Scania með bestu eldsneytisskilvirknina Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. júní 2021 07:01 Scania stendur sig best meðal stórbílaframleiðanda í að draga úr losun koltvísýrings. Fjögur ár í röð hefur Scania unnið hin virtu „Green Truck“ verðlaun. Nú staðfesta tölur frá framkvæmdastjórn ESB að Scania stendur sig best meðal stórbílaframleiðenda í að draga úr losun koltvísýrings. Fréttatilkynning frá Kletti. Vörubílar, rútur og langferðabílar valda fjórðungi koltvísýringslosunar vegna vegasamgangna innan ESB og 6% heildarlosunar innan ESB. Þrátt fyrir úrbætur í sparneytni á undanförnum árum er losun enn að aukast, sérstaklega vegna aukinnar vöruflutningaumferðar um vegi. Árið 2019 lögleiddi ESB fyrstu koltvísýringslosunarstaðla fyrir þungaflutningaökutæki og settu markmið um að draga úr meðallosun milli 2025 og 2030. Samkvæmt nýju reglunum þurfa framleiðendur að draga úr losun koltvísýrings frá nýjum vörubílum um 15% að meðaltali frá 2025 og 30% frá 2030, samanborið við magnið 2019. Nýlega gaf framkvæmdastjórn ESB út tölfræði um koltvísýringslosun frá nýjum vörubílum fyrir hvern stórbíl sem skráður er í sambandinu frá júlí 2019 til júní 2020. Þessi gildi eru grunnurinn að takmörkununum í kolttvísýringslöggjöfinni og verða grundvöllur vegatolla. Í skýrslunni skarar Scania fram úr m.t.t. til orkuskilvirkni og lítillar koltvísýringslosunar, 4,7% undir koltvísýringstakmarki ESB. Scania er eini stórbílaframleiðandinn sem er greinilega undir takmarki ESB, flestir aðrir eru ofan við. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Fréttatilkynning frá Kletti. Vörubílar, rútur og langferðabílar valda fjórðungi koltvísýringslosunar vegna vegasamgangna innan ESB og 6% heildarlosunar innan ESB. Þrátt fyrir úrbætur í sparneytni á undanförnum árum er losun enn að aukast, sérstaklega vegna aukinnar vöruflutningaumferðar um vegi. Árið 2019 lögleiddi ESB fyrstu koltvísýringslosunarstaðla fyrir þungaflutningaökutæki og settu markmið um að draga úr meðallosun milli 2025 og 2030. Samkvæmt nýju reglunum þurfa framleiðendur að draga úr losun koltvísýrings frá nýjum vörubílum um 15% að meðaltali frá 2025 og 30% frá 2030, samanborið við magnið 2019. Nýlega gaf framkvæmdastjórn ESB út tölfræði um koltvísýringslosun frá nýjum vörubílum fyrir hvern stórbíl sem skráður er í sambandinu frá júlí 2019 til júní 2020. Þessi gildi eru grunnurinn að takmörkununum í kolttvísýringslöggjöfinni og verða grundvöllur vegatolla. Í skýrslunni skarar Scania fram úr m.t.t. til orkuskilvirkni og lítillar koltvísýringslosunar, 4,7% undir koltvísýringstakmarki ESB. Scania er eini stórbílaframleiðandinn sem er greinilega undir takmarki ESB, flestir aðrir eru ofan við.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira