Tesla opnar tvær nýjar ofurhleðslustöðvar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. júní 2021 07:01 Tesla Model 3 á hleðslubás við Staðarskála. Tesla mun opna tvær nýjar ofurhleðslustöðvar á Íslandi. Báðar stöðvar munu vera búnar V3 ofurhleðslutækninni sem getur náð allt að 250kW. Stöðvarnar eru á Kirkjubæjarklaustri og við sölustað Tesla við Vatnagarða í Reykjavík. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Tesla. Stöðin í Vatnagörðum er við þjónustumiðstöð Tesla í Reykjavík og er fyrsta V3 stöðin í Reykjavík. Þar verða þrír ofurhleðslubásar í boði fyrir Tesla eigendur. Stöðin á Kirkjubæjarklaustri er staðsett nálægt Hótel Klaustri og verða fjórir ofurhleðslubásar í boði fyrir Tesla eigendur. Tesla heldur áfram að vaxa hratt á Íslandi og við teljum að öflugar, notendavænar hleðslustöðvar séu lykilskref í þá átt að gera fólki kleift að skipta yfir í rafbíla. Fleiri ofurhleðslustöðvar í farvatninu Tesla er með fimm hleðslustöðvar á Íslandi, að Vatnagörðum og Kirkjubæjarklaustri meðtöldum. Tesla er með metnaðarfull plön um uppbyggingu hleðsluinnviða á Íslandi. Tesla mun opna fleiri ofurhleðslustöðvar á Íslandi með endanlegt markmið um að öll helstu sveitarfélög og áfangastaðir muni verða aðgengilegir fyrir Tesla bifreiðar. Tesla Model 3 og regnbogi.Vilhelm Gunnarsson Næsta kynslóð ofurhleðslustöðva V3 ofurhleðslustöðvar geta náð allt að 250kW , sem þýðir enn skemmri hleðslutíma. Model 3 í Long Range útgáfu getur náð allt að 120 km. drægni á um fimm mínútum í V3 ofurhleðslustöð. V3 ofurhleðslustöðvar í Evrópu nota eingöngu CCS tengi. Allir Model 3 bílar koma með CCS tengi. Model S og Model X eigendur geta notað nýjar hleðslustöðvar með millistykki, sem hefur fylgt öllum Model S og Model X síðan í maí 2019. Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Tesla. Stöðin í Vatnagörðum er við þjónustumiðstöð Tesla í Reykjavík og er fyrsta V3 stöðin í Reykjavík. Þar verða þrír ofurhleðslubásar í boði fyrir Tesla eigendur. Stöðin á Kirkjubæjarklaustri er staðsett nálægt Hótel Klaustri og verða fjórir ofurhleðslubásar í boði fyrir Tesla eigendur. Tesla heldur áfram að vaxa hratt á Íslandi og við teljum að öflugar, notendavænar hleðslustöðvar séu lykilskref í þá átt að gera fólki kleift að skipta yfir í rafbíla. Fleiri ofurhleðslustöðvar í farvatninu Tesla er með fimm hleðslustöðvar á Íslandi, að Vatnagörðum og Kirkjubæjarklaustri meðtöldum. Tesla er með metnaðarfull plön um uppbyggingu hleðsluinnviða á Íslandi. Tesla mun opna fleiri ofurhleðslustöðvar á Íslandi með endanlegt markmið um að öll helstu sveitarfélög og áfangastaðir muni verða aðgengilegir fyrir Tesla bifreiðar. Tesla Model 3 og regnbogi.Vilhelm Gunnarsson Næsta kynslóð ofurhleðslustöðva V3 ofurhleðslustöðvar geta náð allt að 250kW , sem þýðir enn skemmri hleðslutíma. Model 3 í Long Range útgáfu getur náð allt að 120 km. drægni á um fimm mínútum í V3 ofurhleðslustöð. V3 ofurhleðslustöðvar í Evrópu nota eingöngu CCS tengi. Allir Model 3 bílar koma með CCS tengi. Model S og Model X eigendur geta notað nýjar hleðslustöðvar með millistykki, sem hefur fylgt öllum Model S og Model X síðan í maí 2019.
Vistvænir bílar Tesla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira