Sunneva svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júní 2021 11:09 Sunneva Ása kom að leikmyndahönnun Kötlu, fyrst í samstarfi við Heimi Sverrisson áður en hann gekk frá verkefninu. Sunneva Ása Weishappel, leikmyndahönnuður sjónvarpsþáttanna Kötlu sem eru í sýningu á Netflix, segir Arnar Orra Bjarnason, framkvæmdastjóra Irmu studio, vega að sér opinberlega í nýlegri Facebook-færslu. Um leið vinnu hennar, hugmyndum og hæfileikum. Hún geti því ekki annað en svarað fyrir sig. Arnar Orri gerði athugasemd við það í Facebook-færslu á dögunum að Irmu studio hefði ekki verið getið réttilega í kreditlista þáttanna. „Það var ákveðið að nefna það ekki í kredit listanum og þar að auki er önnur manneskja sem tekur allan heiðurinn að hönnuninni,“ skrifar Arnar í færslunni sem Vísir fjallaði um í gær. Margir vilji eigna sér heiður af því sem lofað er Þessi önnur manneskja sem Arnar Orri nefnir er Sunneva Ása sem vann með kærasta sínum Baltasar Kormáki að sjónvarpsþáttaröðinni en Baltasar leikstýrði þáttunum. Fram hefur komið að Heimir Sverrisson hjá Irmu vann að leikmyndinni en gekk frá verkefninu þremur vikum fyrir tökur vegna ágreinings við Baltasar. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim.Netflix/Lilja Jónsdóttir „Í nýlegri frétt er því haldið fram að mér sé ranglega veittur heiðurinn af leikmyndahönnun Kötlu. Í lífi mínu og starfi hef ég kynnst á eigin skinni lygum, rógburði, afbrýðissemi og almennri illkvittni. Því miður er eins og sumum líður betur með sjálfan sig með því að tala aðra niður. Ég vildi óska þess að svo væri ekki, en það eina sem vert er að gera er að fara ekki niður á það plan og tala sínu máli,“ segir Sunneva. „Það er oft þannig að þegar eitthvað fær mikið lof þá vilja margir eigna sér heiðurinn. Heimir Sverrisson réð sig sem leikmyndahönnuður Kötlu og ég var ráðin sem set decorator, sameiginlega skapa þessi störf listræna stefnu leikmyndarinnar í samstarfi við leikstjóra. Vegna listrænna ágreininga við leikstjóra þá gekk hann burt frá verkefninu í undirbúningi þess. Í kjölfarið tók ég við starfi leikmyndahönnuðar.“ Heimir hafi ekki komið inn á eitt einasta sett Sunneva segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun. „En ég vissi vel að þetta var áskorun sem ég gæti staðist, enda hef ég sterka listræna sýn og hef hlotið mikla þjálfun í stórum leikhúsverkefnum á erlendri grundu. Að auki var verkið einstaklega spennandi og bauð upp á nýstárlegan myndheim og djarfa túlkun á myndmáli og þar liggur styrkur minn. Það sem risið var af leikmyndinni þegar ég tók við verkefninu voru þrjú ókláruð interior sett í Gufunesi. Það var allt endurhannað sem hægt var nema það sem handritið krafðist. Sagan gerist á Vík í Mýrdal, allt er þakið ösku, bærinn stendur í eyði og þau sett sem höfðu verið valin var notast við, enda valin að mestu af leikstjóra. Heimir kom ekki inn á eitt einasta sett sem myndað er í Kötlu. Það gefur því auga leið að ætla að eigna honum höfundarréttinn er ekkert annað en atvinnurógur.“ Auglýsingin fyrir þættina Kötlu sem hafa vakið mikla athygli á fyrstu dögunum í sýningu á Netflix.Netflix Sunneva segir að Heimir hafi krafist þess sjálfur í skrifuðu bréfi að vera ekki nefndur í kreditlista verkefnisins því það hafi tekið aðra listræna stefnu en hann hafði séð fyrir sér. Orðið hafi verið við þeirri beiðni og þar liggi kjarninn. „Þar af leiðandi veita framleiðendur mér kreditið því ég vann verkið og hann kærði sig ekki um það.“ Hefði verið tilbúin að deila titlinum Sunneva segir viðurkennt í þessum bransa að ef fólk yfirgefi verkefnið, svo ekki sé talað um áður en tökur hefjast, þá eigi viðkomandi ekki tilkall til kredits. „Það er ekki mikil reisn yfir því að ætla að eigna sér heiðurinn eftir að verkið er komið út, og taka þannig enga ábyrgð á sínum eigin ákvörðunum. Þessi samningur sem hann samþykkir og Irmu menn veifa kveður sérstaklega til um að það sé í valdi framleiðslunnar hvort hann sé kreditaður eða ekki. Ég hefði deilt titlinum með honum ef hann hefði stigið aftur inn, sem hann gerði ekki. Þar með hef ég svarað ásökun Arnars (samstarfsmanns Heimis og meðeiganda Irmu) sem hann birti á feisbúkk og fór kjölfarið í fjölmiðla, um að ég sé ranglega titluð fyrir leikmyndahönnun Kötlu.“ Sunneva segir ekki að ástæðulausu að Katla sé núna í fimmta sæti í heiminum yfir vinsælasta sjónvarpsefni Netflix. „Þetta er árangur sem allir sem komu að þessu verki mega vera stoltir af,“ segir Sunneva, stolt af sínum hlut við sjónvarpsseríuna. Yfirtökumaður lofar Sunnevu Bergsteinn Björgúlfsson, yfirtökumaður Kötlu, tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni. Óhætt er að segja að þar dragi hann ekki úr lofi varðandi vinnu Sunnevu. „Að gefnu tilefni langar mig til að taka það fram að ég hef sjaldan, eða aldrei unnið með jafn skapandi og gefandi leikmyndahönnuði og Sunnevu Ásu Weissapel. Hún er listamaður,“ segir Bergsteinn. „Mér finnst jafnframt afar lítilmannlegt að sjá menn fara með dylgjur á fésbók, í þeim tilgangi að eigna sér heiðurinn. Að segja sig frá vekefni og ætla svo að heimta kredit fyrir það eftir á er kjánalegt. Ég hef lent í því að segja mig frá verkefnum, út af ágreiningi, jafnvel eftir að tökur voru hafnar og aldrei hefði hvarflað að mér að heimta kredit fyrir það.“ Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Tengdar fréttir Kvikmyndagerð á Íslandi er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi. 21. júní 2021 23:05 Segir Kötlumenn hafa haft heiðurinn af leikmyndarhönnuði Arnar Orri Bjarnason, einn þeirra sem stóð að leikmyndinni í nýju Netflix-þáttunum Kötlu, segir að þeirra aðkoma að hönnun leikmyndar hafi ekki verið minnst á í kreditlista fyrir þættina. Og hann sjálfur rangtitlaður. 21. júní 2021 13:10 Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Arnar Orri gerði athugasemd við það í Facebook-færslu á dögunum að Irmu studio hefði ekki verið getið réttilega í kreditlista þáttanna. „Það var ákveðið að nefna það ekki í kredit listanum og þar að auki er önnur manneskja sem tekur allan heiðurinn að hönnuninni,“ skrifar Arnar í færslunni sem Vísir fjallaði um í gær. Margir vilji eigna sér heiður af því sem lofað er Þessi önnur manneskja sem Arnar Orri nefnir er Sunneva Ása sem vann með kærasta sínum Baltasar Kormáki að sjónvarpsþáttaröðinni en Baltasar leikstýrði þáttunum. Fram hefur komið að Heimir Sverrisson hjá Irmu vann að leikmyndinni en gekk frá verkefninu þremur vikum fyrir tökur vegna ágreinings við Baltasar. Katla var frumsýnd á Netflix 17. júní og strax aðgengileg út um allan heim.Netflix/Lilja Jónsdóttir „Í nýlegri frétt er því haldið fram að mér sé ranglega veittur heiðurinn af leikmyndahönnun Kötlu. Í lífi mínu og starfi hef ég kynnst á eigin skinni lygum, rógburði, afbrýðissemi og almennri illkvittni. Því miður er eins og sumum líður betur með sjálfan sig með því að tala aðra niður. Ég vildi óska þess að svo væri ekki, en það eina sem vert er að gera er að fara ekki niður á það plan og tala sínu máli,“ segir Sunneva. „Það er oft þannig að þegar eitthvað fær mikið lof þá vilja margir eigna sér heiðurinn. Heimir Sverrisson réð sig sem leikmyndahönnuður Kötlu og ég var ráðin sem set decorator, sameiginlega skapa þessi störf listræna stefnu leikmyndarinnar í samstarfi við leikstjóra. Vegna listrænna ágreininga við leikstjóra þá gekk hann burt frá verkefninu í undirbúningi þess. Í kjölfarið tók ég við starfi leikmyndahönnuðar.“ Heimir hafi ekki komið inn á eitt einasta sett Sunneva segir það ekki hafa verið auðvelda ákvörðun. „En ég vissi vel að þetta var áskorun sem ég gæti staðist, enda hef ég sterka listræna sýn og hef hlotið mikla þjálfun í stórum leikhúsverkefnum á erlendri grundu. Að auki var verkið einstaklega spennandi og bauð upp á nýstárlegan myndheim og djarfa túlkun á myndmáli og þar liggur styrkur minn. Það sem risið var af leikmyndinni þegar ég tók við verkefninu voru þrjú ókláruð interior sett í Gufunesi. Það var allt endurhannað sem hægt var nema það sem handritið krafðist. Sagan gerist á Vík í Mýrdal, allt er þakið ösku, bærinn stendur í eyði og þau sett sem höfðu verið valin var notast við, enda valin að mestu af leikstjóra. Heimir kom ekki inn á eitt einasta sett sem myndað er í Kötlu. Það gefur því auga leið að ætla að eigna honum höfundarréttinn er ekkert annað en atvinnurógur.“ Auglýsingin fyrir þættina Kötlu sem hafa vakið mikla athygli á fyrstu dögunum í sýningu á Netflix.Netflix Sunneva segir að Heimir hafi krafist þess sjálfur í skrifuðu bréfi að vera ekki nefndur í kreditlista verkefnisins því það hafi tekið aðra listræna stefnu en hann hafði séð fyrir sér. Orðið hafi verið við þeirri beiðni og þar liggi kjarninn. „Þar af leiðandi veita framleiðendur mér kreditið því ég vann verkið og hann kærði sig ekki um það.“ Hefði verið tilbúin að deila titlinum Sunneva segir viðurkennt í þessum bransa að ef fólk yfirgefi verkefnið, svo ekki sé talað um áður en tökur hefjast, þá eigi viðkomandi ekki tilkall til kredits. „Það er ekki mikil reisn yfir því að ætla að eigna sér heiðurinn eftir að verkið er komið út, og taka þannig enga ábyrgð á sínum eigin ákvörðunum. Þessi samningur sem hann samþykkir og Irmu menn veifa kveður sérstaklega til um að það sé í valdi framleiðslunnar hvort hann sé kreditaður eða ekki. Ég hefði deilt titlinum með honum ef hann hefði stigið aftur inn, sem hann gerði ekki. Þar með hef ég svarað ásökun Arnars (samstarfsmanns Heimis og meðeiganda Irmu) sem hann birti á feisbúkk og fór kjölfarið í fjölmiðla, um að ég sé ranglega titluð fyrir leikmyndahönnun Kötlu.“ Sunneva segir ekki að ástæðulausu að Katla sé núna í fimmta sæti í heiminum yfir vinsælasta sjónvarpsefni Netflix. „Þetta er árangur sem allir sem komu að þessu verki mega vera stoltir af,“ segir Sunneva, stolt af sínum hlut við sjónvarpsseríuna. Yfirtökumaður lofar Sunnevu Bergsteinn Björgúlfsson, yfirtökumaður Kötlu, tjáir sig um málið á Facebook-síðu sinni. Óhætt er að segja að þar dragi hann ekki úr lofi varðandi vinnu Sunnevu. „Að gefnu tilefni langar mig til að taka það fram að ég hef sjaldan, eða aldrei unnið með jafn skapandi og gefandi leikmyndahönnuði og Sunnevu Ásu Weissapel. Hún er listamaður,“ segir Bergsteinn. „Mér finnst jafnframt afar lítilmannlegt að sjá menn fara með dylgjur á fésbók, í þeim tilgangi að eigna sér heiðurinn. Að segja sig frá vekefni og ætla svo að heimta kredit fyrir það eftir á er kjánalegt. Ég hef lent í því að segja mig frá verkefnum, út af ágreiningi, jafnvel eftir að tökur voru hafnar og aldrei hefði hvarflað að mér að heimta kredit fyrir það.“
Netflix Kvikmyndagerð á Íslandi Höfundarréttur Tengdar fréttir Kvikmyndagerð á Íslandi er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi. 21. júní 2021 23:05 Segir Kötlumenn hafa haft heiðurinn af leikmyndarhönnuði Arnar Orri Bjarnason, einn þeirra sem stóð að leikmyndinni í nýju Netflix-þáttunum Kötlu, segir að þeirra aðkoma að hönnun leikmyndar hafi ekki verið minnst á í kreditlista fyrir þættina. Og hann sjálfur rangtitlaður. 21. júní 2021 13:10 Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndagerð á Íslandi er mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna Um 40 prósent allra erlendra ferðamanna sem hingað koma til lands gera það eftir að hafa séð afþreyingarefni sem framleitt er á Íslandi. 21. júní 2021 23:05
Segir Kötlumenn hafa haft heiðurinn af leikmyndarhönnuði Arnar Orri Bjarnason, einn þeirra sem stóð að leikmyndinni í nýju Netflix-þáttunum Kötlu, segir að þeirra aðkoma að hönnun leikmyndar hafi ekki verið minnst á í kreditlista fyrir þættina. Og hann sjálfur rangtitlaður. 21. júní 2021 13:10
Katla klífur topplista út um allan heim Þáttaröðin Katla hefur farið sigurför um heiminn síðustu daga. Þremur dögum eftir frumsýningu var serían komin á topplista Netflix í sextíu og sex löndum. 21. júní 2021 12:06