Þrír á land í Langá á fyrsta degi Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2021 08:54 Langá á Mýrum opnaði í gær fyrir veiðimönnum en áinn er með orð á sér fyrir að stofninn í henni sé oft ekkert að flýta sér upp í ánna. Veiði hófst í Langá í gær í gullfallegu vatni og afrakstur fyrsta dagsins eru þrír laxar á land ásamt því að nokkuð sást af laxi á veiðistöðunum neðan við fossinn Skugga. Fyrsti laxinn kom úr Kerstapafljóti go svo veiddust tveir aðrir, einn í Strengjunum og annar í Dyrfljóti. Það var Jógvan Hansen sem átti stærsta lax dagsins en Gústaf Vífilsson tók þann fyrsta. Fossinn við Skugga er vel laxgengur og einhverra hluta vegna kýs laxinn oft frekar að fara fossinn í góðu vatni heldur en að fara auðveldu leiðina upp laxastigann. Sá lax sem kemur fyrstur í ánna er oft fljótur að ganga upp og það er ekkert óvenjulegt að setja í laxa á veiðistöðunum neðan Sveðju þar sem veiðisvæðið sem er venjulega kallað "Fjallið" byrjar. Eins kemur ekkert á óvart þegar fyrstu laxarnir veiðast í lok júní á Fjallinu sjálfu. Það er venjulega Bjargstrengur sem gefur fyrstur veiðistaðana á því svæði. Langá er í gullfallegu vatni og stækandi straumur næstu daga er vonandi að skila góðum göngum í ánna sem og aðrar ár á landinu. Stangveiði Mest lesið Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði 120 sm lax á land af Nessvæðinu í Laxá Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði Tvær laxveiðiár komnar yfir 2.000 laxa Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði
Veiði hófst í Langá í gær í gullfallegu vatni og afrakstur fyrsta dagsins eru þrír laxar á land ásamt því að nokkuð sást af laxi á veiðistöðunum neðan við fossinn Skugga. Fyrsti laxinn kom úr Kerstapafljóti go svo veiddust tveir aðrir, einn í Strengjunum og annar í Dyrfljóti. Það var Jógvan Hansen sem átti stærsta lax dagsins en Gústaf Vífilsson tók þann fyrsta. Fossinn við Skugga er vel laxgengur og einhverra hluta vegna kýs laxinn oft frekar að fara fossinn í góðu vatni heldur en að fara auðveldu leiðina upp laxastigann. Sá lax sem kemur fyrstur í ánna er oft fljótur að ganga upp og það er ekkert óvenjulegt að setja í laxa á veiðistöðunum neðan Sveðju þar sem veiðisvæðið sem er venjulega kallað "Fjallið" byrjar. Eins kemur ekkert á óvart þegar fyrstu laxarnir veiðast í lok júní á Fjallinu sjálfu. Það er venjulega Bjargstrengur sem gefur fyrstur veiðistaðana á því svæði. Langá er í gullfallegu vatni og stækandi straumur næstu daga er vonandi að skila góðum göngum í ánna sem og aðrar ár á landinu.
Stangveiði Mest lesið Það eru lika stórir laxar í Grímsá Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði 120 sm lax á land af Nessvæðinu í Laxá Veiði Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Veiði Fín veiði á Barnadögum SVFR í Elliðaánum Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Rólegur júní í laxveiðinni með einni undantekningu Veiði Tvær laxveiðiár komnar yfir 2.000 laxa Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði