Norðurá aflahæst af laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2021 08:40 Nýjar vikutölur voru birtar á vef Landssambands Veiðifélaga í morgun og nú ber svo við að Norðurá er aflahæst laxveiðiánna. Það er töluvert síðan Norðurá hefur verið efst á þessum lista en Rangárnar, Þverá/Kjarrá og Miðfjarðará hafa oftast setið efst á þessum lista undanfarin ár yfir mestu veiðina. Norðurá situr þessa vikuna hæst á listanum með vikuveiði upp á 194 laxa sem er ljómandi fín vika og algjörlega í takt við það sem hefur verið að gerast í ánum á vesturlandi. Veiðimenn og leigutakar eru sammála um að göngurnar eru tveimur vikum hið minnsta seinna á ferðinni en í venjulegu ári og þrátt fyrir að júlí sé að renna á enda eru ennþá ágætar göngur í árnar í Borgarfirði og víðar á vesturlandi. Eystri Rangá er önnur á listanum en það er ansi mikill munur að sjá veiðitölur úr henni núna miðað við í fyrra. Alls hafa veiðst 864 laxar í ánni hingað til en takið engu að síður eftir því að vikuveiðin var 372 laxar sem er frábær vika. Það er greinileg aukning í göngum í Eystri Rangá og ætli hún sé ekki bara eins og trendið virðist vera í sumar, svolítið sein af stað. Urriðafoss er með 787 laxa, Þverá og Kjarrá með 736 laxa og vikuveiði upp á 167 laxa og í fimmta sæti er Ytri Rangá með 715 laxa og það er sama stökkið þar eins og í Eystri Rangá, vikuveiði upp á 331 lax. Stangveiði Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Töluvert af gæs komin í tún og akra Veiði Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Veiði Laxveiðin góð í öllum landshlutum Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Staðan í topp 10 ánum Veiði
Það er töluvert síðan Norðurá hefur verið efst á þessum lista en Rangárnar, Þverá/Kjarrá og Miðfjarðará hafa oftast setið efst á þessum lista undanfarin ár yfir mestu veiðina. Norðurá situr þessa vikuna hæst á listanum með vikuveiði upp á 194 laxa sem er ljómandi fín vika og algjörlega í takt við það sem hefur verið að gerast í ánum á vesturlandi. Veiðimenn og leigutakar eru sammála um að göngurnar eru tveimur vikum hið minnsta seinna á ferðinni en í venjulegu ári og þrátt fyrir að júlí sé að renna á enda eru ennþá ágætar göngur í árnar í Borgarfirði og víðar á vesturlandi. Eystri Rangá er önnur á listanum en það er ansi mikill munur að sjá veiðitölur úr henni núna miðað við í fyrra. Alls hafa veiðst 864 laxar í ánni hingað til en takið engu að síður eftir því að vikuveiðin var 372 laxar sem er frábær vika. Það er greinileg aukning í göngum í Eystri Rangá og ætli hún sé ekki bara eins og trendið virðist vera í sumar, svolítið sein af stað. Urriðafoss er með 787 laxa, Þverá og Kjarrá með 736 laxa og vikuveiði upp á 167 laxa og í fimmta sæti er Ytri Rangá með 715 laxa og það er sama stökkið þar eins og í Eystri Rangá, vikuveiði upp á 331 lax.
Stangveiði Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Töluvert af gæs komin í tún og akra Veiði Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Veiði Laxveiðin góð í öllum landshlutum Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Staðan í topp 10 ánum Veiði