Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 11. ágúst 2021 07:02 Audi RS Q e-tron á flugi. Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi. Audi tók bílinn til kostanna á Spáni á dögunum við prófanir fyrir Dakar keppnina. Yfir átta daga í Zaragoza var bíllinn prófaður á malarvegum sem líkjast því sem finna má í Dakar. Bíllinn flaug bókstaflega um eins og sjá má á myndunum. Hann náði 180 km/klst hámarkshraða. Allir ökumenn og aðstoðarökumenn fengu að spreyta sig í bílnum. Ökumenn Audi liðsins í Dakar verða Stéphane Peterhansel með Edouard Boulanger sér til aðstoðar og leiðsagnar, Mattias Eström með Emil Bergkvist sem aðstoðarökumann og goðsögnin Carlos Sainz með Lucas Cruz sér til aðstoðar. Audi RS Q e-tron á ferð. Mótorarnir í bílnum eru Formúla E bíl Audi líðsins með 50kWh rafhlöðu. Það er tveggja lítra DTM mótor um borð eingöngu til þess að halda rafhlöðunum hlöðnum. „Ég er mjög ánægður með hvernig bíllinn hagar sér. Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir bílnum,“ sagði Carlos Sainz að loknum prófunum. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent
Audi tók bílinn til kostanna á Spáni á dögunum við prófanir fyrir Dakar keppnina. Yfir átta daga í Zaragoza var bíllinn prófaður á malarvegum sem líkjast því sem finna má í Dakar. Bíllinn flaug bókstaflega um eins og sjá má á myndunum. Hann náði 180 km/klst hámarkshraða. Allir ökumenn og aðstoðarökumenn fengu að spreyta sig í bílnum. Ökumenn Audi liðsins í Dakar verða Stéphane Peterhansel með Edouard Boulanger sér til aðstoðar og leiðsagnar, Mattias Eström með Emil Bergkvist sem aðstoðarökumann og goðsögnin Carlos Sainz með Lucas Cruz sér til aðstoðar. Audi RS Q e-tron á ferð. Mótorarnir í bílnum eru Formúla E bíl Audi líðsins með 50kWh rafhlöðu. Það er tveggja lítra DTM mótor um borð eingöngu til þess að halda rafhlöðunum hlöðnum. „Ég er mjög ánægður með hvernig bíllinn hagar sér. Ég fékk strax góða tilfinningu fyrir bílnum,“ sagði Carlos Sainz að loknum prófunum.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent