Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 15. júlí 2021 08:22 Nýgengin lax úr Eystri Rangá Mynd: KL Nýjar vikulegar veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga voru birtar í gærkvöldi og það er nokkuð greinilegt að þetta sumar verður undir væntingum. Það er nokkuð ljóst á tölunum að þetta verður ekkert sérstakt veiðisumar í laxveiðiánum nema eitthvað stórkostlegt breytist. Það eru þó ljós í rökkrinu (ekki alveg myrkur þótt rólegt sé) og þar má nefna til dæmis Elliðaárnar en veiðin þar er bara ágæt, sama má segja með toppánna á listanum Þjórsá en veiðisvæðið við Urriðafoss er komið í 668 laxa. Norðurá situr í öðru sæti með 533 laxa sem er ekkert sérstakt fyrir stöðuna um miðjan júlí. Þverá og Kjarrá eru svo í þriðja sæti listans með 400 laxa en það verður að teljast afar líklegt að veiðin þar fari yfir sumarið í fyrra sem endaði í 1.027 löxum. Eystri Rangá hefur gefið 319 laxa sem er minna en á sama tíma í fyrra sem er kannski ósanngjarn samanburður enda var um metár að ræða. Þessi tala rímar við veiðina á því sem er meðalár í ánni enda hefur hún þá yfirburði að vera að fá göngur meira og minna langt fram á haust. Haffjarðará er í fimmta sæti með 265 laxa, aðrar ár með minna. Þegar það eru rétt rúmar tvær vikur eftir af aðalgöngutímanum í sjálfbæru ánum er nokkuð víst að þegar 25 ára meðaltal er skoðað verður þetta sumar undir því sem má kalla meðalveiði. Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði
Það er nokkuð ljóst á tölunum að þetta verður ekkert sérstakt veiðisumar í laxveiðiánum nema eitthvað stórkostlegt breytist. Það eru þó ljós í rökkrinu (ekki alveg myrkur þótt rólegt sé) og þar má nefna til dæmis Elliðaárnar en veiðin þar er bara ágæt, sama má segja með toppánna á listanum Þjórsá en veiðisvæðið við Urriðafoss er komið í 668 laxa. Norðurá situr í öðru sæti með 533 laxa sem er ekkert sérstakt fyrir stöðuna um miðjan júlí. Þverá og Kjarrá eru svo í þriðja sæti listans með 400 laxa en það verður að teljast afar líklegt að veiðin þar fari yfir sumarið í fyrra sem endaði í 1.027 löxum. Eystri Rangá hefur gefið 319 laxa sem er minna en á sama tíma í fyrra sem er kannski ósanngjarn samanburður enda var um metár að ræða. Þessi tala rímar við veiðina á því sem er meðalár í ánni enda hefur hún þá yfirburði að vera að fá göngur meira og minna langt fram á haust. Haffjarðará er í fimmta sæti með 265 laxa, aðrar ár með minna. Þegar það eru rétt rúmar tvær vikur eftir af aðalgöngutímanum í sjálfbæru ánum er nokkuð víst að þegar 25 ára meðaltal er skoðað verður þetta sumar undir því sem má kalla meðalveiði.
Stangveiði Mest lesið 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Laxinn mættur í Langá og Grímsá Veiði Íslensku hrosshárin slógu í gegn Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Nýr söluaðili veiðileyfa í Eystri Rangá Veiði Fyrstu veiðitölur frá Landssambandi Veiðifélaga Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Fræðslukvöld SVFR farin í gang Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði