Það er óhætt að segja að mikil spenna ríki í hóp aðstandenda íslensku kvikmyndarinnar Leynilögga en myndin verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Sviss síðar í dag.

Lilja Ósk, framleiðandi myndarinnar, segir að sýning hafi verið fyrir blaðamenn í morgun og viðbrögðin hafi verið mjög góð meðal þeirra.
„Einn blaðamannanna hélt heila ræðu um hversu vel hafi tekist til að gera hasargrínmynd að svona ljúfsárri mynd á sama tíma. Hann segir óvenjulegt að sjá svona mynd og hrósaði hann sérstaklega sterkum kvenkarakterum í myndinni.“
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af íslenska hópnum í Sviss.





Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni en myndin verður frumsýnd á Íslandi von bráðar.