Þróunarsamvinna náði sögulegu hámarki á síðasta ári Heimsljós 24. júlí 2021 10:50 Mikilvægi þróunarsamvinnu og samtakamáttar alþjóðasamfélagsins sýndi sig á síðasta ári og náði stuðningur alþjóðasamfélagsins til þróunarsamvinnu sögulegu hámarki árið 2020. Þetta kemur fram í nýrri skýrsluAlþjóðabandalags um úttektir á COVID-19, sem sett var á laggirnar til að meta árangur aðgerða vegna COVID-19 og margvísleg áhrif þeirra á velferð fólks og efnahag. Íslensk stjórnvöld hafa verið virkir þátttakendur í bandalaginu frá upphafi. Bandalagið hefur nú lagt mat á viðbrögð alþjóðasamfélagsins við COVID-19 þegar kemur að mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu en í skýrslunni er greint frá fyrstu niðurstöðum. Það kemur meðal annars fram að með náinni samvinnu, samræmdum aðgerðum og hröðum viðbrögðum hafi samstarfsaðilar náð að takast á við áskoranir langvarandi heilbrigðisvanda og margvíslegum áhrifum hans á velferð fólks og efnahag. Í skýrslunni eru birtar níu lykilniðurstöður. Þær eru eftirfarandi: 1. Þegar heimsfaraldur braust fyrst út reyndust hröð og sveigjanleg viðbrögð einstaklega veigamikil. Skjótar greiðslur úr nýjum sjóðum og endurskilgreining verkefna auðveldaði fjármögnun sem gerði ríkjum kleift að takast á við breyttar aðstæður. 2. Reyndir og traustir samstarfsaðilar reyndust vel, og nýting bjarga var hámörkuð með notkun og aðlögun þeirra samhæfingarleiða sem þegar voru til staðar, en einnig varð nálgunin þar af leiðandi heildstæðari og skýrari. 3. Uppsetning miðstýrðs krísuteymis sem bjó að innsýn úr helstu geirum og var öflugt í forystu reyndist einstaklega verðmætt fyrir skilvirka og árangursríka ákvörðunartöku. 4. Þær alþjóðastofnanir sem best brugðust við og forgangsröðuðu verkefnum sem tengdust COVID-19 faraldrinum án þess að missa sjónar á sínum kjarnaverkefnum gátu fljótt tileinkað sér sveigjanleg vinnubrögð og aðlagað stefnu sína að nýjum aðstæðum. 5. Áskorun er að tryggja samfellu í rekstri meðfram áfallastjórnun. Ef kerfi eru hluti af hefðbundnum rekstri og eru samþætt stjórnun og uppbyggingu stofnana má viðhalda kjarnastarfsemi samhliða því að nýtt og markvisst starf er sett í gang til að bregðast við krísu. 6. Markviss upplýsingamiðlun hins opinbera í samstarfsríkjum reyndist gagnleg til að fylgjast með þróun faraldursins og áhrifum hans, koma í veg fyrir útbreiðslu rangra og villandi upplýsinga, vekja vitund almennings og styðja við gagnsæi og trúverðugleika viðbragða hins opinbera. 7. Markviss innri samskipti varðandi ákvarðanir og aðgerðir reyndist gagnleg til að forðast óreiðu og til að viðhalda samfellu í viðbrögðum. 8. Nauðsynlegt er að þróa stefnu og vinnubrögð sem forgangsraða geðheilsu og vellíðan starfsfólks þegar viðbrögð eru langvarandi. 9. Heilbrigðiskreppan stuðlaði að því að stofnanir urðu opnari fyrir nýjungum, þar á meðal hvað varðaði mat á fordæmalausum áhættum og gerði stofnunum betur kleift að bregðast skjótt við. Ljóst þykir að draga megi mikilvægan lærdóm af fyrsta ári faraldursins og mun bandalagið halda áfram að fylgjast með aðgerðum alþjóðasamfélagsins. Athyglinni verður þá meðal annars beint að afleiðingum og langtímaárangri aðgerða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent
Mikilvægi þróunarsamvinnu og samtakamáttar alþjóðasamfélagsins sýndi sig á síðasta ári og náði stuðningur alþjóðasamfélagsins til þróunarsamvinnu sögulegu hámarki árið 2020. Þetta kemur fram í nýrri skýrsluAlþjóðabandalags um úttektir á COVID-19, sem sett var á laggirnar til að meta árangur aðgerða vegna COVID-19 og margvísleg áhrif þeirra á velferð fólks og efnahag. Íslensk stjórnvöld hafa verið virkir þátttakendur í bandalaginu frá upphafi. Bandalagið hefur nú lagt mat á viðbrögð alþjóðasamfélagsins við COVID-19 þegar kemur að mannúðaraðstoð og þróunarsamvinnu en í skýrslunni er greint frá fyrstu niðurstöðum. Það kemur meðal annars fram að með náinni samvinnu, samræmdum aðgerðum og hröðum viðbrögðum hafi samstarfsaðilar náð að takast á við áskoranir langvarandi heilbrigðisvanda og margvíslegum áhrifum hans á velferð fólks og efnahag. Í skýrslunni eru birtar níu lykilniðurstöður. Þær eru eftirfarandi: 1. Þegar heimsfaraldur braust fyrst út reyndust hröð og sveigjanleg viðbrögð einstaklega veigamikil. Skjótar greiðslur úr nýjum sjóðum og endurskilgreining verkefna auðveldaði fjármögnun sem gerði ríkjum kleift að takast á við breyttar aðstæður. 2. Reyndir og traustir samstarfsaðilar reyndust vel, og nýting bjarga var hámörkuð með notkun og aðlögun þeirra samhæfingarleiða sem þegar voru til staðar, en einnig varð nálgunin þar af leiðandi heildstæðari og skýrari. 3. Uppsetning miðstýrðs krísuteymis sem bjó að innsýn úr helstu geirum og var öflugt í forystu reyndist einstaklega verðmætt fyrir skilvirka og árangursríka ákvörðunartöku. 4. Þær alþjóðastofnanir sem best brugðust við og forgangsröðuðu verkefnum sem tengdust COVID-19 faraldrinum án þess að missa sjónar á sínum kjarnaverkefnum gátu fljótt tileinkað sér sveigjanleg vinnubrögð og aðlagað stefnu sína að nýjum aðstæðum. 5. Áskorun er að tryggja samfellu í rekstri meðfram áfallastjórnun. Ef kerfi eru hluti af hefðbundnum rekstri og eru samþætt stjórnun og uppbyggingu stofnana má viðhalda kjarnastarfsemi samhliða því að nýtt og markvisst starf er sett í gang til að bregðast við krísu. 6. Markviss upplýsingamiðlun hins opinbera í samstarfsríkjum reyndist gagnleg til að fylgjast með þróun faraldursins og áhrifum hans, koma í veg fyrir útbreiðslu rangra og villandi upplýsinga, vekja vitund almennings og styðja við gagnsæi og trúverðugleika viðbragða hins opinbera. 7. Markviss innri samskipti varðandi ákvarðanir og aðgerðir reyndist gagnleg til að forðast óreiðu og til að viðhalda samfellu í viðbrögðum. 8. Nauðsynlegt er að þróa stefnu og vinnubrögð sem forgangsraða geðheilsu og vellíðan starfsfólks þegar viðbrögð eru langvarandi. 9. Heilbrigðiskreppan stuðlaði að því að stofnanir urðu opnari fyrir nýjungum, þar á meðal hvað varðaði mat á fordæmalausum áhættum og gerði stofnunum betur kleift að bregðast skjótt við. Ljóst þykir að draga megi mikilvægan lærdóm af fyrsta ári faraldursins og mun bandalagið halda áfram að fylgjast með aðgerðum alþjóðasamfélagsins. Athyglinni verður þá meðal annars beint að afleiðingum og langtímaárangri aðgerða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent