Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2021 09:23 Urriðafoss í Þjórsá. Nú er júnímánuður brátt á enda og það verður bara að segjast eins og er að það er búið að vera ansi rólegt við bakka laxveiðiánna. Á þessu er ein undantekning, kannski tvær. Urriðafoss er að detta í 400 laxa og ber höfuð og herðar yfir árnar þegar það eru teknar saman veiðitölur. En við skulum samt aðeins róa okkur á svartsýninni þar sem langflestar árnar eru bara ný opnaðar, sem og að kalt vor og köld byrjun á sumri hefur oftar en ekki gert það að verkum að veiðin fer seint í gang. Það eru helst veiðitölur úr Blöndu og Norðurá sem vekja furðu en þegar tölur voru teknar saman hjá Landssambandi Veiðifélaga að venju á miðvikudaginn var aðeins búið að bóka 22 laxa í Blöndu og 65 laxa í Norðurá. Það þarf ekkert að fela það að þetta er afskaplega róleg byrjun í þessum tveimur ám sem opna fyrstar og eru af þeim sökum yfirleitt að sýna mun hærri tölur á þessum tíma. Stórstreymi er nýafstaðið og skilaði minna í árnar en væntingar stóðu til en svo við nefnum aftur, þetta er ekki einsdæmi á köldu vori! Aðdragandi næsta straums og sá straumur rétt fyrir miðjan júlí er aðalstraumurinn á þessu ári segja reynsluboltarnir og taka þá mið af aðstæðum þar sem kalt vor, kaldar og vatnsmiklar ár hafa þessi áhrif. Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði
Á þessu er ein undantekning, kannski tvær. Urriðafoss er að detta í 400 laxa og ber höfuð og herðar yfir árnar þegar það eru teknar saman veiðitölur. En við skulum samt aðeins róa okkur á svartsýninni þar sem langflestar árnar eru bara ný opnaðar, sem og að kalt vor og köld byrjun á sumri hefur oftar en ekki gert það að verkum að veiðin fer seint í gang. Það eru helst veiðitölur úr Blöndu og Norðurá sem vekja furðu en þegar tölur voru teknar saman hjá Landssambandi Veiðifélaga að venju á miðvikudaginn var aðeins búið að bóka 22 laxa í Blöndu og 65 laxa í Norðurá. Það þarf ekkert að fela það að þetta er afskaplega róleg byrjun í þessum tveimur ám sem opna fyrstar og eru af þeim sökum yfirleitt að sýna mun hærri tölur á þessum tíma. Stórstreymi er nýafstaðið og skilaði minna í árnar en væntingar stóðu til en svo við nefnum aftur, þetta er ekki einsdæmi á köldu vori! Aðdragandi næsta straums og sá straumur rétt fyrir miðjan júlí er aðalstraumurinn á þessu ári segja reynsluboltarnir og taka þá mið af aðstæðum þar sem kalt vor, kaldar og vatnsmiklar ár hafa þessi áhrif.
Stangveiði Mest lesið Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði 94 sm hængur úr Laxá í Kjós Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Kaldakvísl farin að gefa vænar bleikjur Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði