Hrollvekjan Titane hlaut Gullpálmann Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 20:31 Julia Ducournau grét af gleði þegar hún tók við Gullpálmanum. Vadim Ghirda/AP Photo Franski leikstjórinn Julia Ducournau varð í dag annar kvenkyns leikstjórinn til að vinna Gullpálmann þegar mynd hennar Titane vann aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar í dag. Spike Lee, leikstjóra og forseta dómnefndar Cannes, varð á í messunni þegar hann tilkynnti Titane sem sigurvegara Gullpálmans í byrjun verðlaunaathafnarinnar í Cannes í kvöld. Venjan er að veita Gullpálmann í lok athafnarinnar. Spike Lee skammaðist sín í kvöld.AP Photo/Vadim Ghirda Kvikmyndhátíðinni í Cannes lauk í kvöld eftir tólf daga hátíðarhöld. Faraldur Covid-19 setti sinn stimpil á hátíðina eins og svo margt annað. Færri gestir en venjulega komust að og var þeim öllum gert að bera andlitsgrímur í kvikmyndahúsunum. Hátíðinni í fyrra var aflýst sökum faraldursins og létu gestir takmarkanir því ekki spilla gleðinni. Grand Prix verðlaununum var deilt meðal írönsku dramamyndarinnar A Hero og hinnar finnsku Apartment No. 6. Grand Prix verðlaunin eru í raun verðlaun fyrir annað sætið á hátíðinni. Leos Carax hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði opnunarmynd hátíðarinnar, söngleikjamyndinni Annette. Renate Reinsve var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Worst Person in the World. Caleb Landry Jones var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir að leika fjöldamorðingja í Nitram, sannsögulegri mynd um fjöldamorðið í Ástralíu árið 1996. Murina, mynd króatíska leikstjórans Antoneta Alamat Kusijanović, hlaut Gullmyndavélina, verðlaun fyrir bestu frumraun leikstjóra. Kusijanović gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún eignaðist barn í gær. Cannes Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Spike Lee, leikstjóra og forseta dómnefndar Cannes, varð á í messunni þegar hann tilkynnti Titane sem sigurvegara Gullpálmans í byrjun verðlaunaathafnarinnar í Cannes í kvöld. Venjan er að veita Gullpálmann í lok athafnarinnar. Spike Lee skammaðist sín í kvöld.AP Photo/Vadim Ghirda Kvikmyndhátíðinni í Cannes lauk í kvöld eftir tólf daga hátíðarhöld. Faraldur Covid-19 setti sinn stimpil á hátíðina eins og svo margt annað. Færri gestir en venjulega komust að og var þeim öllum gert að bera andlitsgrímur í kvikmyndahúsunum. Hátíðinni í fyrra var aflýst sökum faraldursins og létu gestir takmarkanir því ekki spilla gleðinni. Grand Prix verðlaununum var deilt meðal írönsku dramamyndarinnar A Hero og hinnar finnsku Apartment No. 6. Grand Prix verðlaunin eru í raun verðlaun fyrir annað sætið á hátíðinni. Leos Carax hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði opnunarmynd hátíðarinnar, söngleikjamyndinni Annette. Renate Reinsve var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Worst Person in the World. Caleb Landry Jones var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir að leika fjöldamorðingja í Nitram, sannsögulegri mynd um fjöldamorðið í Ástralíu árið 1996. Murina, mynd króatíska leikstjórans Antoneta Alamat Kusijanović, hlaut Gullmyndavélina, verðlaun fyrir bestu frumraun leikstjóra. Kusijanović gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún eignaðist barn í gær.
Cannes Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Menning Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri Tíska og hönnun Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Lífið Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Lífið Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Heimilislegur ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Lífið samstarf Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Lífið Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira