Lewis Hamilton setur upp grasrótarverkefni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. júlí 2021 07:00 Lewis Hamilton í bol sem á stendur: When will we change? (Hvenær munum við breytast?) Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur sett upp grasrótarverkefni sem er ætlað að auka þátttöku svartra í tæknilegum störfum sérstaklega innan Formúlu 1. Verkefnið ber heitir „The Hamilton Commission“ og er stýrt af Lewis Hamilton sjálfum og Dr Hayaatun Sillem, framkvæmdastjóra konunglegu verkfræðiakademíunnar. Skýrsla sem kom frá Hamilton Commission nýlega varpar ljósi á kerfislægar hindranir sem gera svörtu fólki erfiðara að fóta sig í akstursíþróttum, þá sérstaklega með áherslu á verkfræðistörf. Skýrslan ber titilinn Flýtum breytingum: Eflum svart fólk til þátttöku í breskum akstursíþróttum (e. Accelerating Change: Improving Representation of Black People in UK Motorsport). Hún er afrakstur tíu mánaða rannsóknarvinnu þar sem mikið magn gagna þvert á grunn og æðri menntun er skoðað. Eins eru upplýsingar um Formúlu 1 skoðaðar og fólk sem starfar þar. Þá er skýrslan einnig hugsuð sem leið til að benda á lausnir við vandanum. Skýrsluna má lesa hér. Markmiðið er að horfa á þrjá þætti sem einna helst koma í veg fyrir þátttöku svartra. Þættirnir eru innblástur og þátttaka, stuðningur og valdefling og ábyrgð og mælanleiki. Skýrslan er því miður full af sögum um ungt svart fólk sem missir áhuga á að starfa við akstursíþróttir af þí það upplifir ekki að störfin standi þeim til boða. Þá eru einnig sögur um fjölda svartra verkfræðinema sem upplifa mismunun innan verkfræðisamfélagsins og kynþáttahatur frá kennurum sem veita þessum nemendum síður þessa þrjá þætti sem eru til þess fallnir að auka árangur og áhuga á námi og starfi. Skýrslan bendir á að í samtölum við fólk sem stjórnar ráðningum innan Formúlu 1 þá hafi endurtekið komið fram að kynþáttur skiptir ekki máli. Heldur sé leitað að hæfasta einstaklingnum í hvert start. Bent er á að þetta hugarfar tekur ekki á vandanum og eykur frekar á stofanalægan rasisma sem gerir fólki úr minnihlutahópum enn erfiðara að komast að á þessum vettvangi. Ef öll lið sækja starfsfólk í þá skóla sem einhverjir telja „bestu“ háskólana sem svo aftur hafa ekki áhuga á að stuðja undir fjölbreytileika nemenda þá mun ekkert breytast. „Hlutfall svartra í Formúlu 1 er innan við eitt prósent,“ segir ennfremur í skýrslunni. Quaashie, einn verkfræðinga í Formúlu 1 sem var tekinn í viðtal vegna skýrslunnar sagði eftirfarandi um daga sína sem verkfræðingur í sportbílaþróun: Hlutirnir byrjuðu ekki vel. Við vorum að vinna við brautina og þá voru sagðir brandarar um svart fólk; brandarar um afró greiður og steiktan kjúkling og yfir í brandara um glæpatíðni og fátækt í Afríku, sem voru óviðeigandi. Mér fannst ég valdalaus. Ég var eini svarti starfsmaðurinn á svæðinu.“ Quaashie hætti í þessu verkefni og gekk svo til liðs við Formúlu 1 lið, þar sem menningin var betri en olli samt vonbrigðum. Engin áhersla var lögð á að auka fjölbreytileikann. Skýrslan tiltekur 10 atriði sem mælt er með að verði tekin til skoðunar. 1. Að Formúlu 1 lið og önnur fyrirtæki í akstursíþróttum auki aðgengi að akstursíþróttum til að fela í sér enn frekar lærlingsstöður fyrir fólk af ólíkum bakgrunni. 2. Við mælum með að nýr sjóður verði stofnaður sem einblínir á þau vandamál sem verða til þess að ungt svart fólk hættir að mennta sig áður en það lýkur menntun. 3. Við viljum finna nýjar nálganir til að auka hlutfall svartra kennara sem geta frekar komið verkfræði, stærðfræði, eðlisfræði, hönnun og tækni að hjá nemendum sínum. 4. Við mælum með að stuðningskerfið verði sett upp fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámi til að auðvelda frekara aðgengi að hærri menntun og starfsþjálfun sem tengist akstursíþróttum fyrir svarta nemendur. 5. Við styðjum uppsetningu menntasjóða fyrir svarta nemendur sem ljúka verkfræðigráðu og tengdum námsleiðum til að komast að í sérhæfð akstursíþróttastörf. 6. Við óskum þess að Formúlu 1 lið og önnur akstursíþróttafyrirtæki leiði innleiðingu á sáttmála um fjölbreytileika og þátttöku í akstursíþróttum til að allt akstursíþróttasamfélagið skuldbindi sig til að auka fjölbreytileika og þátttöku í akstursíþróttum. 7. Við styðjum framlagningu sáttmála bresku menntastofnunarinnar um baráttu gegn rasisma fyrir skóla og við hvetjum alla kennara og aðra leiðtoga í menntamálum til að vinna með okkur að víðfemri staðfestingu þessa sáttmála. 8. Við hvetjum menntamálastofnun og aðra opinbera aðila sem hafa tölfræði um menntun og samfélagshópa að deila í frekara mæli þeim gögnum opinberlega og niður á fög, nemendur og kennara. 9. Við mælum með að leiðarvísir fyrir pestu framkvæmd verði settur á laggirnar um hvernig megi best veita svörtum nemendum innblástur. 10. Við mælum með að aukin STEM stuðningur verði veittur skólum sem eru reknir af samfélagshópum svartra um gjörvallt Bretland. Formúla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent
Verkefnið ber heitir „The Hamilton Commission“ og er stýrt af Lewis Hamilton sjálfum og Dr Hayaatun Sillem, framkvæmdastjóra konunglegu verkfræðiakademíunnar. Skýrsla sem kom frá Hamilton Commission nýlega varpar ljósi á kerfislægar hindranir sem gera svörtu fólki erfiðara að fóta sig í akstursíþróttum, þá sérstaklega með áherslu á verkfræðistörf. Skýrslan ber titilinn Flýtum breytingum: Eflum svart fólk til þátttöku í breskum akstursíþróttum (e. Accelerating Change: Improving Representation of Black People in UK Motorsport). Hún er afrakstur tíu mánaða rannsóknarvinnu þar sem mikið magn gagna þvert á grunn og æðri menntun er skoðað. Eins eru upplýsingar um Formúlu 1 skoðaðar og fólk sem starfar þar. Þá er skýrslan einnig hugsuð sem leið til að benda á lausnir við vandanum. Skýrsluna má lesa hér. Markmiðið er að horfa á þrjá þætti sem einna helst koma í veg fyrir þátttöku svartra. Þættirnir eru innblástur og þátttaka, stuðningur og valdefling og ábyrgð og mælanleiki. Skýrslan er því miður full af sögum um ungt svart fólk sem missir áhuga á að starfa við akstursíþróttir af þí það upplifir ekki að störfin standi þeim til boða. Þá eru einnig sögur um fjölda svartra verkfræðinema sem upplifa mismunun innan verkfræðisamfélagsins og kynþáttahatur frá kennurum sem veita þessum nemendum síður þessa þrjá þætti sem eru til þess fallnir að auka árangur og áhuga á námi og starfi. Skýrslan bendir á að í samtölum við fólk sem stjórnar ráðningum innan Formúlu 1 þá hafi endurtekið komið fram að kynþáttur skiptir ekki máli. Heldur sé leitað að hæfasta einstaklingnum í hvert start. Bent er á að þetta hugarfar tekur ekki á vandanum og eykur frekar á stofanalægan rasisma sem gerir fólki úr minnihlutahópum enn erfiðara að komast að á þessum vettvangi. Ef öll lið sækja starfsfólk í þá skóla sem einhverjir telja „bestu“ háskólana sem svo aftur hafa ekki áhuga á að stuðja undir fjölbreytileika nemenda þá mun ekkert breytast. „Hlutfall svartra í Formúlu 1 er innan við eitt prósent,“ segir ennfremur í skýrslunni. Quaashie, einn verkfræðinga í Formúlu 1 sem var tekinn í viðtal vegna skýrslunnar sagði eftirfarandi um daga sína sem verkfræðingur í sportbílaþróun: Hlutirnir byrjuðu ekki vel. Við vorum að vinna við brautina og þá voru sagðir brandarar um svart fólk; brandarar um afró greiður og steiktan kjúkling og yfir í brandara um glæpatíðni og fátækt í Afríku, sem voru óviðeigandi. Mér fannst ég valdalaus. Ég var eini svarti starfsmaðurinn á svæðinu.“ Quaashie hætti í þessu verkefni og gekk svo til liðs við Formúlu 1 lið, þar sem menningin var betri en olli samt vonbrigðum. Engin áhersla var lögð á að auka fjölbreytileikann. Skýrslan tiltekur 10 atriði sem mælt er með að verði tekin til skoðunar. 1. Að Formúlu 1 lið og önnur fyrirtæki í akstursíþróttum auki aðgengi að akstursíþróttum til að fela í sér enn frekar lærlingsstöður fyrir fólk af ólíkum bakgrunni. 2. Við mælum með að nýr sjóður verði stofnaður sem einblínir á þau vandamál sem verða til þess að ungt svart fólk hættir að mennta sig áður en það lýkur menntun. 3. Við viljum finna nýjar nálganir til að auka hlutfall svartra kennara sem geta frekar komið verkfræði, stærðfræði, eðlisfræði, hönnun og tækni að hjá nemendum sínum. 4. Við mælum með að stuðningskerfið verði sett upp fyrir nemendur sem lokið hafa skyldunámi til að auðvelda frekara aðgengi að hærri menntun og starfsþjálfun sem tengist akstursíþróttum fyrir svarta nemendur. 5. Við styðjum uppsetningu menntasjóða fyrir svarta nemendur sem ljúka verkfræðigráðu og tengdum námsleiðum til að komast að í sérhæfð akstursíþróttastörf. 6. Við óskum þess að Formúlu 1 lið og önnur akstursíþróttafyrirtæki leiði innleiðingu á sáttmála um fjölbreytileika og þátttöku í akstursíþróttum til að allt akstursíþróttasamfélagið skuldbindi sig til að auka fjölbreytileika og þátttöku í akstursíþróttum. 7. Við styðjum framlagningu sáttmála bresku menntastofnunarinnar um baráttu gegn rasisma fyrir skóla og við hvetjum alla kennara og aðra leiðtoga í menntamálum til að vinna með okkur að víðfemri staðfestingu þessa sáttmála. 8. Við hvetjum menntamálastofnun og aðra opinbera aðila sem hafa tölfræði um menntun og samfélagshópa að deila í frekara mæli þeim gögnum opinberlega og niður á fög, nemendur og kennara. 9. Við mælum með að leiðarvísir fyrir pestu framkvæmd verði settur á laggirnar um hvernig megi best veita svörtum nemendum innblástur. 10. Við mælum með að aukin STEM stuðningur verði veittur skólum sem eru reknir af samfélagshópum svartra um gjörvallt Bretland.
Formúla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent