Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2021 11:02 Ingvar Sigurðsson,13,6 pd urriði úr Ónýtavatni Veiði hófst í Veiðivötnum á föstudaginn síðasta og þrátt fyrir heldur kalt veður og hressilegan vind á köflum er ekki annað heyra en að veiðin hafi verið ágæt. Þetta vinsæla vatnasvæði dregur að sér fjöldann allann af veiðimönnum á hverju sumri og það er eins og venjulega mikil spenna eftir fyrstu fréttum ofan úr vötnum. Það er ekki annað að heyra en að þeir sem hafa verið uppfrá þessa fyrstu daga séu nokkuð sáttir. Aðstæður hafa verið krefjandi með kulda og trekk en veiðin virðist vera ágæt, í það minnsta hjá þeim sem við höfum rætt við en þar fara menn sem hafa veitt vötnin í áratugi. Stærsti fiskurinn sem kominn er á land er 13,6 punda urriði úr Ónýtavatni og eitthvað hefur verið að koma á land sem er 6-9 pund svo það er engin að kvarta yfir því að það sé ekki stóra fiska að finna í vötnunum. Öll vötn eru nú íslaus og allir vegir færir, nema enn er ófært í Skyggnisvatn. Veiðimenn eru hvattir til að halda sig á vegslóðum og aka ekki yfir gróður þó svo bleytupollur sé á veginum. Óvenju lítið vatn er nú í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni. Önnur vötn eru að mestu eðlileg. Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði
Þetta vinsæla vatnasvæði dregur að sér fjöldann allann af veiðimönnum á hverju sumri og það er eins og venjulega mikil spenna eftir fyrstu fréttum ofan úr vötnum. Það er ekki annað að heyra en að þeir sem hafa verið uppfrá þessa fyrstu daga séu nokkuð sáttir. Aðstæður hafa verið krefjandi með kulda og trekk en veiðin virðist vera ágæt, í það minnsta hjá þeim sem við höfum rætt við en þar fara menn sem hafa veitt vötnin í áratugi. Stærsti fiskurinn sem kominn er á land er 13,6 punda urriði úr Ónýtavatni og eitthvað hefur verið að koma á land sem er 6-9 pund svo það er engin að kvarta yfir því að það sé ekki stóra fiska að finna í vötnunum. Öll vötn eru nú íslaus og allir vegir færir, nema enn er ófært í Skyggnisvatn. Veiðimenn eru hvattir til að halda sig á vegslóðum og aka ekki yfir gróður þó svo bleytupollur sé á veginum. Óvenju lítið vatn er nú í Hraunvötnum, Litlasjó og Ónýtavatni. Önnur vötn eru að mestu eðlileg.
Stangveiði Mest lesið Besti tíminn fyrir sjóbirting framundan Veiði 120 laxar komnir úr Korpu og um 100 úr Brynjudalsá Veiði 25 - 30 laxar á dag í Eystri - Rangá Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði Laxar á Breiðunni í Elliðaánum Veiði Leiðbeiningar um rjúpnaveiði umhverfis Þingvelli Veiði Fimm ára með maríulax Veiði Iðuklettar í Stóru-Laxá horfnir Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði