Úthlutun styrkja til þróunarsamvinnuverkefna íslenskra félagasamtaka Heimsljós 16. júlí 2021 15:12 Utanríkisráðuneytið hefur úthlutað styrkjum til íslenskra félagasamtaka vegna þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar í ríkjum Afríku. Gunnisal Fjórtán félagasamtök fá styrki frá utanríkisráðuneytinu. Utanríkisráðuneytið hefur gefið fjórtán félagasamtökum vilyrði um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar í ríkjum í Afríku. Árlega eru veittir styrkir til slíkra verkefna undir hatti samstarfs ráðuneytisins við félagasamtök í þróunarsamvinnu en fjölbreytt flóra samtaka er til staðar hér á landi. Auglýstar voru allt að 100 milljónir króna til úthlutunar árið 2021 og bárust alls 19 umsóknir frá 13 félagasamtökum að heildarupphæð 603 milljónir króna. Því var eftirspurn eftir styrkjum langt umfram það sem auglýst var. Úthlutun hæstu styrkja Hæstu styrkjunum verður varið til fjögurra langtímaverkefna á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Rauða krossins á Íslandi. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar kemur til framkvæmdar í Úganda en um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefni í Rakai og Lyadonte sem tekur til bættra lífsskilyrða fjölskyldna sem líða vegna HIV/alnæmis á svæðinu. Rauði krossinn á Íslandi fær styrk til tveggja verkefna, annars vegar í tengslum við sjálfbæra og samfélagsdrifna endurheimt skóglendis í Síerra Leóne og hins vegar vegna uppbyggingar á getu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að takast á við ofbeldi, mismunun og útilokun. Verkefnið nær til landsfélaga í Malaví, Síerra Leóne og Sómalíu. Tvö verkefni á vegum SOS Barnaþorpa fá áframhaldandi stuðning. Annað kemur til framkvæmdar í Eþíópíu þar sem áhersla er lögð á fjölskyldueflingu í Tulu Moye í gegnum valdeflingu og stuðning við börn, konur og ungmenni með það að markmiði að styrkja þau til félagslegrar þátttöku. Síðara verkefnið er staðsett í Sómalíu og Sómalílandi. Markmið verkefnisins er að skapa atvinnutækifæri fyrir ungt fólk á svæðinu en þar er um 70% atvinnuleysi meðal ungmenna. Stelpur rokka! fá styrk vegna verkefnisins Stelpur rokka áfram í Tógó en verkefnið hefur staðið yfir í fimm ár og mun stuðningur utanríkisráðuneytisins vera nýttur í að fjármagna og styðja við tónlistarsumarbúðir í landinu. Styttri verkefni og nýliðastyrkir Af styttri verkefnum koma tvö til framkvæmda í Síerra Leóne, annað á vegum Aurora velgerðarsjóðs þar sem stutt er við sjálfbærni Lettie Stuart Pottery leirkeraverkstæðisins í Freetown og annað á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi þar sem markmiðið er að draga úr ofbeldi gagnvart börnum í landinu. Barnaheill hljóta einnig styrk til hagkvæmnisathugunar í Líberíu og undirbúning fyrir tæknilega aðstoð samtakanna þar í landi. Tvenn verkefni eru staðsett í Kenía, fyrra er verkefni á vegum Sambands íslenskra Kristniboðsfélaga í Pokot sýslu þar sem unnið er að eflingu afskiptra nemenda. Hið síðara er framkvæmt af Styrktarfélaginu Broskallar og miðar verkefnið að því að styrkja getu nemenda í stærðfræði. Munu bókasöfn vera miðpunktur verkefnisins m.a. vegna óvissu um skólahald í skugga COVID-19 heimsfaraldurs. Að lokum hlýtur CLF á Íslandi styrk til stækkunar á skóla samtakanna í Úganda. Alls fá tvö félög nýliðastyrki en slíkir styrkir eru veittir til félagasamtaka sem eru að stíga sín fyrstu skref í þróunarsamvinnu. Um er að ræða verkefni Styrktarfélags Haven Rescue Home í Kenía þar sem unnið er að sjálfbærni heimilis fyrir ungar mæður og hins vegar verkefni Þroskahjálpar sem snýr að stuðningi við fötluð börn í Mangochi héraði í Malaví. Íslensk félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki sem samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu. Markmiðið með samstarfi utanríkisráðuneytisins og félagsamtaka í þróunarsamvinnu er meðal annars að draga úr fáttækt og að leggja lóð á vogarskálarnar í þágu sjálfstæðs, þróttmikils og fjölbreytilegs borgaralegs samfélags í þróunarríkjum. Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Næsta úthlutun er áætluð í byrjun árs 2022. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent
Utanríkisráðuneytið hefur gefið fjórtán félagasamtökum vilyrði um styrki vegna þróunarsamvinnuverkefna víðsvegar í ríkjum í Afríku. Árlega eru veittir styrkir til slíkra verkefna undir hatti samstarfs ráðuneytisins við félagasamtök í þróunarsamvinnu en fjölbreytt flóra samtaka er til staðar hér á landi. Auglýstar voru allt að 100 milljónir króna til úthlutunar árið 2021 og bárust alls 19 umsóknir frá 13 félagasamtökum að heildarupphæð 603 milljónir króna. Því var eftirspurn eftir styrkjum langt umfram það sem auglýst var. Úthlutun hæstu styrkja Hæstu styrkjunum verður varið til fjögurra langtímaverkefna á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar, SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Rauða krossins á Íslandi. Verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar kemur til framkvæmdar í Úganda en um er að ræða áframhaldandi stuðning við verkefni í Rakai og Lyadonte sem tekur til bættra lífsskilyrða fjölskyldna sem líða vegna HIV/alnæmis á svæðinu. Rauði krossinn á Íslandi fær styrk til tveggja verkefna, annars vegar í tengslum við sjálfbæra og samfélagsdrifna endurheimt skóglendis í Síerra Leóne og hins vegar vegna uppbyggingar á getu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans til að takast á við ofbeldi, mismunun og útilokun. Verkefnið nær til landsfélaga í Malaví, Síerra Leóne og Sómalíu. Tvö verkefni á vegum SOS Barnaþorpa fá áframhaldandi stuðning. Annað kemur til framkvæmdar í Eþíópíu þar sem áhersla er lögð á fjölskyldueflingu í Tulu Moye í gegnum valdeflingu og stuðning við börn, konur og ungmenni með það að markmiði að styrkja þau til félagslegrar þátttöku. Síðara verkefnið er staðsett í Sómalíu og Sómalílandi. Markmið verkefnisins er að skapa atvinnutækifæri fyrir ungt fólk á svæðinu en þar er um 70% atvinnuleysi meðal ungmenna. Stelpur rokka! fá styrk vegna verkefnisins Stelpur rokka áfram í Tógó en verkefnið hefur staðið yfir í fimm ár og mun stuðningur utanríkisráðuneytisins vera nýttur í að fjármagna og styðja við tónlistarsumarbúðir í landinu. Styttri verkefni og nýliðastyrkir Af styttri verkefnum koma tvö til framkvæmda í Síerra Leóne, annað á vegum Aurora velgerðarsjóðs þar sem stutt er við sjálfbærni Lettie Stuart Pottery leirkeraverkstæðisins í Freetown og annað á vegum Barnaheilla Save the Children á Íslandi þar sem markmiðið er að draga úr ofbeldi gagnvart börnum í landinu. Barnaheill hljóta einnig styrk til hagkvæmnisathugunar í Líberíu og undirbúning fyrir tæknilega aðstoð samtakanna þar í landi. Tvenn verkefni eru staðsett í Kenía, fyrra er verkefni á vegum Sambands íslenskra Kristniboðsfélaga í Pokot sýslu þar sem unnið er að eflingu afskiptra nemenda. Hið síðara er framkvæmt af Styrktarfélaginu Broskallar og miðar verkefnið að því að styrkja getu nemenda í stærðfræði. Munu bókasöfn vera miðpunktur verkefnisins m.a. vegna óvissu um skólahald í skugga COVID-19 heimsfaraldurs. Að lokum hlýtur CLF á Íslandi styrk til stækkunar á skóla samtakanna í Úganda. Alls fá tvö félög nýliðastyrki en slíkir styrkir eru veittir til félagasamtaka sem eru að stíga sín fyrstu skref í þróunarsamvinnu. Um er að ræða verkefni Styrktarfélags Haven Rescue Home í Kenía þar sem unnið er að sjálfbærni heimilis fyrir ungar mæður og hins vegar verkefni Þroskahjálpar sem snýr að stuðningi við fötluð börn í Mangochi héraði í Malaví. Íslensk félagasamtök gegna mikilvægu hlutverki sem samstarfsaðilar í þróunarsamvinnu. Markmiðið með samstarfi utanríkisráðuneytisins og félagsamtaka í þróunarsamvinnu er meðal annars að draga úr fáttækt og að leggja lóð á vogarskálarnar í þágu sjálfstæðs, þróttmikils og fjölbreytilegs borgaralegs samfélags í þróunarríkjum. Umsóknarfrestir fyrir verkefni á sviði þróunarsamvinnu eru auglýstir árlega. Næsta úthlutun er áætluð í byrjun árs 2022. Sjá nánar á vef stjórnarráðsins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent