Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2021 08:57 Ísarr Edwinsson með 15 punda urriðann úr Veiðivötnum sumarið 2020 Mynd: Edwin Árnason Fyrstu veiðitölur úr Veiðivötnum voru birtar í gær og það er alltaf gaman fyrir þá sem eru á leiðinni upp í vötn að skoða hvar er að veiðast. Mesta veiðin þessa fyrstu viku er í Snjóölduvatni en þar hafa veiðst 1.978 silungar en af því aðeins 9 urriðar. Það er deginum ljósara að miðað við stærð á bleikjunni mætti fara að grisja vatnið því meðalstærð sem er gefin upp á síðu Veiðivatna er 0.68 pund. Litlisjór er með 757 urriða og meðalþyngd þar er 2,74 pund. Hraunvötn eru svo með 538 urriða og meðalþyngd upp á 2,60 pund og svo er Stóra Fossvatn með 450 fiska og meðalþyngd upp á 2,07 pund. Stærstu fiskarnir eru úr Grænavatni, Litla Breiðavatni, Litlasjó, Kvíslavatnsgíg, Hraunvötnum, Skálavatni og svo sá stærsti sem hefur veiðst í sumar en hann veiddist í Ónýtavatni og var vigtaður 13,6 pund. Listann í heild sinni má finna HÉR. Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði
Mesta veiðin þessa fyrstu viku er í Snjóölduvatni en þar hafa veiðst 1.978 silungar en af því aðeins 9 urriðar. Það er deginum ljósara að miðað við stærð á bleikjunni mætti fara að grisja vatnið því meðalstærð sem er gefin upp á síðu Veiðivatna er 0.68 pund. Litlisjór er með 757 urriða og meðalþyngd þar er 2,74 pund. Hraunvötn eru svo með 538 urriða og meðalþyngd upp á 2,60 pund og svo er Stóra Fossvatn með 450 fiska og meðalþyngd upp á 2,07 pund. Stærstu fiskarnir eru úr Grænavatni, Litla Breiðavatni, Litlasjó, Kvíslavatnsgíg, Hraunvötnum, Skálavatni og svo sá stærsti sem hefur veiðst í sumar en hann veiddist í Ónýtavatni og var vigtaður 13,6 pund. Listann í heild sinni má finna HÉR.
Stangveiði Rangárþing ytra Mest lesið Klaus Frimor kennir fluguköst Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Stórir fiskar úr Úlfljótsvatni Veiði Dágott gengi hjá lokahollinu í Þverá Veiði Erlendir veiðimenn farnir að sækja í haustveiði Veiði Skjálfandafljót: Félag tengt Lax-Á með hæsta boð Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Rysjótt veður en nokkrir með ágæta veiði Veiði