun, sterk persónusköpun og sérstaklega tekið fram að kvenpersónur myndarinnar séu sterkir. Einn gagnrýnandi gengur svo langt að spá Hannesi framtíð í Hollywood að leikstýra stjörnum á borð við Dwayne Johnson. Ég held maður geti ekki beðið um betri viðbrögð,“ segir Lilja Ósk framleiðandi myndarinnar. Þann kvikmyndadóm má lesa í heild sinni á vef ICS Films. Nýlegt sýnishorn fyrir íslensku hasar- og gamanmyndina Leynilöggan má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Sterk frumraun Framleiðendur Leynilöggu lokuðu nýverið samning við sölufyrirtækið Alief og segir Lilja Ósk það skref hafa verið mjög stórt og mikilvægt fyrir myndina. Brett Walker frá sölufyrirtækinu Alief sagði við það tilefni að kvikmynd eins og Leynilöggu sé afar sjaldgæft að finna og að allir aðdáendur gömlu næntís myndanna ættu ekki að láta myndina fram hjá sér fara. „Mjög sterk frumraun leikstjóra.“ Sagan á bak við myndina er að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í stiklu-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. Þá fæddist hugmynd að skrifa handrit að bíómynd og tíu árum síðar hófust svo tökur á kvikmyndinni. Plakat myndarinnar Leynilögga. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir myndinni. Hann á handritið ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en á bakvið söguna standa Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir myndina og er Elli Cassata kvikmyndatökumaður. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Rúrik Gíslason, Jón Jónsson og Bríet koma einnig fram í myndinni, sem fer í sýningar hér á landi síðar í þessum mánuði. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi). 12. ágúst 2021 08:46 Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. 10. ágúst 2021 20:04 Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku. 6. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íslenski hópurinn vakti mikla forvitni hvert sem hann fór á Locarno enda hefur sú staðreynd að hasar gamanmynd hafi verið boðið að taka þátt í aðalkeppni á hátíðinni vakið mikla fjölmiðla athygli. Hannes til Hollywood Mikil fagnaðarlæti brutust út á sýningunni en áhorfendur blístruðu og klöppuðu þegar Birgir Gíslason átti stórleik. Á blaðamannafundi fyrir sýninguna var hans frammistöðu hrósað hástert. „Ég verð að viðurkenna að maður fékk kökk í hálsinn af stolti. Reyndar á það sama við um allan hópinn. Það rúlluðu nokkur tár þarna hjá Íslendingunum þegar salurinn fagnaði,“ segir Auðunn Blöndal leikari myndarinnar sem er líka frændi Birgis. „Það hefur verið ótrúlega gaman að lesa dómana sem hafa verið birtir, við erum enn að átta okkur á þessu. Flestum ef ekki öllum fer saman um að hér sé á ferð mjög sterk fyrsta mynd leikstjóra, frábær skemmtun, sterk persónusköpun og sérstaklega tekið fram að kvenpersónur myndarinnar séu sterkir. Einn gagnrýnandi gengur svo langt að spá Hannesi framtíð í Hollywood að leikstýra stjörnum á borð við Dwayne Johnson. Ég held maður geti ekki beðið um betri viðbrögð,“ segir Lilja Ósk framleiðandi myndarinnar. Þann kvikmyndadóm má lesa í heild sinni á vef ICS Films. Nýlegt sýnishorn fyrir íslensku hasar- og gamanmyndina Leynilöggan má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Sterk frumraun Framleiðendur Leynilöggu lokuðu nýverið samning við sölufyrirtækið Alief og segir Lilja Ósk það skref hafa verið mjög stórt og mikilvægt fyrir myndina. Brett Walker frá sölufyrirtækinu Alief sagði við það tilefni að kvikmynd eins og Leynilöggu sé afar sjaldgæft að finna og að allir aðdáendur gömlu næntís myndanna ættu ekki að láta myndina fram hjá sér fara. „Mjög sterk frumraun leikstjóra.“ Sagan á bak við myndina er að árið 2011 tóku þeir Auðunn Blöndal og Sverrir Þór Sverrisson þátt í stiklu-keppni í sjónvarpsþáttunum Auddi og Sveppi og gáfu í kjölfarið út stiklu úr kvikmynd sem þeir kölluðu Leynilögga sem sló í gegn. Þá fæddist hugmynd að skrifa handrit að bíómynd og tíu árum síðar hófust svo tökur á kvikmyndinni. Plakat myndarinnar Leynilögga. Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson leikstýrir myndinni. Hann á handritið ásamt Nínu Petersen og Sverri Þór Sverrissyni en á bakvið söguna standa Auðunn Blöndal, Egill Einarsson og Hannes Þór. Lilja Ósk Snorradóttir hjá Pegasus framleiðir myndina og er Elli Cassata kvikmyndatökumaður. Auðunn Blöndal, Egill Einarsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Vivian Ólafsdóttir og Sverrir Þór Sverrisson fara með hlutverk í kvikmyndinni ásamt glæsilegum hópi leikara. Rúrik Gíslason, Jón Jónsson og Bríet koma einnig fram í myndinni, sem fer í sýningar hér á landi síðar í þessum mánuði.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi). 12. ágúst 2021 08:46 Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. 10. ágúst 2021 20:04 Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59 Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku. 6. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Faraldurs-stíflan brestur loksins í haust Frumsýningum fjölmargra kvikmynda hefur verið frestað á tíma nýju kórónuveirunnar en nú virðist sem að stíflan sé að bresta. Fram að jólum verða fjölmargar efnilegar kvikmyndir frumsýndar (vonandi). 12. ágúst 2021 08:46
Frumsýningargestir stóðu upp og klöppuðu fyrir Leynilöggu Kvikmyndin Leynilögga, eða Cop Secret eins og hún heitir á ensku, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno International Film Festical í kvöld. Uppselt var á sýninguna og svo virðist sem henni hafi verið vel tekið af áhorfendum, þar sem þeir stóðu upp og klöppuðu að sýningu lokinni. 10. ágúst 2021 20:04
Leynilögga fær lof erlendra blaðamanna „Það er búið að vera mjög mikil dagskrá í dag í kringum myndina og Hannes leikstjóri er búinn að vera mjög upptekinn í viðtölum við blaðamenn,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir í samtali við Vísi. 10. ágúst 2021 17:59
Hasar og hamagangur í nýju sýnishorni úr Leynilöggu Íslenska hasar- og gamanmyndin Leynilögga verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni Locarno í næstu viku. 6. ágúst 2021 10:34