Hélt að Reycup væri að grínast með að bóka hann Snorri Másson skrifar 21. júlí 2021 13:55 Emmsjé Gauti treður upp á Reycup í ár, eftir að hafa sent gestum hátíðarinnar kaldar kveðjur í fyrra. Daníel Thor Emmsjé Gauti er að spila á Reycup í dag og á laugardaginn, að öllu óbreyttu. Það hefur vakið lukku á Twitter, þar sem flestum er enn í fersku minni pilla sem rapparinn sendi gestum hátíðarinnar í fyrra, eftir að smit greindist í hópnum. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði Gauti á Twitter í kjölfar frétta af smitum á mótinu og frétta af því að gripið hefði verið til hertra sóttvarnaráðstafana innanlands í fyrsta sinn um nokkurt skeið. Smitum fer fjölgandi og ég er bókaður á Rey Cup um helgina. Vonandi verður gaman.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 20, 2021 Gremjan var á þessum tímapunkti nokkuð mikil á meðal atvinnulausra tónlistarmanna, en Gauti segir þó í samtali við Vísi að vissulega hafi útlegging fjölmiðla á tísti hans á þessum tíma verið fullbókstafleg. „Þetta var eiginlega bara grín sem sprakk. Ég hafði í raun og veru enga skoðun á þessu fótboltamóti, ég bara greip eitthvað á lofti. En þetta var bara fyndið og auðvitað ákveðið móment að það hafi verið gert grín að þessu í skaupinu,“ segir Gauti. Vegna umræðunnar sem tístið hafði hrundið af stað kom það rapparanum á óvart að fá símtal frá Reycup í vor, þar sem hann var beðinn um að spila á íþróttamótinu. „Ég var bara, eruði að djóka? En meirihluti fólks hafði nú bara húmor fyrir þessu þótt nokkrir pirraðir einstaklingar hafi upplifað þetta sem árás á börnin þeirra, sem þetta var náttúrulega ekki,“ segir Gauti. Grínið hefst í kringum mínútu 25. Heldur kjafti og hlýðir Fjöldi smita undanfarna daga hefur verið ískyggilegur og sóttvarnalæknir kveðst vera að íhuga að grípa til aðgerða innanlands. Gauti segir blendnar tilfinningar uppi um Reycup í ljósi smita, en að stuðið hafi verið nokkuð mikið síðan tilslakanir tóku gildi og skemmtanalífið fór aftur af stað. Nú virðist allt horfa til verri vegar: „Ég meina við bara bólusettum okkur, fórum aftur út að djamma og núna virðist það bara ekki vera að virka. Ég hef enga lausn á þessu, ég bara held kjafti og hlýði,“ segir Gauti. Þegar eru brögð að því að verið sé að aflýsa viðburðum í ljósi ástandsins en Gauti segist lítið hafa orðið var við að afbókanir tónlistarmanna séu hafnar. „En talan fer hækkandi með hverjum deginum,“ segir hann áhyggjufullur. Hvernig sem fer má að sögn rapparans hugga sig við að ný Kanye West plata sé að koma út á föstudaginn. View this post on Instagram A post shared by ye (@kanyewest) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ReyCup Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. 31. júlí 2020 18:21 Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði Gauti á Twitter í kjölfar frétta af smitum á mótinu og frétta af því að gripið hefði verið til hertra sóttvarnaráðstafana innanlands í fyrsta sinn um nokkurt skeið. Smitum fer fjölgandi og ég er bókaður á Rey Cup um helgina. Vonandi verður gaman.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 20, 2021 Gremjan var á þessum tímapunkti nokkuð mikil á meðal atvinnulausra tónlistarmanna, en Gauti segir þó í samtali við Vísi að vissulega hafi útlegging fjölmiðla á tísti hans á þessum tíma verið fullbókstafleg. „Þetta var eiginlega bara grín sem sprakk. Ég hafði í raun og veru enga skoðun á þessu fótboltamóti, ég bara greip eitthvað á lofti. En þetta var bara fyndið og auðvitað ákveðið móment að það hafi verið gert grín að þessu í skaupinu,“ segir Gauti. Vegna umræðunnar sem tístið hafði hrundið af stað kom það rapparanum á óvart að fá símtal frá Reycup í vor, þar sem hann var beðinn um að spila á íþróttamótinu. „Ég var bara, eruði að djóka? En meirihluti fólks hafði nú bara húmor fyrir þessu þótt nokkrir pirraðir einstaklingar hafi upplifað þetta sem árás á börnin þeirra, sem þetta var náttúrulega ekki,“ segir Gauti. Grínið hefst í kringum mínútu 25. Heldur kjafti og hlýðir Fjöldi smita undanfarna daga hefur verið ískyggilegur og sóttvarnalæknir kveðst vera að íhuga að grípa til aðgerða innanlands. Gauti segir blendnar tilfinningar uppi um Reycup í ljósi smita, en að stuðið hafi verið nokkuð mikið síðan tilslakanir tóku gildi og skemmtanalífið fór aftur af stað. Nú virðist allt horfa til verri vegar: „Ég meina við bara bólusettum okkur, fórum aftur út að djamma og núna virðist það bara ekki vera að virka. Ég hef enga lausn á þessu, ég bara held kjafti og hlýði,“ segir Gauti. Þegar eru brögð að því að verið sé að aflýsa viðburðum í ljósi ástandsins en Gauti segist lítið hafa orðið var við að afbókanir tónlistarmanna séu hafnar. „En talan fer hækkandi með hverjum deginum,“ segir hann áhyggjufullur. Hvernig sem fer má að sögn rapparans hugga sig við að ný Kanye West plata sé að koma út á föstudaginn. View this post on Instagram A post shared by ye (@kanyewest)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) ReyCup Tengdar fréttir Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06 Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. 31. júlí 2020 18:21 Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Kemur ekki til greina að aflýsa fjölmennu fótboltamóti: Þátttakendur flestir óbólusettir Ekki kemur til greina að aflýsa fótboltamótinu Rey Cup vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Mótið, sem er það stærsta í sögu Rey Cup, hefst á morgun og taka um tvö þúsund börn þátt, flest óbólusett. 20. júlí 2021 13:06
Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. 31. júlí 2020 18:21
Kórónuveirusmit greindist á Rey Cup: Á þriðja tug í sóttkví Fullorðinn einstaklingur sem var viðstaddur Rey Cup um helgina greindist með kórónuveirusmit í dag. Einstaklingurinn og hópurinn sem hann var með mun ekki taka frekari þátt í mótinu. 25. júlí 2020 21:37