Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2021 08:28 Nýgengin lax úr Eystri Rangá Mynd: KL Nýjar vikulegar veiðitölur voru birtar í morgun á vef Landssambands Veiðifélaga og þær staðfesta að þetta er ansi hreint rólegt sumar í lang flestum ánum. Eystri Rangá er ennþá á toppnum yfir aflahæstu árnar en heildarveiði upp á 313 laxa er næstbesta vikutalan á landinu en þó langt undir væntingum með ánna og nokkuð ljóst að hún verður undir meðveiði síðustu ára. Eystri Rangá er komin í 1.608 laxa. Besta vikuveiðin var í Ytri Rangá en þar veiddust 358 laxar og áinn komin í 1.417 laxa. Nýjar tölur eru ekki komnar úr Norðurá en hún stóð í 1.030 löxum í síðustu viku og er í þiðrja sæti listans. 170 laxar veiddust í Miðfjarðará sem er komin í 989 laxa í fjórða sæti listans. Næstu ár eru síðan Þverá/Kjarrá og Urriðafoss en þar vantar uppfærðar veiðitölur. Síðasta viku var mjög erfið í mörgum ánum sökum hita, fallandi vatns og sólríkra daga en dæmi um afar slaka viku í mörgum ám má til dæmis nefna 36 laxa í Haffjarðará, 29 laxar í Langá, 36 laxar í Laxá í Kjós og 26 laxar í Laxá í Aðaldal. Nokkrar ár áttu skárri viku en þar má til dæmis nefna Grímsá með 65 laxa, Selá með 85 laxa og Hofsá með 63 laxa. Heilt yfir er þetta sumar bara að stefna í að vera vel undir meðallagi en einhverjar árnar eru þó þekktar fyrir að eiga oft ágæta hauststpretti en þá er enmgu að síður verið að kasta á legna laxa. Göngurnar þetta tímabilið eru meira og minna búnar nema þá helst í Rangánum, Jöklu og í einhverjum af ánum fyrir norðan. Þó að það komi inn eitthvað slangur í árnar er það ekki að fara breyta neinu með þetta sumar. Eitt gott dæmi um þetta er holl sem lauk nýlega veiðum í einni af bestu ánum fyrir norðan á besta tíma, holl mannað nokkrum af bestu veiðimönnum landsins. Fjórar stangir, þrír dagar, tveir laxar. Rangárþing eystra Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
Eystri Rangá er ennþá á toppnum yfir aflahæstu árnar en heildarveiði upp á 313 laxa er næstbesta vikutalan á landinu en þó langt undir væntingum með ánna og nokkuð ljóst að hún verður undir meðveiði síðustu ára. Eystri Rangá er komin í 1.608 laxa. Besta vikuveiðin var í Ytri Rangá en þar veiddust 358 laxar og áinn komin í 1.417 laxa. Nýjar tölur eru ekki komnar úr Norðurá en hún stóð í 1.030 löxum í síðustu viku og er í þiðrja sæti listans. 170 laxar veiddust í Miðfjarðará sem er komin í 989 laxa í fjórða sæti listans. Næstu ár eru síðan Þverá/Kjarrá og Urriðafoss en þar vantar uppfærðar veiðitölur. Síðasta viku var mjög erfið í mörgum ánum sökum hita, fallandi vatns og sólríkra daga en dæmi um afar slaka viku í mörgum ám má til dæmis nefna 36 laxa í Haffjarðará, 29 laxar í Langá, 36 laxar í Laxá í Kjós og 26 laxar í Laxá í Aðaldal. Nokkrar ár áttu skárri viku en þar má til dæmis nefna Grímsá með 65 laxa, Selá með 85 laxa og Hofsá með 63 laxa. Heilt yfir er þetta sumar bara að stefna í að vera vel undir meðallagi en einhverjar árnar eru þó þekktar fyrir að eiga oft ágæta hauststpretti en þá er enmgu að síður verið að kasta á legna laxa. Göngurnar þetta tímabilið eru meira og minna búnar nema þá helst í Rangánum, Jöklu og í einhverjum af ánum fyrir norðan. Þó að það komi inn eitthvað slangur í árnar er það ekki að fara breyta neinu með þetta sumar. Eitt gott dæmi um þetta er holl sem lauk nýlega veiðum í einni af bestu ánum fyrir norðan á besta tíma, holl mannað nokkrum af bestu veiðimönnum landsins. Fjórar stangir, þrír dagar, tveir laxar.
Rangárþing eystra Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði