Tónlist

Grúsk gefur frá sér nýtt lag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Mynd frá tónleikum Grúsk árið 2011 þegar fyrsta plata sveitarinnar kom út.
Mynd frá tónleikum Grúsk árið 2011 þegar fyrsta plata sveitarinnar kom út. Aðsend

Hljómsveitin Grúsk hefur gefið frá sér nýtt lag en það er þriðja lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar sem gefin verður út í haust. Tíu ár eru liðin síðan fyrsta breiðskífa sveitarinnar kom út en Grúsk var endurvakin á þessu ári.

Lagið ber titilinn The light of love en lögin hin tvö af plötunni sem gefin hafa verið út eru Big star og Middle of nowhere.

Grúsk er hugarfóstur laga- og textahöfundarins Einars Oddssonar og vinnur hann í samstarfi við Pétur Hjaltested upptökustjóra og ýmsa tónlistarmenn. Tónlistin er sem fyrr fyrst og fremst undir áhrifum gullaldarára áttunda áratugarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×